Langt þar til þingmenn komast í frí Sveinn Arnarsson skrifar 4. júní 2019 06:15 Stjórnarandstaðan veigrar sér við að beita málþófi vegna aðferða Miðflokksmanna í umræðum um þriðja orkupakkann. Pakkinn er 7. mál á dagskrá í dag. Vísir/Vilhelm Talið er líklegt að Alþingi verði að störfum langt inn í júnímánuð vegna þeirrar pattstöðu sem hefur myndast í þinginu síðustu daga. Engin sátt virðist vera í sjónmáli milli stjórnar og stjórnarandstöðu og á sama tíma velta stjórnarflokkarnir fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á málgleði Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Stór mál bíða afgreiðslu þingsins áður en farið er í sumarfrí. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til umræðu í gær og enn er beðið eftir því að seinni umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 – 2024 hefjist í sölum Alþingis en áætlunin hefur verið rædd á samtals 33 nefndarfundum þingsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þetta mál sem stjórnarandstaðan hefði alla jafna viljað taka góðan tíma í að ræða og þæfa málið í þingsal. Hins vegar veigra stjórnarandstöðuflokkarnir sér nú við að fara þá leið eftir viðstöðulausa umræðu þeirra um þriðja orkupakkann. Að sama skapi er þingmönnum stjórnarandstöðunnar illa við að þurfa að semja um þinglok með Miðflokksmönnum og telja málþóf þeirra ekki á nokkurn hátt styrkja samningsstöðu minnihlutans á þinginu. Stjórnarandstaðan bauð þinginu í gær að að taka mál um breytingar á skerðingum til öryrkja fram fyrir umræður og flýta því. Hins vegar höfnuðu stjórnarliðar þeirri málaleitan sem torveldar því að málið klárist á þessu þingi. Eðlileg umræða um fjármálaáætlun og fjármálastefnu munu líkast til taka dágóðan tíma og heyrst hefur af mikilli óánægju með þjóðarsjóðsfrumvarp Bjarna Benediktssonar. Hins vegar mun þriðji orkupakkinn verða VG og Framsóknarflokknum erfiður. Margir í grasrót Framsóknarflokksins vilja ekki að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Einnig hefur því verið fleygt fram að forystumenn í Framsóknarflokknum vilji ekki að sviðsljósið verði á þriðja orkupakkanum þessa vikuna því um næstu helgi kemur miðstjórn flokksins saman í Bændahöllinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Talið er líklegt að Alþingi verði að störfum langt inn í júnímánuð vegna þeirrar pattstöðu sem hefur myndast í þinginu síðustu daga. Engin sátt virðist vera í sjónmáli milli stjórnar og stjórnarandstöðu og á sama tíma velta stjórnarflokkarnir fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á málgleði Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Stór mál bíða afgreiðslu þingsins áður en farið er í sumarfrí. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til umræðu í gær og enn er beðið eftir því að seinni umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 – 2024 hefjist í sölum Alþingis en áætlunin hefur verið rædd á samtals 33 nefndarfundum þingsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þetta mál sem stjórnarandstaðan hefði alla jafna viljað taka góðan tíma í að ræða og þæfa málið í þingsal. Hins vegar veigra stjórnarandstöðuflokkarnir sér nú við að fara þá leið eftir viðstöðulausa umræðu þeirra um þriðja orkupakkann. Að sama skapi er þingmönnum stjórnarandstöðunnar illa við að þurfa að semja um þinglok með Miðflokksmönnum og telja málþóf þeirra ekki á nokkurn hátt styrkja samningsstöðu minnihlutans á þinginu. Stjórnarandstaðan bauð þinginu í gær að að taka mál um breytingar á skerðingum til öryrkja fram fyrir umræður og flýta því. Hins vegar höfnuðu stjórnarliðar þeirri málaleitan sem torveldar því að málið klárist á þessu þingi. Eðlileg umræða um fjármálaáætlun og fjármálastefnu munu líkast til taka dágóðan tíma og heyrst hefur af mikilli óánægju með þjóðarsjóðsfrumvarp Bjarna Benediktssonar. Hins vegar mun þriðji orkupakkinn verða VG og Framsóknarflokknum erfiður. Margir í grasrót Framsóknarflokksins vilja ekki að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Einnig hefur því verið fleygt fram að forystumenn í Framsóknarflokknum vilji ekki að sviðsljósið verði á þriðja orkupakkanum þessa vikuna því um næstu helgi kemur miðstjórn flokksins saman í Bændahöllinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira