Hundrað ára heiðursfólk fagnaði lífinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2019 16:12 Forsetahjónin ásamt ellefu manns sem fagna 100 ára afmæli á árinu. Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal gesta og ávarpaði samkomuna. Það gerði líka Dagný Erla Gunnarsdóttir, fimmtán ára stúlka sem sat þingfund ungmenna á Alþingi í gær. Boðið var upp á afmælisköku og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir gesti. Öllum gestum á Hrafnistu var boðið í veisluna. 25 Íslendingar fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Átján konur og sjö karlar. Flest eru afmælisbörnin búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þeir afmælisgestir sem mættu til viðburðarins stilltu sér upp á hópmynd með forsetahjónunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hrafnista býður landsmönnum til 100 ára afmælisveislu ásamt forseta Íslands og er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Var undirbúningur m.a. unninn í samstarfi við Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira. Vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook.Fjölmennt var á Hrafnistu þar sem boðið var upp á kaffi og með því.Vísir/VilhelmHlustað var á ræðuhöld og fagra tóna.Vísir/VilhelmGlatt á hjalla.Vísir/VilhelmÍbúum á Hrafnistu var öllum boðið til veislunnar.Vísir/VilhelmMargir voru klæddir í sitt fínasta púss.Vísir/VilhelmBlóm og íslenski fáninn voru á hverju borði.Vísir/VilhelmJóhanna Kristín Andrésdóttir (til hægri) ásamt ömmu sinni Jóhönnu Björg Hjaltadóttir sem verður 100 ára þann 17. ágúst.Vísir/VilhelmGuðni skar afmæliskökuna og naut góðrar aðstoðar.Vísir/Vilhelm Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fjölmenni var samankomið á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag þegar boðið var til veislu til heiðurs þeim sem fagna eitt hundrað ára afmæli á árinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal gesta og ávarpaði samkomuna. Það gerði líka Dagný Erla Gunnarsdóttir, fimmtán ára stúlka sem sat þingfund ungmenna á Alþingi í gær. Boðið var upp á afmælisköku og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir gesti. Öllum gestum á Hrafnistu var boðið í veisluna. 25 Íslendingar fagna 100 ára afmæli á þessu ári. Átján konur og sjö karlar. Flest eru afmælisbörnin búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þeir afmælisgestir sem mættu til viðburðarins stilltu sér upp á hópmynd með forsetahjónunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hrafnista býður landsmönnum til 100 ára afmælisveislu ásamt forseta Íslands og er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Var undirbúningur m.a. unninn í samstarfi við Jónas Ragnarsson sem allt frá árinu 2006 hefur haldið úti vefsíðu um langlífa Íslendinga, haldgóð hjónabönd, stóra systkinahópa og fleira. Vettvangur Jónasar er nú vistaður á síðunni Langlífi á Facebook.Fjölmennt var á Hrafnistu þar sem boðið var upp á kaffi og með því.Vísir/VilhelmHlustað var á ræðuhöld og fagra tóna.Vísir/VilhelmGlatt á hjalla.Vísir/VilhelmÍbúum á Hrafnistu var öllum boðið til veislunnar.Vísir/VilhelmMargir voru klæddir í sitt fínasta púss.Vísir/VilhelmBlóm og íslenski fáninn voru á hverju borði.Vísir/VilhelmJóhanna Kristín Andrésdóttir (til hægri) ásamt ömmu sinni Jóhönnu Björg Hjaltadóttir sem verður 100 ára þann 17. ágúst.Vísir/VilhelmGuðni skar afmæliskökuna og naut góðrar aðstoðar.Vísir/Vilhelm
Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira