Á fjórða tug Hells Angels-manna handteknir á afmælishátíð samtakanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 16:07 Fimmtíu ár eru frá því að Bretlands-deild Hells Angels var stofnuð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Steve Thorne/Getty Þrjátíu og fjórir meðlimir bifhjólasamtakanna Hells Angels voru hafa verið handteknir í Sussex og Surrey á Englandi. Þúsundir meðlima sækja nú viðburð sem þar er haldinn til þess að halda upp á að fimmtíu ár eru liðin frá því klúbburinn náði fótfestu í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að um þrjú þúsund bifhjólamenn taki þátt í herlegheitunum sem spanna þriggja daga tímabil. Fyrr í vikunni var lögreglunni á svæðinu veitt sérstakt leyfi til þess að stöðva fólk og leita á því innan ákveðins svæðis, í Sussex og Surrey, í þeim tilgangi að uppræta andfélagslega hegðun. Þeir þrjátíu og fjórir sem handteknir hafa verið eru ýmist grunaðir um fíkniefnalagabrot eða ólöglega vörslu skotvopna. Tólf manns hafa þegar verið ákærðir, fimm Þjóðverjar, þrír Ungverjar, auk Frakka, Tékka, Grikkja og Svisslendings. Sjö þeirra sem handteknir hafa fengið skilorðsbundna fangelsisdóma, á meðan aðrir fimm munu koma fyrir dómara í dag. Auk eru þrír í haldi lögreglu en öðrum hefur verði sleppt, ýmist með eða án aðvörunar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í Surrey, Nev Kemp, sagði í samtali við Sky að þeim sem sækja viðburðinn hafi verið gert ljóst að lögreglan myndi ekki líða neina ólöglega eða andfélagslega hegðun. „Þessi helgi, þá sérstaklega laugardagurinn, hefur verið ein sú annasamasta sem þessi tvö lögregluumdæmi hafa upplifað síðastliðna tólf mánuði og við munum halda áfram að reyna að gæta öryggis íbúa og gesta svæðisins eftir fremsta megni.“ Afmælisviðburður Hells Angels í Bretlandi nær hámarki seinna í dag þar sem fjöldi gesta mun aka bifhjólum sínum frá þorpinu Pease Pottage til Brighton, en leiðin þar á milli er rúmir 33 kílómetrar. Bretland England Lögreglumál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Þrjátíu og fjórir meðlimir bifhjólasamtakanna Hells Angels voru hafa verið handteknir í Sussex og Surrey á Englandi. Þúsundir meðlima sækja nú viðburð sem þar er haldinn til þess að halda upp á að fimmtíu ár eru liðin frá því klúbburinn náði fótfestu í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að um þrjú þúsund bifhjólamenn taki þátt í herlegheitunum sem spanna þriggja daga tímabil. Fyrr í vikunni var lögreglunni á svæðinu veitt sérstakt leyfi til þess að stöðva fólk og leita á því innan ákveðins svæðis, í Sussex og Surrey, í þeim tilgangi að uppræta andfélagslega hegðun. Þeir þrjátíu og fjórir sem handteknir hafa verið eru ýmist grunaðir um fíkniefnalagabrot eða ólöglega vörslu skotvopna. Tólf manns hafa þegar verið ákærðir, fimm Þjóðverjar, þrír Ungverjar, auk Frakka, Tékka, Grikkja og Svisslendings. Sjö þeirra sem handteknir hafa fengið skilorðsbundna fangelsisdóma, á meðan aðrir fimm munu koma fyrir dómara í dag. Auk eru þrír í haldi lögreglu en öðrum hefur verði sleppt, ýmist með eða án aðvörunar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í Surrey, Nev Kemp, sagði í samtali við Sky að þeim sem sækja viðburðinn hafi verið gert ljóst að lögreglan myndi ekki líða neina ólöglega eða andfélagslega hegðun. „Þessi helgi, þá sérstaklega laugardagurinn, hefur verið ein sú annasamasta sem þessi tvö lögregluumdæmi hafa upplifað síðastliðna tólf mánuði og við munum halda áfram að reyna að gæta öryggis íbúa og gesta svæðisins eftir fremsta megni.“ Afmælisviðburður Hells Angels í Bretlandi nær hámarki seinna í dag þar sem fjöldi gesta mun aka bifhjólum sínum frá þorpinu Pease Pottage til Brighton, en leiðin þar á milli er rúmir 33 kílómetrar.
Bretland England Lögreglumál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira