Youtube-stjarna opnar sig um kynhneigð sína í einlægu myndbandi Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 09:58 Eugene Lee Yang á fjáröflunarsamkomu fyrir The Trevor Project. Vísir/Getty Eugene Lee Yang opnar sig í fyrsta sinn um kynhneigð sína í nýju myndbandi en hann hefur slegið í gegn sem hluti af hópnum The Try Guys á Buzzfeed. Hópurinn gefur út þætti þar sem þeir prófa allt á milli himins og jarðar, allt frá hárvörum yfir í það að smakka allan matseðilinn á KFC.Yang, sem er 33 ára gamall, ólst upp í Texas og er af asískum uppruna. Hann segir bakgrunn sinn hafa gert sér erfitt fyrir að horfast í augu við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður maður. Í samtali við The Advocate segir Lee að hann hafi fljótlega gert sér grein fyrir því að hann væri í það minnsta í einhverskonar jaðarhópi. „Ég var áður að vinna úr þeirri staðreynd að ég vissi ekki að ég væri asískur í mörg ár. Einu skilaboðin um það voru frá jafnöldrum mínum á neikvæðan hátt og það lét mig sjálfkrafa detta inn í það hugarfar að mér fannst ég öðruvísi. Öryggi mitt var aldrei eitthvað sem ég tók sem gefnum hlut,“ segir Lee. Hann segir þá upplifun hafa litað hvernig hann horfði á kynhneigð sína því hann hafði áður horft upp á þá meðferð sem hinsegin krakkar fengu í skólanum sínum og það hafi ekki verið falleg sjón. „Það var mikið í samfélaginu sem ýttu mér í þá átt að fara mjög varlega.“Myndbandið gert til þess að vekja athygli á sjálfsvígum hinsegin ungmenna Nú eru fjórir dagar síðan myndbandið var birt á YouTube og hefur það fengið hátt í tíu milljónir áhorfa. Lee er handritshöfundur, leikstjóri og danshöfundur myndbandsins en í myndbandinu tjáir hann sig alfarið í gegnum dans við undirspil lagsins A Moment Apart.Myndbandið heitir einfaldlega I‘m Gay og segir Lee það vera hann að tjá sig á afar persónulegan hátt. Þá er myndbandið einnig fjáröflunarverkefni fyrir The Trevor Project sem vinnur að því að fækka sjálfsvígum á meðal hinsegin ungmenna og hafa nú þegar safnast yfir 65 þúsund dollarar í þágu verkefnisins. „Ég hélt aftur af mér vegna ótta og skammar sem kom í kjölfar bakgrunns míns en ég lofa að gefa ykkur allan minn sannleika í því sem ég geri í framtíðinni,“ segir Lee.I created this music video as my personal way of coming out as a proud gay man who has many unheard, specific stories to tell. I withheld because of fear and shame shaped by my background but I promise to give my full truth in the rest of my life's work.https://t.co/bLTX7c4fwvpic.twitter.com/0nLLAWR5FC — Eugene Lee Yang (@EugeneLeeYang) June 15, 2019 Hinsegin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Sjá meira
Eugene Lee Yang opnar sig í fyrsta sinn um kynhneigð sína í nýju myndbandi en hann hefur slegið í gegn sem hluti af hópnum The Try Guys á Buzzfeed. Hópurinn gefur út þætti þar sem þeir prófa allt á milli himins og jarðar, allt frá hárvörum yfir í það að smakka allan matseðilinn á KFC.Yang, sem er 33 ára gamall, ólst upp í Texas og er af asískum uppruna. Hann segir bakgrunn sinn hafa gert sér erfitt fyrir að horfast í augu við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður maður. Í samtali við The Advocate segir Lee að hann hafi fljótlega gert sér grein fyrir því að hann væri í það minnsta í einhverskonar jaðarhópi. „Ég var áður að vinna úr þeirri staðreynd að ég vissi ekki að ég væri asískur í mörg ár. Einu skilaboðin um það voru frá jafnöldrum mínum á neikvæðan hátt og það lét mig sjálfkrafa detta inn í það hugarfar að mér fannst ég öðruvísi. Öryggi mitt var aldrei eitthvað sem ég tók sem gefnum hlut,“ segir Lee. Hann segir þá upplifun hafa litað hvernig hann horfði á kynhneigð sína því hann hafði áður horft upp á þá meðferð sem hinsegin krakkar fengu í skólanum sínum og það hafi ekki verið falleg sjón. „Það var mikið í samfélaginu sem ýttu mér í þá átt að fara mjög varlega.“Myndbandið gert til þess að vekja athygli á sjálfsvígum hinsegin ungmenna Nú eru fjórir dagar síðan myndbandið var birt á YouTube og hefur það fengið hátt í tíu milljónir áhorfa. Lee er handritshöfundur, leikstjóri og danshöfundur myndbandsins en í myndbandinu tjáir hann sig alfarið í gegnum dans við undirspil lagsins A Moment Apart.Myndbandið heitir einfaldlega I‘m Gay og segir Lee það vera hann að tjá sig á afar persónulegan hátt. Þá er myndbandið einnig fjáröflunarverkefni fyrir The Trevor Project sem vinnur að því að fækka sjálfsvígum á meðal hinsegin ungmenna og hafa nú þegar safnast yfir 65 þúsund dollarar í þágu verkefnisins. „Ég hélt aftur af mér vegna ótta og skammar sem kom í kjölfar bakgrunns míns en ég lofa að gefa ykkur allan minn sannleika í því sem ég geri í framtíðinni,“ segir Lee.I created this music video as my personal way of coming out as a proud gay man who has many unheard, specific stories to tell. I withheld because of fear and shame shaped by my background but I promise to give my full truth in the rest of my life's work.https://t.co/bLTX7c4fwvpic.twitter.com/0nLLAWR5FC — Eugene Lee Yang (@EugeneLeeYang) June 15, 2019
Hinsegin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Sjá meira