Björgunarsveitarmanni ekki vikið úr starfi þrátt fyrir nauðgunarkæru Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2019 18:48 Björgunarsveitarmanni hjá Landsbjörg, sem annar félagsmaður kærði fyrir nauðgun, var ekki vikið úr sveitinni meðan rannsókn á málinu fór fram. Málið er nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Kærandi í málinu fann sig knúna til að hætta í félagsskapnum og segir framkvæmdastjóri Landsbjargar það vera dapurlegt. Í janúar í fyrra kærði félagsmaður Landsbjargar annan félagsmanna til lögreglu fyrir nauðgun. Meintur gerandi og þolandi voru ekki í sömu björgunarsveit og átti meint nauðgun sér ekki stað á viðburði tengdum félaginu. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, stafestir að lögreglan hafi verið með til rannsóknar kynferðisbrot þar sem báðir aðilar höfðu tekið þátt í starfi björgunarsveita. Málið sé nú komið í ákærumeðferð til héraðssaksóknara. Þolandi í málinu, sem er ung kona, tilkynnti um meint brot til framkvæmdastjóra félagsins síðastliðið haust. Umræða skapaðist um málið á lokuðum Facebook-hópi félagsmanna í gær þar sem gefið var í skyn að framkvæmdastjórinn hefði þaggað málið niður. „Það er sárt að fá slíkar ávirðingar en ef við fáum tilkynningar um mál þess eðlis þá tökum við þau, ræðum þau og tilkynnum viðkomandi einingum eða forsvarsmönnum eininga félagsins um þau. Það var gert,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Manninum var ekki vikið úr félaginu á meðan rannsókn málsins var í gangi. Jón segir að hver eining eða björgunarsveit innan félagsins sé sjálfstæð og hann geti ekki svarað því á hvaða grundvelli sú ákvörðun var tekin. „[Það er á] stjórn hverrar einingar að ákveða hvort að bregðast þurfi við.“ Formaður björgunarsveitarinnar sem um ræðir segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Þolandinn í málinu sagði sig frá félagsskapnum en hún er sögð hafa verið öflugur liðsmaður. „Það er náttúrulega mjög dapurlegt og hreint ömurlegt ef að þolendur í svona atvikum hrökklast úr starfinu.“ Jón segir að í siðareglum félagsins segi að ofbeldi sé ekki liðið. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa gegn því.“ Í maí hafi siðareglur verið endurskoðaðar og ákveðið stofna siðanefnd félagsins. Björgunarsveitir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Björgunarsveitarmanni hjá Landsbjörg, sem annar félagsmaður kærði fyrir nauðgun, var ekki vikið úr sveitinni meðan rannsókn á málinu fór fram. Málið er nú til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Kærandi í málinu fann sig knúna til að hætta í félagsskapnum og segir framkvæmdastjóri Landsbjargar það vera dapurlegt. Í janúar í fyrra kærði félagsmaður Landsbjargar annan félagsmanna til lögreglu fyrir nauðgun. Meintur gerandi og þolandi voru ekki í sömu björgunarsveit og átti meint nauðgun sér ekki stað á viðburði tengdum félaginu. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, stafestir að lögreglan hafi verið með til rannsóknar kynferðisbrot þar sem báðir aðilar höfðu tekið þátt í starfi björgunarsveita. Málið sé nú komið í ákærumeðferð til héraðssaksóknara. Þolandi í málinu, sem er ung kona, tilkynnti um meint brot til framkvæmdastjóra félagsins síðastliðið haust. Umræða skapaðist um málið á lokuðum Facebook-hópi félagsmanna í gær þar sem gefið var í skyn að framkvæmdastjórinn hefði þaggað málið niður. „Það er sárt að fá slíkar ávirðingar en ef við fáum tilkynningar um mál þess eðlis þá tökum við þau, ræðum þau og tilkynnum viðkomandi einingum eða forsvarsmönnum eininga félagsins um þau. Það var gert,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Manninum var ekki vikið úr félaginu á meðan rannsókn málsins var í gangi. Jón segir að hver eining eða björgunarsveit innan félagsins sé sjálfstæð og hann geti ekki svarað því á hvaða grundvelli sú ákvörðun var tekin. „[Það er á] stjórn hverrar einingar að ákveða hvort að bregðast þurfi við.“ Formaður björgunarsveitarinnar sem um ræðir segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Þolandinn í málinu sagði sig frá félagsskapnum en hún er sögð hafa verið öflugur liðsmaður. „Það er náttúrulega mjög dapurlegt og hreint ömurlegt ef að þolendur í svona atvikum hrökklast úr starfinu.“ Jón segir að í siðareglum félagsins segi að ofbeldi sé ekki liðið. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að standa gegn því.“ Í maí hafi siðareglur verið endurskoðaðar og ákveðið stofna siðanefnd félagsins.
Björgunarsveitir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira