Fjárfestar sem eiga eignarhaldsfélagið Óskabein, sem er meðal annars í hópi stærstu hluthafa tryggingafélagsins VÍS, hafa eignast um 3,5 prósenta hlut í Sýn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er hluturinn metinn á liðlega 370 milljónir króna sem skilar þeim í hóp tíu stærstu hluthafa Sýnar.
Þeir sem ráða för í fjárfestingafélaginu Óskabeini eru viðskiptafélagarnir Andri Gunnarsson og Fannar Ólafsson, sem eru meðal annars í hópi eigenda að Keahótelum, Gestur Breiðfjörð Gestsson, stjórnarmaður í VÍS og eigandi Sparnaðar, og Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air.
Eignarhlutur fjárfestanna, sem komu inn í hluthafahóp fjarskiptafyrirtækisins undir lok síðasta mánaðar, er í gegnum framvirka samninga hjá Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í flöggun til Kauphallarinnar þann 27. maí síðastliðinn kom fram að bankinn væri skráður fyrir samtals 5,25 prósenta hlut.
Fyrir utan fjárfestingafélagið Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfestis og nýráðins forstjóra Sýnar, eru fjárfestarnir í Óskabeini næstumsvifamestu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Sýnar. Eignarhlutur Ursus í Sýn, sem var að hluta til færður fyrir skemmstu yfir í framvirka samninga hjá Kviku banka, er um átta prósent. Stærstu hluthafar félagsins eru hins vegar breski vogunarsjóðurinn Landsdowne, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna.
Hlutabréfaverð Sýnar stendur í 35,8 krónum á hlut og hefur lækkað um rúmlega 46 prósent á síðustu tólf mánuðum.
Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjárfestar í Óskabeini með 3,5% í Sýn
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Vaxtalækkunarferlið heldur áfram
Viðskipti innlent

„Sporttöppum“ aftur komið fyrir
Neytendur

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd
Viðskipti innlent

Ráðinn markaðsstjóri Bónuss
Viðskipti innlent

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila
Viðskipti innlent

Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka
Viðskipti innlent