Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2019 19:56 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögreglan sé of fáliðuð, það vanti mannskap í rannsóknir og fé til að þjálfa starfsfólk embættisins. Einn milljarð vanti hið minnsta. Skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra dró upp dökka mynd af glæpastarfsemi hér á landi. Þar er greint frá að umsvif erlendra glæpahópa hafi farið vaxandi, þar á meðal á sviði fíkniefnaviðskipta. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku benti aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra á að ef ekkert verði gert muni starfsemin aukast enn frekar. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna frumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að frekara fjármagn þurfi til löggæslu. Í þættinum Bítinu sagði Helga Vala Helgadóttir skýrsluna gefa til kynna að lögreglan hafi verið fjársvelt: „Það eru færri lögreglumenn að störfum núna en voru fyrir hrun við erum samt með umtalsvert fleiri ferðamenn og fleiri íbúa og miklu erfiðari verkefni í rauninni.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókst á við Helgu Völu um málið og benti á að fjármagn hafi verið aukið til lögreglunnar síðustu ár. „Hins vegar er það það, að lögreglan stjórnar því hvert peningarnir fara. Hvort að við þurfum meiri mannafla eða ekki. Þeir stjórna því. Ég er bara að segja að við höfum talsvert aukið fjármagn í löggæslumál á undanförnum árum og misserum.“ Helga Vala var honum ekki sammála og benti á að þyrla Landhelgisgæslunnar væri reiknuð inn í þá tölu: „Nú skulum við segja satt og ekki satt, þegar Brynjar og hans flokksfélagar tala um aukið fjármagn til löggæslu þá eru þeir með þyrlu til Landhelgisgæslunnar inni í þeirri tölu. Það er bara þannig.“ „Það er þannig, því að þetta er inni í sama menginu í fjárlögum og fjármálaáætlun, þar eru þyrlukaup Landhelgisgæslunnar inni í. Gæslan og lögreglan saman, í sama málaflokki. Ef við horfum á tölurnar þá hefur löggæslumönnum fækkað mjög mikið, um 300 lögreglumenn. Það þarf einn milljarð í innspýtingu til að ná lögreglumönnum upp í þann fjölda sem er ásættanlegur. Það er staðreynd sem ekki er hægt að neita,“ bætti Helga Vala við. Alþingi Bítið Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögreglan sé of fáliðuð, það vanti mannskap í rannsóknir og fé til að þjálfa starfsfólk embættisins. Einn milljarð vanti hið minnsta. Skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra dró upp dökka mynd af glæpastarfsemi hér á landi. Þar er greint frá að umsvif erlendra glæpahópa hafi farið vaxandi, þar á meðal á sviði fíkniefnaviðskipta. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku benti aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra á að ef ekkert verði gert muni starfsemin aukast enn frekar. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna frumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að frekara fjármagn þurfi til löggæslu. Í þættinum Bítinu sagði Helga Vala Helgadóttir skýrsluna gefa til kynna að lögreglan hafi verið fjársvelt: „Það eru færri lögreglumenn að störfum núna en voru fyrir hrun við erum samt með umtalsvert fleiri ferðamenn og fleiri íbúa og miklu erfiðari verkefni í rauninni.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókst á við Helgu Völu um málið og benti á að fjármagn hafi verið aukið til lögreglunnar síðustu ár. „Hins vegar er það það, að lögreglan stjórnar því hvert peningarnir fara. Hvort að við þurfum meiri mannafla eða ekki. Þeir stjórna því. Ég er bara að segja að við höfum talsvert aukið fjármagn í löggæslumál á undanförnum árum og misserum.“ Helga Vala var honum ekki sammála og benti á að þyrla Landhelgisgæslunnar væri reiknuð inn í þá tölu: „Nú skulum við segja satt og ekki satt, þegar Brynjar og hans flokksfélagar tala um aukið fjármagn til löggæslu þá eru þeir með þyrlu til Landhelgisgæslunnar inni í þeirri tölu. Það er bara þannig.“ „Það er þannig, því að þetta er inni í sama menginu í fjárlögum og fjármálaáætlun, þar eru þyrlukaup Landhelgisgæslunnar inni í. Gæslan og lögreglan saman, í sama málaflokki. Ef við horfum á tölurnar þá hefur löggæslumönnum fækkað mjög mikið, um 300 lögreglumenn. Það þarf einn milljarð í innspýtingu til að ná lögreglumönnum upp í þann fjölda sem er ásættanlegur. Það er staðreynd sem ekki er hægt að neita,“ bætti Helga Vala við.
Alþingi Bítið Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30