Sumarhreinsun fram undan hjá Solskjær á Old Trafford Hjörvar Ólafsson skrifar 19. júní 2019 15:00 Það er strembið verkefni sem býður Ole Gunnar Solskjær næstu árin við að byggja upp lið sem á að geta gert atlögu að titlum næstu árin. Óvíst er hvert framhaldið er hjá stærstu stjörnum liðsins og gamall leikmannahópur liðsins þarf nauðsynlega á endurnýjun að halda vísir/getty Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær bíður ærið verkefni á Old Trafford í sumar en þar þarf hann að reisa við laskað stórveldi sem leikur utan Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla næsta vetur og hefur undanfarin ár verið fjarri því að vera líklegur kandídat til þess að berjast um enska meistaratitilinn. Stórstjörnur United stóðu sig fæstar í stykkinu á síðustu leiktíð og útlit er fyrir að ný sveit muni mæta til Manchester og fá þá ábyrgð á sínar herðar að færa bros á varir stuðningsmanna Manchester United. Þessa stundina er óvissa um framtíð nokkurra leikmanna sem myndað hafa hryggjarstykkið í liðinu en þeir eiga í samningaviðræðum við Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins. Þannig er óvissa um hvort David De Gea semji til langframa við félagið eður ei, Paul Pogba hefur farið fram á mikla launahækkun til að halda honum hjá félaginu og lýst yfir áhuga á að fá nýja áskorun. Þá er ekki útséð með hvort Marcus Rashford vilji festa sig til framtíðar. Þar að auki hefur verið ýjað að því að Romelu Lukaku og Alexis Sánchez sem áttu að bera uppi sóknarleikinn á síðasta tímabili fari frá félaginu sem þýðir að liðið vantar sárlega góða leikmenn til að leiða sóknina næstu árin. Nú þegar hefur félagið tilkynnt að þjónustu Antonio Valencia og Ander Herrera við félagið sé lokið í bili hið minnsta og spurning hver framtíð leikmanna á borð við Eric Bailly, Marcos Rojo, Matteo Darmian, Nemanja Matic, Fred, Juan Mata verður. Ole Gunnar er byrjaður á sumarkaupunum en hann fékk velska vængmanninn Daniel James til liðs við sig frá Swansea City og þá hefur Crystal Palace hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka. Á stuttum tíma hefur erkifjendunum í Manchester City tekist að stinga nágranna sína af og þarf United að styrkja hópinn allverulega í þessum félagaskiptaglugga til að nálgast nágranna sína og erkifjendur. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær bíður ærið verkefni á Old Trafford í sumar en þar þarf hann að reisa við laskað stórveldi sem leikur utan Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla næsta vetur og hefur undanfarin ár verið fjarri því að vera líklegur kandídat til þess að berjast um enska meistaratitilinn. Stórstjörnur United stóðu sig fæstar í stykkinu á síðustu leiktíð og útlit er fyrir að ný sveit muni mæta til Manchester og fá þá ábyrgð á sínar herðar að færa bros á varir stuðningsmanna Manchester United. Þessa stundina er óvissa um framtíð nokkurra leikmanna sem myndað hafa hryggjarstykkið í liðinu en þeir eiga í samningaviðræðum við Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins. Þannig er óvissa um hvort David De Gea semji til langframa við félagið eður ei, Paul Pogba hefur farið fram á mikla launahækkun til að halda honum hjá félaginu og lýst yfir áhuga á að fá nýja áskorun. Þá er ekki útséð með hvort Marcus Rashford vilji festa sig til framtíðar. Þar að auki hefur verið ýjað að því að Romelu Lukaku og Alexis Sánchez sem áttu að bera uppi sóknarleikinn á síðasta tímabili fari frá félaginu sem þýðir að liðið vantar sárlega góða leikmenn til að leiða sóknina næstu árin. Nú þegar hefur félagið tilkynnt að þjónustu Antonio Valencia og Ander Herrera við félagið sé lokið í bili hið minnsta og spurning hver framtíð leikmanna á borð við Eric Bailly, Marcos Rojo, Matteo Darmian, Nemanja Matic, Fred, Juan Mata verður. Ole Gunnar er byrjaður á sumarkaupunum en hann fékk velska vængmanninn Daniel James til liðs við sig frá Swansea City og þá hefur Crystal Palace hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka. Á stuttum tíma hefur erkifjendunum í Manchester City tekist að stinga nágranna sína af og þarf United að styrkja hópinn allverulega í þessum félagaskiptaglugga til að nálgast nágranna sína og erkifjendur.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira