Líkir sögu skóla án aðgreiningar við kennitöluflakk Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2019 13:03 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir að hugtakið „skóli án aðgreiningar“ sé viss átakaflötur innan skólakerfisins og þar þurfi að gera betur. Skortur á kennurum með sérhæfingu í sérkennslu er orðinn meiri en hjá almennunum kennurum. Grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Dr. Gunnlaugur Magnússon, lektor í menntavísindum við Uppsala háskóla, að skóli án aðgreiningar hafi aldrei verið nægilega vel skilgreindur hér á landi til að virka sem skyldi. Til séu dæmi að kerfið sé nýtt til sparnaðar. Mikilvægt sé að ná betur utan um hugtakið því þeir aðilar sem vinna í kerfinu, pólitíkin og þeir sem nýta kerfið líti á það mismunandi augum. Skóla án aðgreiningar sé iðulega lýst sem fallegri hugmynd sem virki ekki. Því þurfi að breyta. Mikilvægt sé að standa vörð um skóla án aðgreiningar en ráðast þurfi í hreinskipta umræðu um málið. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng. Hann segir að á heimsvísu séum við að standa okkur vel, en við getum gert betur. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég heyri talað svona hispurslaust um skóla án aðgreiningar. Vegna þess að skóli án aðgreiningar hefur dálítið gengið í gegnum kennitöluflakk hér á Íslandi. Hann hét fyrst skóli fjölbreytileikans, svo menntun fyrir alla. Menn hafa dálítið forðast að tala um þetta vegna þess að það eru ýmis vandamál sem hafa fylgt þessu. Þetta er orðið að átakaflötum. Við höfum kannski ekki verið nógu stolt af þessari grunnhugmyndafræði til að halda henni í öndvegi þar sem hún á að vera,“ segir hann. Vantað hafi upp á að hægt sé að mæta þörfum allra, það skapi núning og oft sektarkennd meðal kennara.Nú hefur borið svolítið á kennaraskorti - hefur það ekki áhrif á þetta og dregur úr þjónustu við þessi börn? „Jú jú, það er bara neyðarástand. Þess vegna eru aðgerðir í gangi til að reyna að snúa því við. Við verðum að reyna að snúa kennaraskortinum við. Kennaraskortur er veruleikinn í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ef það er ekki tekið á því þá verður það mjög alvarlegt mál. Sérstaklega þegar kemur að kennurum með sérhæfingu í sérkennslu. Skortur á þeim hefur vaxið hraðar en á almennum kennurum,“ segir Ragnar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands segir að hugtakið „skóli án aðgreiningar“ sé viss átakaflötur innan skólakerfisins og þar þurfi að gera betur. Skortur á kennurum með sérhæfingu í sérkennslu er orðinn meiri en hjá almennunum kennurum. Grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Dr. Gunnlaugur Magnússon, lektor í menntavísindum við Uppsala háskóla, að skóli án aðgreiningar hafi aldrei verið nægilega vel skilgreindur hér á landi til að virka sem skyldi. Til séu dæmi að kerfið sé nýtt til sparnaðar. Mikilvægt sé að ná betur utan um hugtakið því þeir aðilar sem vinna í kerfinu, pólitíkin og þeir sem nýta kerfið líti á það mismunandi augum. Skóla án aðgreiningar sé iðulega lýst sem fallegri hugmynd sem virki ekki. Því þurfi að breyta. Mikilvægt sé að standa vörð um skóla án aðgreiningar en ráðast þurfi í hreinskipta umræðu um málið. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng. Hann segir að á heimsvísu séum við að standa okkur vel, en við getum gert betur. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég heyri talað svona hispurslaust um skóla án aðgreiningar. Vegna þess að skóli án aðgreiningar hefur dálítið gengið í gegnum kennitöluflakk hér á Íslandi. Hann hét fyrst skóli fjölbreytileikans, svo menntun fyrir alla. Menn hafa dálítið forðast að tala um þetta vegna þess að það eru ýmis vandamál sem hafa fylgt þessu. Þetta er orðið að átakaflötum. Við höfum kannski ekki verið nógu stolt af þessari grunnhugmyndafræði til að halda henni í öndvegi þar sem hún á að vera,“ segir hann. Vantað hafi upp á að hægt sé að mæta þörfum allra, það skapi núning og oft sektarkennd meðal kennara.Nú hefur borið svolítið á kennaraskorti - hefur það ekki áhrif á þetta og dregur úr þjónustu við þessi börn? „Jú jú, það er bara neyðarástand. Þess vegna eru aðgerðir í gangi til að reyna að snúa því við. Við verðum að reyna að snúa kennaraskortinum við. Kennaraskortur er veruleikinn í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ef það er ekki tekið á því þá verður það mjög alvarlegt mál. Sérstaklega þegar kemur að kennurum með sérhæfingu í sérkennslu. Skortur á þeim hefur vaxið hraðar en á almennum kennurum,“ segir Ragnar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15