Keypti sér ítrekað flugmiða til að stela hátt í þrjú hundruð tóbakskartonum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2019 15:45 Langflestir sem flytja eiturlyf gegnum Leifsstöð eru útlendingar. Fréttablaðið/Eyþór Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt litáískan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað. Maðurinn, í félagi við þrjá aðra, stal alls 265 kartonum af tóbaki úr Fríhafnarverslun á Keflavíkurflugvelli yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Aðferðin var yfirleitt sú sama en maðurinn keypti sér flugmiða, innritaði sig í flug, fór í verslanir Fríhafnarinnar, þar sem hann tóku muni ófrjálsri hendi, en yfirgaf flugstöðina án þess að nýta sér þær ferðir sem hann hafði keypt miða í. Alls fór maðurinn í sextán ferðir þar sem hann beitti þessari aðferð auk þess sem að í febrúar síðastliðnum stal hann nokkrum kartonum af sígarettum og ýmis konar ilmvatni, alls að verðmæti 124 þúsund króna. Verðmæti þess sem hann stal yfir tímabilið nam um 1,7 milljónum króna.Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaMaðurinn var fyrst kallaður til lögreglu í september 2018 eftir að tilkynnt var um umfangsmikinn þjófnað úr verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Grunur beindist fljótt að manninum og viðurkenndi hann við skýrslutökur að hafa sinnum farið út á flugvöll í því skyni að stela sígarettum úr fríhöfninni.Nokkur ólíkindablær á skýringum mannsins Maðurinn var svo handtekinn í flugstöðinni í febrúar á þessi ári, grunaður um þjófnað. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ferðast mikið, stundum kæmi það hins vegar fyrir að honum væri ekki hleypt um borð í flugvélar eftir að hann innritaði sig. Að baki væri ýmsar ástæður, svo sem ölvun. Í dómi héraðsdóms segir að skýringar mannsins hafi á sér „nokkurn ólíkindablæ,“ ekki síst þegar litið væri til fjölda þeirra skipta sem hann hafi innritað sig án þess að ganga síðan um borð í flugvél. Þá væri í gögnum málsins einnig að finna fjölmargar myndbandsupptökur sem sýni skýrlega að maðurinn taki varninginn, sem honum var gefið að sök að hafa stolið, setji inn í opna ferðatösku sína sem staðsett sé í búðarkerru. Þá sýni myndirnar iðulega að maðurinn breiði yfir vörurnar og fari síðan á afgreiðslukassa en greiði aðeins fyrir lítilræði á borð við eina bjórkippu. Í dómi héraðsdóms segir að brot mannsins séu stórfelld, þaulskipulögð og beri vitni um einbeittan brotavilja hans. Því væri hæfileg refsing átta mánaða fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða Fríhöfninni ehf. 1,6 milljónir í bætur. Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt litáískan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað. Maðurinn, í félagi við þrjá aðra, stal alls 265 kartonum af tóbaki úr Fríhafnarverslun á Keflavíkurflugvelli yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Aðferðin var yfirleitt sú sama en maðurinn keypti sér flugmiða, innritaði sig í flug, fór í verslanir Fríhafnarinnar, þar sem hann tóku muni ófrjálsri hendi, en yfirgaf flugstöðina án þess að nýta sér þær ferðir sem hann hafði keypt miða í. Alls fór maðurinn í sextán ferðir þar sem hann beitti þessari aðferð auk þess sem að í febrúar síðastliðnum stal hann nokkrum kartonum af sígarettum og ýmis konar ilmvatni, alls að verðmæti 124 þúsund króna. Verðmæti þess sem hann stal yfir tímabilið nam um 1,7 milljónum króna.Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaMaðurinn var fyrst kallaður til lögreglu í september 2018 eftir að tilkynnt var um umfangsmikinn þjófnað úr verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Grunur beindist fljótt að manninum og viðurkenndi hann við skýrslutökur að hafa sinnum farið út á flugvöll í því skyni að stela sígarettum úr fríhöfninni.Nokkur ólíkindablær á skýringum mannsins Maðurinn var svo handtekinn í flugstöðinni í febrúar á þessi ári, grunaður um þjófnað. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ferðast mikið, stundum kæmi það hins vegar fyrir að honum væri ekki hleypt um borð í flugvélar eftir að hann innritaði sig. Að baki væri ýmsar ástæður, svo sem ölvun. Í dómi héraðsdóms segir að skýringar mannsins hafi á sér „nokkurn ólíkindablæ,“ ekki síst þegar litið væri til fjölda þeirra skipta sem hann hafi innritað sig án þess að ganga síðan um borð í flugvél. Þá væri í gögnum málsins einnig að finna fjölmargar myndbandsupptökur sem sýni skýrlega að maðurinn taki varninginn, sem honum var gefið að sök að hafa stolið, setji inn í opna ferðatösku sína sem staðsett sé í búðarkerru. Þá sýni myndirnar iðulega að maðurinn breiði yfir vörurnar og fari síðan á afgreiðslukassa en greiði aðeins fyrir lítilræði á borð við eina bjórkippu. Í dómi héraðsdóms segir að brot mannsins séu stórfelld, þaulskipulögð og beri vitni um einbeittan brotavilja hans. Því væri hæfileg refsing átta mánaða fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða Fríhöfninni ehf. 1,6 milljónir í bætur.
Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira