16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júní 2019 19:52 Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. Ganga dagsins hjá Evu hófst á Eyrarbakka í morgun og fékk hún nokkrar góðar vinkonur til að ganga með sér en hún reiknar með að ganga um 35 kílómetra á dag. Eva hóf gönguferðina fyrir þremur dögum frá Hafnarfirði, sem er heimabærinn hennar. „Bróðir minn er langveikur með hjartagalla og Barnaspítalinn hefur hjálpað okkur ótrúlega mikið og ég er að labba þessa ferð til að styrkja Barnaspítalann og gefa smá til baka fyrir móttökur þeirra“, segir Eva. Eva segir að allir séu velkomnir að ganga með henni, styttri eða lengri vegalengdir. „Já, ég er bara 16 ára, fædd 2002, ég verð 17 ára í ágúst svo ég er að verða eldri. Ég er bara í mjög góðu formi myndi ég segja, ég er búin að labba á Eyrarbakka, maður þarf að vera í góðu formi til að geta það, er það ekki?“ segir Eva og skellihlær.En hvað er hringurinn nákvæmlega langur og hvað eru þetta mörg skref?„Hann er um það bil eitt þúsund og fimm hundruð kílómetrar. Þetta á eftir að taka svona fimmtíu daga, þetta er svona fjögur þúsund skref sem ég er að ganga á dag“.Berglind Sigurðardóttir, Mamma Evu munu fylgja henni hringinn og vera til staðar ef eitthvað er. En hvernig slær mömmuhjartað við upphafi hringferðarinnar?„Hún er náttúrulega rosalega dugleg svo ég veit að hún getur þetta. Ef ef einhver skyldi geta þetta þá er það hún, ég myndi aldrei gera þetta sjálf“, segir Berglind.Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta lagt inn á eftirfarandi reikning:Bankareikningur:0545-14-001153Kennitala:2908022290 Heilsa Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. Ganga dagsins hjá Evu hófst á Eyrarbakka í morgun og fékk hún nokkrar góðar vinkonur til að ganga með sér en hún reiknar með að ganga um 35 kílómetra á dag. Eva hóf gönguferðina fyrir þremur dögum frá Hafnarfirði, sem er heimabærinn hennar. „Bróðir minn er langveikur með hjartagalla og Barnaspítalinn hefur hjálpað okkur ótrúlega mikið og ég er að labba þessa ferð til að styrkja Barnaspítalann og gefa smá til baka fyrir móttökur þeirra“, segir Eva. Eva segir að allir séu velkomnir að ganga með henni, styttri eða lengri vegalengdir. „Já, ég er bara 16 ára, fædd 2002, ég verð 17 ára í ágúst svo ég er að verða eldri. Ég er bara í mjög góðu formi myndi ég segja, ég er búin að labba á Eyrarbakka, maður þarf að vera í góðu formi til að geta það, er það ekki?“ segir Eva og skellihlær.En hvað er hringurinn nákvæmlega langur og hvað eru þetta mörg skref?„Hann er um það bil eitt þúsund og fimm hundruð kílómetrar. Þetta á eftir að taka svona fimmtíu daga, þetta er svona fjögur þúsund skref sem ég er að ganga á dag“.Berglind Sigurðardóttir, Mamma Evu munu fylgja henni hringinn og vera til staðar ef eitthvað er. En hvernig slær mömmuhjartað við upphafi hringferðarinnar?„Hún er náttúrulega rosalega dugleg svo ég veit að hún getur þetta. Ef ef einhver skyldi geta þetta þá er það hún, ég myndi aldrei gera þetta sjálf“, segir Berglind.Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta lagt inn á eftirfarandi reikning:Bankareikningur:0545-14-001153Kennitala:2908022290
Heilsa Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira