Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2019 10:13 Mæðgurnar Jóna og Ugla á ferðalagi í Afríku. Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. Jóna var með fimm ára dóttur sína í bíl og komin í Langadal nærri Húnaveri þegar slysið átti sér stað en töluverð umferð var á veginum. Ása Ottesen, systir Jónu, hefur ásamt vinkvennahópi sínum hrundið af stað söfnun fyrir Jónu enda ljóst að langt bataferli sé framundan. Þótt mænuskaði geti verið óútreiknanlegur sé klárt að hún hafi hlotið alvarlega áverka. „Söfnunin snýr að Jónu og hennar möguleikum í framtíðinni. Viljum gera allt til að styrkja hana. Þetta kostar allt rosalega mikið,“ segir Ása.Mæðgurnar á góðri stundu.Man eftir öllu Jóna liggur á gjörgæslu þar sem hún fái bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt sé að fá. Hún sé með mjög alvarlega áverka á hálsi en alveg skýr í kollinum. „Man eftir öllu og talar við okkur inn á milli,“ segir Ása. Fjölskylda og vinir hafi vaktaskipti hjá henni á gjörgæslunni. „Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna,“ segir Ása. Dóttir Jónu sem er fimm ára hafi sloppið með minniháttar skrámur sem sé kraftaverki líkast, að sögn Ásu.Fögnuðu fertugsafmæli saman Jóna var á leiðinni suður eftir að hafa farið að sækja dóttur sína í sauðburð til ömmu sinnar og afa auk þess sem eiginmaður Jónu er í vinnu við kvikmyndaverkefni fyrir norðan. Hann fagnaði fertugsafmæli um helgina svo Jóna fór norður til að fagna. „Við erum öll miður okkar,“ segir Ása og ljóst að rosalega mikil meðferð sé framundan. Margir vilja styrkja Jónu og til að bregðast við því hafa vinkonur systranna opnað styrktarreikning fyrir hana: 528-14-401998, kt. 701111-1410. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ segir Ása. Húnavatnshreppur Samgönguslys Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. Jóna var með fimm ára dóttur sína í bíl og komin í Langadal nærri Húnaveri þegar slysið átti sér stað en töluverð umferð var á veginum. Ása Ottesen, systir Jónu, hefur ásamt vinkvennahópi sínum hrundið af stað söfnun fyrir Jónu enda ljóst að langt bataferli sé framundan. Þótt mænuskaði geti verið óútreiknanlegur sé klárt að hún hafi hlotið alvarlega áverka. „Söfnunin snýr að Jónu og hennar möguleikum í framtíðinni. Viljum gera allt til að styrkja hana. Þetta kostar allt rosalega mikið,“ segir Ása.Mæðgurnar á góðri stundu.Man eftir öllu Jóna liggur á gjörgæslu þar sem hún fái bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt sé að fá. Hún sé með mjög alvarlega áverka á hálsi en alveg skýr í kollinum. „Man eftir öllu og talar við okkur inn á milli,“ segir Ása. Fjölskylda og vinir hafi vaktaskipti hjá henni á gjörgæslunni. „Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna,“ segir Ása. Dóttir Jónu sem er fimm ára hafi sloppið með minniháttar skrámur sem sé kraftaverki líkast, að sögn Ásu.Fögnuðu fertugsafmæli saman Jóna var á leiðinni suður eftir að hafa farið að sækja dóttur sína í sauðburð til ömmu sinnar og afa auk þess sem eiginmaður Jónu er í vinnu við kvikmyndaverkefni fyrir norðan. Hann fagnaði fertugsafmæli um helgina svo Jóna fór norður til að fagna. „Við erum öll miður okkar,“ segir Ása og ljóst að rosalega mikil meðferð sé framundan. Margir vilja styrkja Jónu og til að bregðast við því hafa vinkonur systranna opnað styrktarreikning fyrir hana: 528-14-401998, kt. 701111-1410. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ segir Ása.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira