Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og fyrirliði liðsins, Aron Einar Gunnarsson, héldu blaðamannafund í dag fyrir leikinn á móti Albaníu á morgun.
Leikur Íslands og Albaníu hefst klukkan 13.00 á morgun laugardag.
Leikurinn á móti Albaníu er fyrsti heimaleikur íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 en þremur dögum síðar mætir íslenska liðið síðan Tyrkjum á Laugardalsvellinum.
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundinum í dag. Það má sjá allan blaðamannafundinn í myndbandinu hér fyrir neðan en neðst í fréttinni er svo bein textalýsing blaðamanns.
Svona var blaðamannafundur Hamrén og Arons Einars
