Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2019 07:36 Óskað hefur verið eftir því að ríkisendurskoðandi skoði rekstur lögreglubifreiða. Vísir/Eyþór Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við ríkisendurskoðanda að skoðaðar verði heimildir lögreglunnar til þess að taka á leigu bílaleigubíla sem auðkenndir yrðu sem lögreglubílar og skráðir til neyðaraksturs. Óskin er hluti af beiðni lögreglunnar um stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra kemur fram að bílamiðstöðin eigi og reki ökutæki lögreglunnar í landinu. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda feli stjórnsýsluendurskoðun í sér mat á frammistöðu þeirra aðila sem embættið hefur eftirlit með. Markmið endurskoðunarinnar sé að stuðla að úrbótum þar sem einkum sé horft til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins og hvort framlög ríkisins skili þeim árangri sem að er stefnt. Einnig sé litið til þess hvort starfsemi sé í samræmi við fjárheimildir, löggjöf sem gildir um hana og góða og viðurkennda starfshætti. „Jafnframt óskaði ríkislögreglustjóri sérstaklega eftir því að skoðað verði hvaða áhrif framkvæmd laga um opinber fjármál nr. 123/2015 hefur haft á rekstur og endurnýjun ökutækja lögreglu. Þá er óskað eftir því að skoðaðar verði heimildir lögreglunnar til þess að taka á leigu bílaleigubifreiðar til notkunar, auðkenna sem lögreglubifreiðar og skrá til neyðaraksturs,“ segir í tilkynningunni. Lögreglan Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við ríkisendurskoðanda að skoðaðar verði heimildir lögreglunnar til þess að taka á leigu bílaleigubíla sem auðkenndir yrðu sem lögreglubílar og skráðir til neyðaraksturs. Óskin er hluti af beiðni lögreglunnar um stjórnsýsluendurskoðun á rekstri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra kemur fram að bílamiðstöðin eigi og reki ökutæki lögreglunnar í landinu. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda feli stjórnsýsluendurskoðun í sér mat á frammistöðu þeirra aðila sem embættið hefur eftirlit með. Markmið endurskoðunarinnar sé að stuðla að úrbótum þar sem einkum sé horft til meðferðar og nýtingar ríkisfjár, hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins og hvort framlög ríkisins skili þeim árangri sem að er stefnt. Einnig sé litið til þess hvort starfsemi sé í samræmi við fjárheimildir, löggjöf sem gildir um hana og góða og viðurkennda starfshætti. „Jafnframt óskaði ríkislögreglustjóri sérstaklega eftir því að skoðað verði hvaða áhrif framkvæmd laga um opinber fjármál nr. 123/2015 hefur haft á rekstur og endurnýjun ökutækja lögreglu. Þá er óskað eftir því að skoðaðar verði heimildir lögreglunnar til þess að taka á leigu bílaleigubifreiðar til notkunar, auðkenna sem lögreglubifreiðar og skrá til neyðaraksturs,“ segir í tilkynningunni.
Lögreglan Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira