Köldu pottarnir stóðust ekki heilbrigðiskröfur Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2019 14:41 Kallað eftir tíðari þrifum á köldu pottunum á Austurlandi. Myndin er frá Neskaupstað sem tilheyrir Fjarðabyggð sem heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Vísir/Einar Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur farið fram á tíðari þrif á köldum kerjum við opinbera sundstaði á svæðinu. Þetta gerðu starfsmenn eftirlitsins eftir að könnun á baðvatni leiddi í ljós að flest þeirra sýna sem stóðust ekki kröfur voru úr köldum kerjum.Niðurstaðan birtist í ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem birt var í vikunni. Þar kemur fram að af 61 baðvatnssýni sem tekið var á árinu 2018 þá stóðust 90 prósent sýnanna kröfur. Flest þeirra sýna sem féllu á prófinu árið 2018 voru sýni sem tekin voru úr köldum kerjum við opinbera sundstaði. Samkvæmt breytingu sem gerð var árið 2017 á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er ekki gerð krafa um hreinsibúnað eða sótthreinsun á kerjum sé hægt að ábyrgjast heilnæmi vatnsins á annan hátt. Til dæmis með miklu rennsli í gegnum þau. „Vera má að auknar vinsældir kaldra baða kalli á sjálfvirkan hreinsibúnað. Standist sýni úr köldum kerjum ekki gæðakröfur, gerir heilbrigðiseftirlitið kröfu um að kerin séu tæmd og þrifin oftar, vilji rekstraraðili ekki setja klór í þau,“ segir í skýrslunni. Lára Guðmundsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands, fer með eftirlit á sviði hollustuhátta. Hún segir stærri sundstaði farna að setja venjulegar sundlaugarsandsíur í köldu pottana ásamt klór.Kaldir pottar eru víða á Íslandi en þeir sem eru á Austurlandi eru ekki með síu eða klórdælu og þarf því að hreinsa þá oftar. Þessi kaldi pottur tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÞannig er það þó ekki á Austurlandi enda köldu pottarnir ögn meiri nýlunda á svæðinu en annars staðar. Í mörgum tilvikum er um að ræða timburpotta og fiskikör við sundlaugarnar. Sýnin eru tekin á sumrin þegar umferðin er sem mest í sundlaugarnar. Lára segir köldu pottana njóta síaukinna vinsælda á Austurlandi og því hafi staðan á vatninu í þeim versnað með aukinni umferð. „Ég hef ekki gert kröfu um neitt nema að þrifin séu aukin á pottunum, að þeir séu tæmdir og þrifnir oftar í viku. En ég hef ekki farið fram á að það sé settur klór í þá,“ segir Lára í samtali við Vísi. „Þetta eru það lágar tölur. Þær eru ekki að fara yfir mörk sem koma fyrir í náttúrulaugareglugerðinni. Það hefur sýnt sig að tíðari þrif duga til að halda þessu í skefjum,“ segir Lára. Þegar sýni eru rannsökuð í baðvatni er heildargerlafjöldi skoðaður og þar á meðal hvort e-coli saurgerlar finnast. Til að standast kröfur má magnið ekki ná einum, en það er algengasta magnið sem hefur fundist í köldu kerjunum á Austurlandi. Lára tekur fram að það sé mjög lágt, ef þeir færu upp í hundrað þá væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Í reglugerð um náttúrulaugar má magnið ná þúsund, sem er mun hærra en víða erlendis. Lára nefnir að í Sundlaug Akureyrar sé kaldur pottur með sandsíu og klórdælu. Þannig sé það sömuleiðis víða á höfuðborgarsvæðinu. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kaldi potturinn styttir ekki leiðina að árangri Kuldaböð vinna hins vegar gegn þunglyndi og kvíða, verkjum og bólgum og geta bætt sjálfsöryggi fólks. 15. mars 2019 10:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur farið fram á tíðari þrif á köldum kerjum við opinbera sundstaði á svæðinu. Þetta gerðu starfsmenn eftirlitsins eftir að könnun á baðvatni leiddi í ljós að flest þeirra sýna sem stóðust ekki kröfur voru úr köldum kerjum.Niðurstaðan birtist í ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem birt var í vikunni. Þar kemur fram að af 61 baðvatnssýni sem tekið var á árinu 2018 þá stóðust 90 prósent sýnanna kröfur. Flest þeirra sýna sem féllu á prófinu árið 2018 voru sýni sem tekin voru úr köldum kerjum við opinbera sundstaði. Samkvæmt breytingu sem gerð var árið 2017 á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er ekki gerð krafa um hreinsibúnað eða sótthreinsun á kerjum sé hægt að ábyrgjast heilnæmi vatnsins á annan hátt. Til dæmis með miklu rennsli í gegnum þau. „Vera má að auknar vinsældir kaldra baða kalli á sjálfvirkan hreinsibúnað. Standist sýni úr köldum kerjum ekki gæðakröfur, gerir heilbrigðiseftirlitið kröfu um að kerin séu tæmd og þrifin oftar, vilji rekstraraðili ekki setja klór í þau,“ segir í skýrslunni. Lára Guðmundsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands, fer með eftirlit á sviði hollustuhátta. Hún segir stærri sundstaði farna að setja venjulegar sundlaugarsandsíur í köldu pottana ásamt klór.Kaldir pottar eru víða á Íslandi en þeir sem eru á Austurlandi eru ekki með síu eða klórdælu og þarf því að hreinsa þá oftar. Þessi kaldi pottur tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmÞannig er það þó ekki á Austurlandi enda köldu pottarnir ögn meiri nýlunda á svæðinu en annars staðar. Í mörgum tilvikum er um að ræða timburpotta og fiskikör við sundlaugarnar. Sýnin eru tekin á sumrin þegar umferðin er sem mest í sundlaugarnar. Lára segir köldu pottana njóta síaukinna vinsælda á Austurlandi og því hafi staðan á vatninu í þeim versnað með aukinni umferð. „Ég hef ekki gert kröfu um neitt nema að þrifin séu aukin á pottunum, að þeir séu tæmdir og þrifnir oftar í viku. En ég hef ekki farið fram á að það sé settur klór í þá,“ segir Lára í samtali við Vísi. „Þetta eru það lágar tölur. Þær eru ekki að fara yfir mörk sem koma fyrir í náttúrulaugareglugerðinni. Það hefur sýnt sig að tíðari þrif duga til að halda þessu í skefjum,“ segir Lára. Þegar sýni eru rannsökuð í baðvatni er heildargerlafjöldi skoðaður og þar á meðal hvort e-coli saurgerlar finnast. Til að standast kröfur má magnið ekki ná einum, en það er algengasta magnið sem hefur fundist í köldu kerjunum á Austurlandi. Lára tekur fram að það sé mjög lágt, ef þeir færu upp í hundrað þá væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Í reglugerð um náttúrulaugar má magnið ná þúsund, sem er mun hærra en víða erlendis. Lára nefnir að í Sundlaug Akureyrar sé kaldur pottur með sandsíu og klórdælu. Þannig sé það sömuleiðis víða á höfuðborgarsvæðinu.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kaldi potturinn styttir ekki leiðina að árangri Kuldaböð vinna hins vegar gegn þunglyndi og kvíða, verkjum og bólgum og geta bætt sjálfsöryggi fólks. 15. mars 2019 10:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Kaldi potturinn styttir ekki leiðina að árangri Kuldaböð vinna hins vegar gegn þunglyndi og kvíða, verkjum og bólgum og geta bætt sjálfsöryggi fólks. 15. mars 2019 10:00