Bjuggu með ungbarn sitt í rakaskemmdri stúdentaíbúð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. júní 2019 06:15 Rósa Rún Aðalsteinsdóttir Aðsend/Rósa Rún „Við vorum fljót að átta okkur á því að þarna væri eitthvert vandamál og að eitthvað hefði verið gert vitlaust á byggingarstigi. Þetta mál er núna fyrir dómstólum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, en rakaskemmdir hafa fundist í fjölda íbúða á stúdentagörðum í Fossvogi. Húsin voru tekin í notkun á árunum 2009-2010. Árið 2013 komu fram rakaskemmdir í nokkrum íbúðum á Skógarvegi og samkvæmt FS voru þær íbúðir teknar úr leigu ásamt því að fylgst var vel með rakastigi allra íbúðanna. FS höfðaði mál á hendur þeim sem sáu um byggingu húsanna en málið er enn opið. Rebekka segir að allir sem bjuggu í íbúðum þar sem raki mældist yfir mörkum hafi verið upplýstir og að öryggis þeirra hafi verið gætt. „Við höfum lagt áherslu á að gæta öryggis íbúanna, að upplýsa þá sem best og taka svo hvert einasta mál fyrir og ef það er einhver óánægja, að ræða þá sérstaklega við íbúana,“ segir Rebekka.Rakaskemmdir hafa gert vart við sig í stúdentagörðum á Skógarvegi. Lagfæringar eru hafnar. Fréttablaðið/ErnirRósa Rún Aðalsteinsdóttir bjó ásamt fjölskyldu sinni á Skógarvegi 18 árin 2016-2017. Hún varð vör við „svartar loðnar rákir“ meðfram öllum gluggum í íbúðinni og hafði samband við Félagsstofnun Stúdenta í það minnsta í fjögur skipti til að leita bóta á ástandi íbúðarinnar. Svörin sem hún fékk voru að lofta betur út í íbúðinni. „FS kom svo heim til okkar til þess að athuga með rakastig og ástand íbúðarinnar, sögðu það almennt „tékk“. Ég fékk aldrei neitt út úr þessum mælingum,“ segir Rósa. Hún flutti skömmu síðar þá komin með nóg af ástandinu. „Mér leið aldrei vel þarna inni og við flúðum án þess að fá nokkur svör.“ Íbúðin sem Rósa bjó í hefur staðið tóm frá því um mitt sumar 2017, eða í tæp tvö ár. Í janúar árið 2019 fékk FS leyfi til þess að hefjast handa við framkvæmdir í húsunum á Skógarvegi en leyfi hafði ekki fengist fyrr því dómsmál FS og verktakanna sem sáu um byggingu húsanna er enn opið í dómskerfinu. „Við fengum núna í vetur loksins leyfi til þess að hefjast handa en við vorum búin að taka talsvert af íbúðum úr leigu þar sem að raki mældist þannig að við vildum ekki að fólk byggi í íbúðunum,“ segir Rebekka. Rósa og fjölskylda hennar fengu aldrei upplýsingar um það hvort raki hefði mælst yfir mörkum í íbúðinni en þar sem ekki hefur verið búið í íbúðinni síðastliðin tvö ár segir Rósa að telja megi líklegt að þar hafi verð raki eða mygla. „Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna eftir að ég flyt út að ég tek smá rúnt þarna til að forvitnast og þá sé ég að það er allt plastað og einangrað. Við það varð ég brjáluð. Ég var búin að búa þarna með tvö börn og annað þeirra var þá ungbarn. Ég flutti út tveimur árum áður en framkvæmdir hófust svo ekki er það ástæðan fyrir því að íbúðin hefur staðið tóm.“ Mikil óánægja hefur ríkt á meðal íbúanna á Skógarvegi þrátt fyrir að þeir taki framkvæmdunum fagnandi. Margir tala um að upplýsingaflæði sé ekki gott og reynt hafi verið að hylma yfir alvarleika málsins. Íbúarnir sem Fréttablaðið hafði samband við vildu ekki koma fram undir nafni við gerð fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
„Við vorum fljót að átta okkur á því að þarna væri eitthvert vandamál og að eitthvað hefði verið gert vitlaust á byggingarstigi. Þetta mál er núna fyrir dómstólum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, en rakaskemmdir hafa fundist í fjölda íbúða á stúdentagörðum í Fossvogi. Húsin voru tekin í notkun á árunum 2009-2010. Árið 2013 komu fram rakaskemmdir í nokkrum íbúðum á Skógarvegi og samkvæmt FS voru þær íbúðir teknar úr leigu ásamt því að fylgst var vel með rakastigi allra íbúðanna. FS höfðaði mál á hendur þeim sem sáu um byggingu húsanna en málið er enn opið. Rebekka segir að allir sem bjuggu í íbúðum þar sem raki mældist yfir mörkum hafi verið upplýstir og að öryggis þeirra hafi verið gætt. „Við höfum lagt áherslu á að gæta öryggis íbúanna, að upplýsa þá sem best og taka svo hvert einasta mál fyrir og ef það er einhver óánægja, að ræða þá sérstaklega við íbúana,“ segir Rebekka.Rakaskemmdir hafa gert vart við sig í stúdentagörðum á Skógarvegi. Lagfæringar eru hafnar. Fréttablaðið/ErnirRósa Rún Aðalsteinsdóttir bjó ásamt fjölskyldu sinni á Skógarvegi 18 árin 2016-2017. Hún varð vör við „svartar loðnar rákir“ meðfram öllum gluggum í íbúðinni og hafði samband við Félagsstofnun Stúdenta í það minnsta í fjögur skipti til að leita bóta á ástandi íbúðarinnar. Svörin sem hún fékk voru að lofta betur út í íbúðinni. „FS kom svo heim til okkar til þess að athuga með rakastig og ástand íbúðarinnar, sögðu það almennt „tékk“. Ég fékk aldrei neitt út úr þessum mælingum,“ segir Rósa. Hún flutti skömmu síðar þá komin með nóg af ástandinu. „Mér leið aldrei vel þarna inni og við flúðum án þess að fá nokkur svör.“ Íbúðin sem Rósa bjó í hefur staðið tóm frá því um mitt sumar 2017, eða í tæp tvö ár. Í janúar árið 2019 fékk FS leyfi til þess að hefjast handa við framkvæmdir í húsunum á Skógarvegi en leyfi hafði ekki fengist fyrr því dómsmál FS og verktakanna sem sáu um byggingu húsanna er enn opið í dómskerfinu. „Við fengum núna í vetur loksins leyfi til þess að hefjast handa en við vorum búin að taka talsvert af íbúðum úr leigu þar sem að raki mældist þannig að við vildum ekki að fólk byggi í íbúðunum,“ segir Rebekka. Rósa og fjölskylda hennar fengu aldrei upplýsingar um það hvort raki hefði mælst yfir mörkum í íbúðinni en þar sem ekki hefur verið búið í íbúðinni síðastliðin tvö ár segir Rósa að telja megi líklegt að þar hafi verð raki eða mygla. „Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna eftir að ég flyt út að ég tek smá rúnt þarna til að forvitnast og þá sé ég að það er allt plastað og einangrað. Við það varð ég brjáluð. Ég var búin að búa þarna með tvö börn og annað þeirra var þá ungbarn. Ég flutti út tveimur árum áður en framkvæmdir hófust svo ekki er það ástæðan fyrir því að íbúðin hefur staðið tóm.“ Mikil óánægja hefur ríkt á meðal íbúanna á Skógarvegi þrátt fyrir að þeir taki framkvæmdunum fagnandi. Margir tala um að upplýsingaflæði sé ekki gott og reynt hafi verið að hylma yfir alvarleika málsins. Íbúarnir sem Fréttablaðið hafði samband við vildu ekki koma fram undir nafni við gerð fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira