Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2019 10:49 Samuel Little afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu. Vísir/AP Raðmorðingi sem hefur viðurkennt að hafa skilið eftir sig slóð dauðra kvenna um áratugaskeið í fjölda ríkja Bandaríkjanna hefur nú verið tengdur við rúmlega 60 dauðsföll. Raðmorðinginn heitir Samuel Little en hann afplánar í dag lífstíðardóm fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Hann er orðinn 79 ára gamall og við slæma heilsu og hefur reynst samstarfsfús í garð rannsakenda undanfarið. Rannsakendur óupplýstra sakamála hafa leitað til hans upp á síðkastið og reynt að hafa hraðar hendur sökum heilsu hans en Little er sagður einn afkastamesti raðmorðinginn í sögu Bandaríkjanna. Þetta héldu bandarísk yfirvöld fram þegar hann hafði verið tengdur við 36 dauðsföll. Little vill meina að morðæði sitt hafi náð yfir 35 ára tímabili, frá 1970 til 2005.Vill að fórnarlömbin finnist Héraðssaksóknari í Ectons-sýslu, Bobby Bland, segir Little ekki komast lengra með sín mál í réttarkerfinu sem hafi orðið til þess að hann fór að reynast rannsakendum samstarfsfús. „Á þessum tímapunkti í lífi hans er hann staðráðinn í að láta finna lík fórnarlamba sinna,“ sagði Bland. Á meðal þeirra sem rannsakenda sem ræddu við hann voru rannsakendur frá Ohio-ríki, þar sem Little ólst upp, en hann er sakaður um að hafa myrt í það minnsta fimm konur þar. Little var sakfelldur fyrir morð á þremur konum á Los Angeles-svæðinu en hann játaði einnig að hafa myrt konu í Texas-ríki. Hann afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu ríkisfangelsinu. Hann heldur því fram að hann hafi myrt 93 konur á för sinni um Bandaríkin.Þegar réttað var yfir Little í Los Angeles árið 2014 töldu saksóknarar líkur á að hann bæri ábyrgð á í það minnsta dauða fjörutíu manneskja frá árinu 1980. Á þeim tíma tengdu yfirvöld Little við dauða fólks í ríkjunum Flórída, Georgia, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Ohio og Texas.Lögreglumaður vann sér inn traust hans Little reyndist þó ekki samstarfsfús á þeim tíma en Bland þakkaði lögreglumanninum James Holland, frá Texas, fyrir að ávinna sér traust Little og ná úr honum fjölda játninga. Holland ferðaðist til Kaliforníu í fyrra til að ræða við Little um óupplýst sakamál í Texas. Það leiddi til þess að Little var framseldur til Texas þar sem hann gekkst við því að hafa kyrkt Denise Christie Brothers í borginni Odessa í desember árið 1994. Þeir héldu áfram að tala saman, Holland og Little, eftir að Little var sendur aftur til ríkisfangelsisins í Kaliforníu en Holland er sá sem heldur því að Little beri ábyrgð á dauða 93 manneskja.Ekkert reynst rangt Upplýsingarnar frá Holland voru senda til rannsakenda víða um Bandaríkin sem varð til þess að leiðir þeirra allra lágu til Little í Kaliforníu. Bland sagði að fórnarlömb Little hefðu oftast kafnað eða verið kyrkt. Í mörgum tilvika voru ekki sýnilegir áverkar sem varð til þess að rannsakendur töldu að dauði þeirra hefði ekki borið að með saknæmum hætti. „Hann hefur ekki enn veitt villandi upplýsingar. Það hefur ekkert reynst rangt,“ sagði Bland á blaðamannafundi í gær. Gary Ridgway, sem var kallaður Green River Killer, játaði að hafa myrt 49 konur og stúlkur, sem gerði hann að einum hryllilegasta raðmorðingja sögunnar, en hann hélt því sjálfur fram að fórnarlömb hans væru 71. Bandaríkin Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Raðmorðingi sem hefur viðurkennt að hafa skilið eftir sig slóð dauðra kvenna um áratugaskeið í fjölda ríkja Bandaríkjanna hefur nú verið tengdur við rúmlega 60 dauðsföll. Raðmorðinginn heitir Samuel Little en hann afplánar í dag lífstíðardóm fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Hann er orðinn 79 ára gamall og við slæma heilsu og hefur reynst samstarfsfús í garð rannsakenda undanfarið. Rannsakendur óupplýstra sakamála hafa leitað til hans upp á síðkastið og reynt að hafa hraðar hendur sökum heilsu hans en Little er sagður einn afkastamesti raðmorðinginn í sögu Bandaríkjanna. Þetta héldu bandarísk yfirvöld fram þegar hann hafði verið tengdur við 36 dauðsföll. Little vill meina að morðæði sitt hafi náð yfir 35 ára tímabili, frá 1970 til 2005.Vill að fórnarlömbin finnist Héraðssaksóknari í Ectons-sýslu, Bobby Bland, segir Little ekki komast lengra með sín mál í réttarkerfinu sem hafi orðið til þess að hann fór að reynast rannsakendum samstarfsfús. „Á þessum tímapunkti í lífi hans er hann staðráðinn í að láta finna lík fórnarlamba sinna,“ sagði Bland. Á meðal þeirra sem rannsakenda sem ræddu við hann voru rannsakendur frá Ohio-ríki, þar sem Little ólst upp, en hann er sakaður um að hafa myrt í það minnsta fimm konur þar. Little var sakfelldur fyrir morð á þremur konum á Los Angeles-svæðinu en hann játaði einnig að hafa myrt konu í Texas-ríki. Hann afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu ríkisfangelsinu. Hann heldur því fram að hann hafi myrt 93 konur á för sinni um Bandaríkin.Þegar réttað var yfir Little í Los Angeles árið 2014 töldu saksóknarar líkur á að hann bæri ábyrgð á í það minnsta dauða fjörutíu manneskja frá árinu 1980. Á þeim tíma tengdu yfirvöld Little við dauða fólks í ríkjunum Flórída, Georgia, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Ohio og Texas.Lögreglumaður vann sér inn traust hans Little reyndist þó ekki samstarfsfús á þeim tíma en Bland þakkaði lögreglumanninum James Holland, frá Texas, fyrir að ávinna sér traust Little og ná úr honum fjölda játninga. Holland ferðaðist til Kaliforníu í fyrra til að ræða við Little um óupplýst sakamál í Texas. Það leiddi til þess að Little var framseldur til Texas þar sem hann gekkst við því að hafa kyrkt Denise Christie Brothers í borginni Odessa í desember árið 1994. Þeir héldu áfram að tala saman, Holland og Little, eftir að Little var sendur aftur til ríkisfangelsisins í Kaliforníu en Holland er sá sem heldur því að Little beri ábyrgð á dauða 93 manneskja.Ekkert reynst rangt Upplýsingarnar frá Holland voru senda til rannsakenda víða um Bandaríkin sem varð til þess að leiðir þeirra allra lágu til Little í Kaliforníu. Bland sagði að fórnarlömb Little hefðu oftast kafnað eða verið kyrkt. Í mörgum tilvika voru ekki sýnilegir áverkar sem varð til þess að rannsakendur töldu að dauði þeirra hefði ekki borið að með saknæmum hætti. „Hann hefur ekki enn veitt villandi upplýsingar. Það hefur ekkert reynst rangt,“ sagði Bland á blaðamannafundi í gær. Gary Ridgway, sem var kallaður Green River Killer, játaði að hafa myrt 49 konur og stúlkur, sem gerði hann að einum hryllilegasta raðmorðingja sögunnar, en hann hélt því sjálfur fram að fórnarlömb hans væru 71.
Bandaríkin Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira