Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2019 21:44 Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn og stefnt að því að stofnunin flytji höfðustöðvar sínar þangað í október. Byggingin þykir framúrstefnuleg og fullyrt að hún verði eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. Myndir af húsinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Byggingin rís á Óseyri í suðurhöfninni og er þegar farin að setja sterkan svip á bæinn. Fasteignafélagið Fornubúðir byggir húsið en framkvæmdastjóri þess, Jón Rúnar Halldórsson, telur húsið bæði reisulegt og fallegt, - segir það verða bæjarprýði og kennileiti. Húsið tók að rísa þann 24. janúar, fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum, og stefnt að því að það verði tilbúið í október, eftir aðeins fjóra mánuði. Batteríið arkitektar í Hafnarfirði hönnuðu húsið en utan á það kemur álklæðning.Litir byggingarinnar eru sóttir í gamla bæ Hafnarfjarðar og fær hver burst sinn lit.Grafík/Batteríið arkitektar.„Það verður litur fyrir hverja burst og litina sækjum við í gamla bæinn. Þannig að þessi bygging samsvarar sér mjög vel í Hafnarfirði,“ segir Jón Rúnar. Þá vekur athygli að þetta er trébygging en aðalbyggingarefnið er svokallað krosslímt tré. „Mörgum trjám er plantað fyrir hvert eitt sem fellt er. Þannig að þetta er mjög umhverfisvænt.“Byggingin verður miðdepillinn í Hafnarfjarðarhöfn. Skip Hafrannsóknastofnunar fá viðlegurými framan við höfuðstöðvarnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í húsinu verða höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, með skrifstofum, rannsóknarstofum, sýningarsölum og kennslustofum. Um 150 störf flytjast úr Reykjavík en þetta verður einn stærsti vinnustaður Hafnarfjarðar. „Þetta er líka fólk með allskonar menntun, héðan og þaðan, og passar náttúrulega mjög vel fyrir Hafnarfjörð. Hafnarfjörður er og verður kenndur við sjávarútveg, þó að hér sé enginn kvóti eftir. En það er annað mál.“ Framan við húsið er samtímis unnið að gerð nýs viðlegukants fyrir rannsóknarskipin. „Hafrannsóknastofnun Íslands verður stærsti útgerðaraðili í Hafnarfirði líka, - í brúttótonnum talið. Það er ekkert öðruvísi en það,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn og stefnt að því að stofnunin flytji höfðustöðvar sínar þangað í október. Byggingin þykir framúrstefnuleg og fullyrt að hún verði eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. Myndir af húsinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Byggingin rís á Óseyri í suðurhöfninni og er þegar farin að setja sterkan svip á bæinn. Fasteignafélagið Fornubúðir byggir húsið en framkvæmdastjóri þess, Jón Rúnar Halldórsson, telur húsið bæði reisulegt og fallegt, - segir það verða bæjarprýði og kennileiti. Húsið tók að rísa þann 24. janúar, fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum, og stefnt að því að það verði tilbúið í október, eftir aðeins fjóra mánuði. Batteríið arkitektar í Hafnarfirði hönnuðu húsið en utan á það kemur álklæðning.Litir byggingarinnar eru sóttir í gamla bæ Hafnarfjarðar og fær hver burst sinn lit.Grafík/Batteríið arkitektar.„Það verður litur fyrir hverja burst og litina sækjum við í gamla bæinn. Þannig að þessi bygging samsvarar sér mjög vel í Hafnarfirði,“ segir Jón Rúnar. Þá vekur athygli að þetta er trébygging en aðalbyggingarefnið er svokallað krosslímt tré. „Mörgum trjám er plantað fyrir hvert eitt sem fellt er. Þannig að þetta er mjög umhverfisvænt.“Byggingin verður miðdepillinn í Hafnarfjarðarhöfn. Skip Hafrannsóknastofnunar fá viðlegurými framan við höfuðstöðvarnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í húsinu verða höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, með skrifstofum, rannsóknarstofum, sýningarsölum og kennslustofum. Um 150 störf flytjast úr Reykjavík en þetta verður einn stærsti vinnustaður Hafnarfjarðar. „Þetta er líka fólk með allskonar menntun, héðan og þaðan, og passar náttúrulega mjög vel fyrir Hafnarfjörð. Hafnarfjörður er og verður kenndur við sjávarútveg, þó að hér sé enginn kvóti eftir. En það er annað mál.“ Framan við húsið er samtímis unnið að gerð nýs viðlegukants fyrir rannsóknarskipin. „Hafrannsóknastofnun Íslands verður stærsti útgerðaraðili í Hafnarfirði líka, - í brúttótonnum talið. Það er ekkert öðruvísi en það,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira