Endanleg niðurstaða um lögmæti lista Heiðveigar liggur ekki fyrir Andri Eysteinsson skrifar 7. júní 2019 17:33 Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki lokið störfum. Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kjörstjórnar sem send var á fjölmiðla í dag. Áður hafði verið greint frá því að kjörstjórn hafi hafnað lista Heiðveigar og gefið henni fremur knappan frest til að leggja fram nýtt framboð. Hafði Heiðveig María, í samtali við Vísi, sagst ekki ætla að láta bjóða sér það að hún hafi frest til 10. Júní til að safna saman, í þriðja sinni, 100 meðmælum.Sjá einnig: Heiðveig María segir ljóst að Sjómannafélagið ætli ekki í kosningar Í yfirlýsingunni segir „Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins. Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.“ Greint hafði verið frá bréfi kjörstjórnar til Heiðveigar hvar ástæður þess að framboðið hafi ekki verið samþykkt voru tíundaðar. Meðal annars var þar talið upp að á lista hennar til trúnaðarmannaráðs séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir í bréfinu að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista. Kjörstjórn mun næst funda þriðjudaginn 11. Júní næstkomandi og þar fara yfir þau gögn og þær athugasemdir sem borist hafa. Í framhaldi af því muni kjörstjórn taka ákvörðun um lögmæti B-lista samkvæmt lögum félagsins.Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan.Að gefnu tilefni.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum í dag um störf kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands, skal það tekið fram að kjörstjórn hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista.Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins.Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.Kjörstjórn mun hittast næst og funda þriðjudaginn 11. júní og fara yfir framkomin gögn og athugasemdir.Í framhaldi af því tekur kjörstjórn ákvörðun um lögmæti B-lista og mun byggja þá ákvörðun á lögum félagsins.Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kjörstjórnar sem send var á fjölmiðla í dag. Áður hafði verið greint frá því að kjörstjórn hafi hafnað lista Heiðveigar og gefið henni fremur knappan frest til að leggja fram nýtt framboð. Hafði Heiðveig María, í samtali við Vísi, sagst ekki ætla að láta bjóða sér það að hún hafi frest til 10. Júní til að safna saman, í þriðja sinni, 100 meðmælum.Sjá einnig: Heiðveig María segir ljóst að Sjómannafélagið ætli ekki í kosningar Í yfirlýsingunni segir „Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins. Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.“ Greint hafði verið frá bréfi kjörstjórnar til Heiðveigar hvar ástæður þess að framboðið hafi ekki verið samþykkt voru tíundaðar. Meðal annars var þar talið upp að á lista hennar til trúnaðarmannaráðs séu engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir í bréfinu að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista. Kjörstjórn mun næst funda þriðjudaginn 11. Júní næstkomandi og þar fara yfir þau gögn og þær athugasemdir sem borist hafa. Í framhaldi af því muni kjörstjórn taka ákvörðun um lögmæti B-lista samkvæmt lögum félagsins.Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan.Að gefnu tilefni.Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum í dag um störf kjörstjórnar Sjómannafélags Íslands, skal það tekið fram að kjörstjórn hefur ekki lokið störfum og því liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti B-lista.Þann 5. júní síðastliðinn var fyrirsvarsmönnum B-lista gefinn kostur til mánudagsins 10. júní til að bæta úr annmörkum sem kjörstjórn telur vera á framboðinu, með vísan til laga félagsins.Auk þess hefur kjörstjórn óskað eftir frekari skýringum og gögnum frá fyrirsvarsmönnum B-lista varðandi framboðið og samsetningu þess.Kjörstjórn mun hittast næst og funda þriðjudaginn 11. júní og fara yfir framkomin gögn og athugasemdir.Í framhaldi af því tekur kjörstjórn ákvörðun um lögmæti B-lista og mun byggja þá ákvörðun á lögum félagsins.Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira