Bjuggu með ungbarn sitt í rakaskemmdri stúdentaíbúð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. júní 2019 06:15 Rósa Rún Aðalsteinsdóttir Aðsend/Rósa Rún „Við vorum fljót að átta okkur á því að þarna væri eitthvert vandamál og að eitthvað hefði verið gert vitlaust á byggingarstigi. Þetta mál er núna fyrir dómstólum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, en rakaskemmdir hafa fundist í fjölda íbúða á stúdentagörðum í Fossvogi. Húsin voru tekin í notkun á árunum 2009-2010. Árið 2013 komu fram rakaskemmdir í nokkrum íbúðum á Skógarvegi og samkvæmt FS voru þær íbúðir teknar úr leigu ásamt því að fylgst var vel með rakastigi allra íbúðanna. FS höfðaði mál á hendur þeim sem sáu um byggingu húsanna en málið er enn opið. Rebekka segir að allir sem bjuggu í íbúðum þar sem raki mældist yfir mörkum hafi verið upplýstir og að öryggis þeirra hafi verið gætt. „Við höfum lagt áherslu á að gæta öryggis íbúanna, að upplýsa þá sem best og taka svo hvert einasta mál fyrir og ef það er einhver óánægja, að ræða þá sérstaklega við íbúana,“ segir Rebekka.Rakaskemmdir hafa gert vart við sig í stúdentagörðum á Skógarvegi. Lagfæringar eru hafnar. Fréttablaðið/ErnirRósa Rún Aðalsteinsdóttir bjó ásamt fjölskyldu sinni á Skógarvegi 18 árin 2016-2017. Hún varð vör við „svartar loðnar rákir“ meðfram öllum gluggum í íbúðinni og hafði samband við Félagsstofnun Stúdenta í það minnsta í fjögur skipti til að leita bóta á ástandi íbúðarinnar. Svörin sem hún fékk voru að lofta betur út í íbúðinni. „FS kom svo heim til okkar til þess að athuga með rakastig og ástand íbúðarinnar, sögðu það almennt „tékk“. Ég fékk aldrei neitt út úr þessum mælingum,“ segir Rósa. Hún flutti skömmu síðar þá komin með nóg af ástandinu. „Mér leið aldrei vel þarna inni og við flúðum án þess að fá nokkur svör.“ Íbúðin sem Rósa bjó í hefur staðið tóm frá því um mitt sumar 2017, eða í tæp tvö ár. Í janúar árið 2019 fékk FS leyfi til þess að hefjast handa við framkvæmdir í húsunum á Skógarvegi en leyfi hafði ekki fengist fyrr því dómsmál FS og verktakanna sem sáu um byggingu húsanna er enn opið í dómskerfinu. „Við fengum núna í vetur loksins leyfi til þess að hefjast handa en við vorum búin að taka talsvert af íbúðum úr leigu þar sem að raki mældist þannig að við vildum ekki að fólk byggi í íbúðunum,“ segir Rebekka. Rósa og fjölskylda hennar fengu aldrei upplýsingar um það hvort raki hefði mælst yfir mörkum í íbúðinni en þar sem ekki hefur verið búið í íbúðinni síðastliðin tvö ár segir Rósa að telja megi líklegt að þar hafi verð raki eða mygla. „Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna eftir að ég flyt út að ég tek smá rúnt þarna til að forvitnast og þá sé ég að það er allt plastað og einangrað. Við það varð ég brjáluð. Ég var búin að búa þarna með tvö börn og annað þeirra var þá ungbarn. Ég flutti út tveimur árum áður en framkvæmdir hófust svo ekki er það ástæðan fyrir því að íbúðin hefur staðið tóm.“ Mikil óánægja hefur ríkt á meðal íbúanna á Skógarvegi þrátt fyrir að þeir taki framkvæmdunum fagnandi. Margir tala um að upplýsingaflæði sé ekki gott og reynt hafi verið að hylma yfir alvarleika málsins. Íbúarnir sem Fréttablaðið hafði samband við vildu ekki koma fram undir nafni við gerð fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Við vorum fljót að átta okkur á því að þarna væri eitthvert vandamál og að eitthvað hefði verið gert vitlaust á byggingarstigi. Þetta mál er núna fyrir dómstólum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, en rakaskemmdir hafa fundist í fjölda íbúða á stúdentagörðum í Fossvogi. Húsin voru tekin í notkun á árunum 2009-2010. Árið 2013 komu fram rakaskemmdir í nokkrum íbúðum á Skógarvegi og samkvæmt FS voru þær íbúðir teknar úr leigu ásamt því að fylgst var vel með rakastigi allra íbúðanna. FS höfðaði mál á hendur þeim sem sáu um byggingu húsanna en málið er enn opið. Rebekka segir að allir sem bjuggu í íbúðum þar sem raki mældist yfir mörkum hafi verið upplýstir og að öryggis þeirra hafi verið gætt. „Við höfum lagt áherslu á að gæta öryggis íbúanna, að upplýsa þá sem best og taka svo hvert einasta mál fyrir og ef það er einhver óánægja, að ræða þá sérstaklega við íbúana,“ segir Rebekka.Rakaskemmdir hafa gert vart við sig í stúdentagörðum á Skógarvegi. Lagfæringar eru hafnar. Fréttablaðið/ErnirRósa Rún Aðalsteinsdóttir bjó ásamt fjölskyldu sinni á Skógarvegi 18 árin 2016-2017. Hún varð vör við „svartar loðnar rákir“ meðfram öllum gluggum í íbúðinni og hafði samband við Félagsstofnun Stúdenta í það minnsta í fjögur skipti til að leita bóta á ástandi íbúðarinnar. Svörin sem hún fékk voru að lofta betur út í íbúðinni. „FS kom svo heim til okkar til þess að athuga með rakastig og ástand íbúðarinnar, sögðu það almennt „tékk“. Ég fékk aldrei neitt út úr þessum mælingum,“ segir Rósa. Hún flutti skömmu síðar þá komin með nóg af ástandinu. „Mér leið aldrei vel þarna inni og við flúðum án þess að fá nokkur svör.“ Íbúðin sem Rósa bjó í hefur staðið tóm frá því um mitt sumar 2017, eða í tæp tvö ár. Í janúar árið 2019 fékk FS leyfi til þess að hefjast handa við framkvæmdir í húsunum á Skógarvegi en leyfi hafði ekki fengist fyrr því dómsmál FS og verktakanna sem sáu um byggingu húsanna er enn opið í dómskerfinu. „Við fengum núna í vetur loksins leyfi til þess að hefjast handa en við vorum búin að taka talsvert af íbúðum úr leigu þar sem að raki mældist þannig að við vildum ekki að fólk byggi í íbúðunum,“ segir Rebekka. Rósa og fjölskylda hennar fengu aldrei upplýsingar um það hvort raki hefði mælst yfir mörkum í íbúðinni en þar sem ekki hefur verið búið í íbúðinni síðastliðin tvö ár segir Rósa að telja megi líklegt að þar hafi verð raki eða mygla. „Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna eftir að ég flyt út að ég tek smá rúnt þarna til að forvitnast og þá sé ég að það er allt plastað og einangrað. Við það varð ég brjáluð. Ég var búin að búa þarna með tvö börn og annað þeirra var þá ungbarn. Ég flutti út tveimur árum áður en framkvæmdir hófust svo ekki er það ástæðan fyrir því að íbúðin hefur staðið tóm.“ Mikil óánægja hefur ríkt á meðal íbúanna á Skógarvegi þrátt fyrir að þeir taki framkvæmdunum fagnandi. Margir tala um að upplýsingaflæði sé ekki gott og reynt hafi verið að hylma yfir alvarleika málsins. Íbúarnir sem Fréttablaðið hafði samband við vildu ekki koma fram undir nafni við gerð fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira