Á fjórða tug Hells Angels-manna handteknir á afmælishátíð samtakanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 16:07 Fimmtíu ár eru frá því að Bretlands-deild Hells Angels var stofnuð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Steve Thorne/Getty Þrjátíu og fjórir meðlimir bifhjólasamtakanna Hells Angels voru hafa verið handteknir í Sussex og Surrey á Englandi. Þúsundir meðlima sækja nú viðburð sem þar er haldinn til þess að halda upp á að fimmtíu ár eru liðin frá því klúbburinn náði fótfestu í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að um þrjú þúsund bifhjólamenn taki þátt í herlegheitunum sem spanna þriggja daga tímabil. Fyrr í vikunni var lögreglunni á svæðinu veitt sérstakt leyfi til þess að stöðva fólk og leita á því innan ákveðins svæðis, í Sussex og Surrey, í þeim tilgangi að uppræta andfélagslega hegðun. Þeir þrjátíu og fjórir sem handteknir hafa verið eru ýmist grunaðir um fíkniefnalagabrot eða ólöglega vörslu skotvopna. Tólf manns hafa þegar verið ákærðir, fimm Þjóðverjar, þrír Ungverjar, auk Frakka, Tékka, Grikkja og Svisslendings. Sjö þeirra sem handteknir hafa fengið skilorðsbundna fangelsisdóma, á meðan aðrir fimm munu koma fyrir dómara í dag. Auk eru þrír í haldi lögreglu en öðrum hefur verði sleppt, ýmist með eða án aðvörunar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í Surrey, Nev Kemp, sagði í samtali við Sky að þeim sem sækja viðburðinn hafi verið gert ljóst að lögreglan myndi ekki líða neina ólöglega eða andfélagslega hegðun. „Þessi helgi, þá sérstaklega laugardagurinn, hefur verið ein sú annasamasta sem þessi tvö lögregluumdæmi hafa upplifað síðastliðna tólf mánuði og við munum halda áfram að reyna að gæta öryggis íbúa og gesta svæðisins eftir fremsta megni.“ Afmælisviðburður Hells Angels í Bretlandi nær hámarki seinna í dag þar sem fjöldi gesta mun aka bifhjólum sínum frá þorpinu Pease Pottage til Brighton, en leiðin þar á milli er rúmir 33 kílómetrar. Bretland England Lögreglumál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Þrjátíu og fjórir meðlimir bifhjólasamtakanna Hells Angels voru hafa verið handteknir í Sussex og Surrey á Englandi. Þúsundir meðlima sækja nú viðburð sem þar er haldinn til þess að halda upp á að fimmtíu ár eru liðin frá því klúbburinn náði fótfestu í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að um þrjú þúsund bifhjólamenn taki þátt í herlegheitunum sem spanna þriggja daga tímabil. Fyrr í vikunni var lögreglunni á svæðinu veitt sérstakt leyfi til þess að stöðva fólk og leita á því innan ákveðins svæðis, í Sussex og Surrey, í þeim tilgangi að uppræta andfélagslega hegðun. Þeir þrjátíu og fjórir sem handteknir hafa verið eru ýmist grunaðir um fíkniefnalagabrot eða ólöglega vörslu skotvopna. Tólf manns hafa þegar verið ákærðir, fimm Þjóðverjar, þrír Ungverjar, auk Frakka, Tékka, Grikkja og Svisslendings. Sjö þeirra sem handteknir hafa fengið skilorðsbundna fangelsisdóma, á meðan aðrir fimm munu koma fyrir dómara í dag. Auk eru þrír í haldi lögreglu en öðrum hefur verði sleppt, ýmist með eða án aðvörunar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í Surrey, Nev Kemp, sagði í samtali við Sky að þeim sem sækja viðburðinn hafi verið gert ljóst að lögreglan myndi ekki líða neina ólöglega eða andfélagslega hegðun. „Þessi helgi, þá sérstaklega laugardagurinn, hefur verið ein sú annasamasta sem þessi tvö lögregluumdæmi hafa upplifað síðastliðna tólf mánuði og við munum halda áfram að reyna að gæta öryggis íbúa og gesta svæðisins eftir fremsta megni.“ Afmælisviðburður Hells Angels í Bretlandi nær hámarki seinna í dag þar sem fjöldi gesta mun aka bifhjólum sínum frá þorpinu Pease Pottage til Brighton, en leiðin þar á milli er rúmir 33 kílómetrar.
Bretland England Lögreglumál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira