Mikill fjöldi björgunarliðs er á staðnum að því er fram kemur í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins um málið.
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og ekki er ljóst hvað orsakaði sprenginguna.
Samkvæmt talsmanni lögreglunnar virðist sem svo að enginn hafi slasast alvarlega í sprengingunni.
Rannsókn er hafin á ástæðum sprengingarinnar en fyrir liggur að engar gasleiðslur séu í húsinu.
Fréttin hefur verið uppfærð.