Nýir lögreglubílar hafa staðið óhreyfðir vikum saman hjá innflutningsaðila Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júní 2019 18:30 Dæmi eru um að ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. Óánægja er á meðal lögreglustjóra á landinu með rekstur bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem sér um og leigir út öll lögreglutæki til embættanna. Kostnaður fyrir leigu hefur þótt hár og hafa sum hver embættin brugðið á það ráð að takmarka akstur bílanna til þess að halda niðri kostnaði, en það kemur niður á sýnilegri löggæslu. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér ályktun í gær þar sem meðal annars er lýst yfir fullum stuðningi þess efnis að lögreglustjórar sjái sjálfir um rekstur lögreglubifreiða og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóraVísir/Jóhann KAlmennir bílaleigubílar merktir lögreglueinkennum og notaðir til löggæslu „Eins og kunnugt er að þá er ágreiningur um rekstur bílamiðstöðvarinnar en dómamálaráðuneytið tók ákvörðun fyrir 20 árum að fela fagaðila innkaup og miðlægan rekstur lögreglubifreiða í landinu. Telji ráðuneytið að það sé hagkvæmara að gera þetta með öðrum hætti þá hlýtur það að leggja til einhverjar breytingar á þessum málum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Til að lækka rekstrarkostnað hafa að minnsta kosti tvö embætti þegar tekið í notkun bíla frá almennum bílaleigum til löggæslustarfa. Vegna þeirrar stöðu sendi Ríkislögreglustjóri frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvarinnar og lögmæti þess almennir bílaleigubílar séu notaði til löggæslustarfa. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá dómsmálaráðuneytinu sem hyggst ekki tjá sig um málið. Fréttastofan hefur upplýsingar um lögreglustjórar og ríkislögreglustjóri muni funda um málið á morgun.Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglutæki vegna vanskila eða fjárheimildir séu fullnýttarVísir/Jóhann KFréttastofan hefur fengið ábendingar um að fleira sé að í rekstri Ríkislögreglustjóra og það er að þjónustufyrirtæki hafi ekki veitt embættinu fyrirgreiðslu vegna vanskila. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglubíla, lokað hafi verið á fjarskiptafyrirtæki og verslanir ekki selt vörur eða veitt þjónustu. Þá hefur fréttastofan einnig upplýsingar um að afhending nýrra lögreglutækja hafi frestast um nokkrar vikur, þar sem tækin hafa ekki fengist greidd og því staðið, óhreyfð, vikum saman hjá umboðsaðila. „Það getur komið fyrir í þessum rekstri okkar að í einstökum tilfellum hafi menn fullnýtt úttektarheimildir, annað hvort á tæki eða þess háttar. Við höfum náð að bregðast við því eftir því sem þau hafa komið upp,“ segir Jónas. Jónasi er ekki kunnugt um að Ríkisendurskoðun sé með rekstur og fjármál embættisins til athugunar en segir eðlilegt að stofnunin annist fjárhagsendurskoðun Ríkislögreglustjóra.Er óráðsía í fjármálum ríkislögreglustjóra? „Nei,“ segir Jónas.Allt í góðum málum? „Allt!,“ segir Jónas. Lögreglan Tengdar fréttir Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Dæmi eru um að ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi. Óánægja er á meðal lögreglustjóra á landinu með rekstur bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem sér um og leigir út öll lögreglutæki til embættanna. Kostnaður fyrir leigu hefur þótt hár og hafa sum hver embættin brugðið á það ráð að takmarka akstur bílanna til þess að halda niðri kostnaði, en það kemur niður á sýnilegri löggæslu. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér ályktun í gær þar sem meðal annars er lýst yfir fullum stuðningi þess efnis að lögreglustjórar sjái sjálfir um rekstur lögreglubifreiða og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóraVísir/Jóhann KAlmennir bílaleigubílar merktir lögreglueinkennum og notaðir til löggæslu „Eins og kunnugt er að þá er ágreiningur um rekstur bílamiðstöðvarinnar en dómamálaráðuneytið tók ákvörðun fyrir 20 árum að fela fagaðila innkaup og miðlægan rekstur lögreglubifreiða í landinu. Telji ráðuneytið að það sé hagkvæmara að gera þetta með öðrum hætti þá hlýtur það að leggja til einhverjar breytingar á þessum málum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Til að lækka rekstrarkostnað hafa að minnsta kosti tvö embætti þegar tekið í notkun bíla frá almennum bílaleigum til löggæslustarfa. Vegna þeirrar stöðu sendi Ríkislögreglustjóri frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem farið er fram á að Ríkisendurskoðun geri stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvarinnar og lögmæti þess almennir bílaleigubílar séu notaði til löggæslustarfa. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá dómsmálaráðuneytinu sem hyggst ekki tjá sig um málið. Fréttastofan hefur upplýsingar um lögreglustjórar og ríkislögreglustjóri muni funda um málið á morgun.Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglutæki vegna vanskila eða fjárheimildir séu fullnýttarVísir/Jóhann KFréttastofan hefur fengið ábendingar um að fleira sé að í rekstri Ríkislögreglustjóra og það er að þjónustufyrirtæki hafi ekki veitt embættinu fyrirgreiðslu vegna vanskila. Dæmi eru um að lögreglumenn hafi ekki getað tekið eldsneyti á lögreglubíla, lokað hafi verið á fjarskiptafyrirtæki og verslanir ekki selt vörur eða veitt þjónustu. Þá hefur fréttastofan einnig upplýsingar um að afhending nýrra lögreglutækja hafi frestast um nokkrar vikur, þar sem tækin hafa ekki fengist greidd og því staðið, óhreyfð, vikum saman hjá umboðsaðila. „Það getur komið fyrir í þessum rekstri okkar að í einstökum tilfellum hafi menn fullnýtt úttektarheimildir, annað hvort á tæki eða þess háttar. Við höfum náð að bregðast við því eftir því sem þau hafa komið upp,“ segir Jónas. Jónasi er ekki kunnugt um að Ríkisendurskoðun sé með rekstur og fjármál embættisins til athugunar en segir eðlilegt að stofnunin annist fjárhagsendurskoðun Ríkislögreglustjóra.Er óráðsía í fjármálum ríkislögreglustjóra? „Nei,“ segir Jónas.Allt í góðum málum? „Allt!,“ segir Jónas.
Lögreglan Tengdar fréttir Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46 Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. 5. júní 2019 20:46
Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda. 6. júní 2019 07:36