Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. júní 2019 18:30 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, birti á facebook síðu sinni í gær bréf sem hann sendi þremur ráðuneytum auk Ríkissaksóknara og Ríkislögreglustjóra. Sjá nánar: „Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar.“ þar segist hann hafa heimildir fyrir því að tvær síðastnefndu stofnanir hafi haft milligöngu um samningagerð við Sigurð Inga Þórðarson, sem gjarnan er kallaður Siggi hakkari, um að bera vitni í sakamálarannsókn gegn Julian Assange stofnanda Wikileaks. Einnig höfðu þau milligöngu um að útvega honum lögmann og tryggja honum friðhelgi þar sem hann bar vitni í Bandaríkjunum. Sigurður greinir sjálfur frá vitnisburðinum í hollenska ríkissjónvarpinu. Ríkisútvarpið greinir frá því að Ríkisendurskoðun muni ekki tjá sig um málið. Kristinn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vitnisburður Sigurðar virðist vera til að undirbúa frekari ákærur gegn Assange. Hann segir það óforskammað að íslensk stjórnvöld hafi milligöngu um slíkar aðgerðir. Fjölmörg samtök blaðamanna víða um heim hafa fordæmt rannsóknina á Assange sem ofsóknir gegn fjölmiðlafrelsi. Ríkisútvarpið greinir frá því að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þyki málið undarlegt. Hún hefur óskað eftir því að það verði kannað í viðeigandi ráðuneytum og að bréfi Kristins verði svarað. Ríkisstjórnin fundaði um málið í morgun. Dómsmálaráðherra segir mál sem þessi komi ekki á borð hennar. Íslenskum stjórnvöldum beri hins vegar lagaleg skylda til að veita réttaraðstoð, í þessu tilfelli til Sigurðar Inga Þórðarsonar, í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Wikileaks sendi þetta bréf. Stendur til að svara því og kanna þetta mál eitthvað frekar hjá þessum stofnunum sem eru nefndar þarna? „Það er einfaldlega bara í skoðun. Þetta er auðvitað sent á fleiri en einn aðila og er ekkert sem ég get tjáð mig frekar um á þessu stigi,“ segir Þórdís Kolbrún. WikiLeaks Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, birti á facebook síðu sinni í gær bréf sem hann sendi þremur ráðuneytum auk Ríkissaksóknara og Ríkislögreglustjóra. Sjá nánar: „Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar.“ þar segist hann hafa heimildir fyrir því að tvær síðastnefndu stofnanir hafi haft milligöngu um samningagerð við Sigurð Inga Þórðarson, sem gjarnan er kallaður Siggi hakkari, um að bera vitni í sakamálarannsókn gegn Julian Assange stofnanda Wikileaks. Einnig höfðu þau milligöngu um að útvega honum lögmann og tryggja honum friðhelgi þar sem hann bar vitni í Bandaríkjunum. Sigurður greinir sjálfur frá vitnisburðinum í hollenska ríkissjónvarpinu. Ríkisútvarpið greinir frá því að Ríkisendurskoðun muni ekki tjá sig um málið. Kristinn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vitnisburður Sigurðar virðist vera til að undirbúa frekari ákærur gegn Assange. Hann segir það óforskammað að íslensk stjórnvöld hafi milligöngu um slíkar aðgerðir. Fjölmörg samtök blaðamanna víða um heim hafa fordæmt rannsóknina á Assange sem ofsóknir gegn fjölmiðlafrelsi. Ríkisútvarpið greinir frá því að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þyki málið undarlegt. Hún hefur óskað eftir því að það verði kannað í viðeigandi ráðuneytum og að bréfi Kristins verði svarað. Ríkisstjórnin fundaði um málið í morgun. Dómsmálaráðherra segir mál sem þessi komi ekki á borð hennar. Íslenskum stjórnvöldum beri hins vegar lagaleg skylda til að veita réttaraðstoð, í þessu tilfelli til Sigurðar Inga Þórðarsonar, í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Wikileaks sendi þetta bréf. Stendur til að svara því og kanna þetta mál eitthvað frekar hjá þessum stofnunum sem eru nefndar þarna? „Það er einfaldlega bara í skoðun. Þetta er auðvitað sent á fleiri en einn aðila og er ekkert sem ég get tjáð mig frekar um á þessu stigi,“ segir Þórdís Kolbrún.
WikiLeaks Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07