Opinská og einlæg í viðtali hjá Independent: „Ég þurfti að læra að elska sjálfa mig og líkama minn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2019 13:39 Söngkonan Glowie hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár. Nýja platan hennar, Where I Belong, kom út á dögunum. FBL/Ernir Íslenska söngkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, opnar sig um reynslu sína af því að vera þolandi eineltis og nauðgunar í opinskáu viðtali við breska blaðið Independent. Glowie gaf út plötuna Where I belong þann 14. júní síðastliðinn en á plötunni eru átta lög. Líkamsvirðing er fyrirferðarmikið þema á plötunni en málefnið er henni afar hugleikið því það tók hana langan tíma að taka líkama sinn í sátt eftir erfiðleika í æsku. „Ég var lögð í einelti í skólanum af því ég þótti of horuð,“ segir Glowie í samtali við Independent. Hún segist hafa grennst mikið vegna kvíða sem síðan jókst með eineltinu. „Ég missti matarlystina í nokkra mánuði og léttist mjög hratt. Það var þá sem eineltið versnaði til muna af því ég leit næstum því út eins og beinagrind.“ View this post on InstagramI met up with @lnwyco in London to talk about my passions and inspirations A post shared by Glowie (@itsglowie) on Jun 17, 2019 at 12:42pm PDT Glowie opnaði sig um kynferðisofbeldi í viðtalinu. „Mér var nauðgað þegar ég var unglingur. Stundum gleymi ég að fólki gæti þótt óþægilegt heyra það.“ Hún segir að það hafi haft hræðileg áhrif á sjálfsmyndina að vera notuð eins og kynlífstæki. „Ég hataði þetta. Mér leið eins og verið væri að nota mig. Þetta er bara ógeð – og manni líður eins og maður sér ógeðslegur. Það er hræðileg, hræðileg tilfinning.“ Hún segir að tónlistin hafi hjálpað sér að vinna sig úr erfiðum tilfinningum sem blossuðu upp eftir kynferðisofbeldið. Eitt laganna á nýju plötunni fjallar um þá góðu tilfinningu sem hlýst af því þegar þolandi kynferðisofbeldis nær áfangasigri í sínu bataferli. View this post on InstagramMy new #WhereIBelong EP is out today! This is a collection of songs that are very different but they all tell you a little bit about me. I feel really passionate about each and every song on this EP and I can’t wait to hear your thoughts on it. Link to listen in full is in my bio and my stories as always Let me know which song is your favourite in the comments A post shared by Glowie (@itsglowie) on Jun 14, 2019 at 12:27am PDT Glowie segist hafa fundið innblástur í tíma hjá sálfræðingnum sínum. Skyndilega hafi hún fundið að hún gæti loksins andað léttar og farið að byggja upp sjálfstraustið að nýju. „Ég þurfti að læra að elska sjálfa mig og líkama minn.“ Glowie segir að það hafi tekið hana drjúgan tíma að geta opnað sig um ofbeldið. Hún hafi þó fljótlega áttað sig á því kynferðisofbeldi eigi alls ekki að liggja í þagnargildi. „Ég vil bara fá að vera ég sjálf. Ég vil geta talað um erfiða hluti. Það hjálpar mér að græða sárin og styrkir mig,“ segir Glowie sem bendir á að þannig öðlist aðrir styrk til að segja frá því sem liggur þungt á þeim. Það sé hennar sannfæring að það besta sem hægt sé að gera þegar fólk hefur orðið fyrir hvers konar áfalli sé að opna sig og að leyfa öllu að flæða fram. „Fólk veigrar sér oft við því að opna sig en það er svo mikill léttir sem felst í því. Þér mun líða svo miklu betur, þú verður sterkari fyrir vikið og tilbúin að horfa fram á veginn.“ Glowie segir að tónlistin sé frábært verkfæri til að koma skilaboðum áleiðis og til að vekja umræðu um málefni af ýmsum toga. Líkamsvirðing og eignarhald yfir eigin líkama eru málefni sem eru henni sérstaklega hugleikin. „Ég held að hlutirnir séu að þróast í rétta átt en á sama tíma finnst mér það gerast of hægt. Ég hugsa að það muni líða langur tími þar til við förum að sjá einhvern árangur,“ segir Glowie. Glowie er búsett í Lundúnum en í fyrra skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia. Hún mun hita upp á tónleikum Ed Sheeran á Laugardalsvelli 10. og 11. ágúst í sumar. View this post on InstagramI never thought I’d be writing these words, but I’m going to be supporting the incredible Ed Sheeran @teddysphotos in Iceland in August. This is a dream come true for me and I’m so excited! A post shared by Glowie (@itsglowie) on May 31, 2019 at 7:34am PDT Tónlist Tengdar fréttir Glowie segist hafa verið uppnefnd fyrir að vera „of grönn“ Íslenska tónlistarkonan Glowie segir að hún hafi verið uppnefnd, bæði af börnum og kennurum, fyrir að vera of grönn. 25. janúar 2019 13:35 Ed Sheeran valdi Glowie til að hita upp Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, mun hita upp fyrir Ed Sheeran 10. og 11. ágúst á Laugardalsvellinum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 31. maí 2019 09:11 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Sjá meira
Íslenska söngkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, opnar sig um reynslu sína af því að vera þolandi eineltis og nauðgunar í opinskáu viðtali við breska blaðið Independent. Glowie gaf út plötuna Where I belong þann 14. júní síðastliðinn en á plötunni eru átta lög. Líkamsvirðing er fyrirferðarmikið þema á plötunni en málefnið er henni afar hugleikið því það tók hana langan tíma að taka líkama sinn í sátt eftir erfiðleika í æsku. „Ég var lögð í einelti í skólanum af því ég þótti of horuð,“ segir Glowie í samtali við Independent. Hún segist hafa grennst mikið vegna kvíða sem síðan jókst með eineltinu. „Ég missti matarlystina í nokkra mánuði og léttist mjög hratt. Það var þá sem eineltið versnaði til muna af því ég leit næstum því út eins og beinagrind.“ View this post on InstagramI met up with @lnwyco in London to talk about my passions and inspirations A post shared by Glowie (@itsglowie) on Jun 17, 2019 at 12:42pm PDT Glowie opnaði sig um kynferðisofbeldi í viðtalinu. „Mér var nauðgað þegar ég var unglingur. Stundum gleymi ég að fólki gæti þótt óþægilegt heyra það.“ Hún segir að það hafi haft hræðileg áhrif á sjálfsmyndina að vera notuð eins og kynlífstæki. „Ég hataði þetta. Mér leið eins og verið væri að nota mig. Þetta er bara ógeð – og manni líður eins og maður sér ógeðslegur. Það er hræðileg, hræðileg tilfinning.“ Hún segir að tónlistin hafi hjálpað sér að vinna sig úr erfiðum tilfinningum sem blossuðu upp eftir kynferðisofbeldið. Eitt laganna á nýju plötunni fjallar um þá góðu tilfinningu sem hlýst af því þegar þolandi kynferðisofbeldis nær áfangasigri í sínu bataferli. View this post on InstagramMy new #WhereIBelong EP is out today! This is a collection of songs that are very different but they all tell you a little bit about me. I feel really passionate about each and every song on this EP and I can’t wait to hear your thoughts on it. Link to listen in full is in my bio and my stories as always Let me know which song is your favourite in the comments A post shared by Glowie (@itsglowie) on Jun 14, 2019 at 12:27am PDT Glowie segist hafa fundið innblástur í tíma hjá sálfræðingnum sínum. Skyndilega hafi hún fundið að hún gæti loksins andað léttar og farið að byggja upp sjálfstraustið að nýju. „Ég þurfti að læra að elska sjálfa mig og líkama minn.“ Glowie segir að það hafi tekið hana drjúgan tíma að geta opnað sig um ofbeldið. Hún hafi þó fljótlega áttað sig á því kynferðisofbeldi eigi alls ekki að liggja í þagnargildi. „Ég vil bara fá að vera ég sjálf. Ég vil geta talað um erfiða hluti. Það hjálpar mér að græða sárin og styrkir mig,“ segir Glowie sem bendir á að þannig öðlist aðrir styrk til að segja frá því sem liggur þungt á þeim. Það sé hennar sannfæring að það besta sem hægt sé að gera þegar fólk hefur orðið fyrir hvers konar áfalli sé að opna sig og að leyfa öllu að flæða fram. „Fólk veigrar sér oft við því að opna sig en það er svo mikill léttir sem felst í því. Þér mun líða svo miklu betur, þú verður sterkari fyrir vikið og tilbúin að horfa fram á veginn.“ Glowie segir að tónlistin sé frábært verkfæri til að koma skilaboðum áleiðis og til að vekja umræðu um málefni af ýmsum toga. Líkamsvirðing og eignarhald yfir eigin líkama eru málefni sem eru henni sérstaklega hugleikin. „Ég held að hlutirnir séu að þróast í rétta átt en á sama tíma finnst mér það gerast of hægt. Ég hugsa að það muni líða langur tími þar til við förum að sjá einhvern árangur,“ segir Glowie. Glowie er búsett í Lundúnum en í fyrra skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia. Hún mun hita upp á tónleikum Ed Sheeran á Laugardalsvelli 10. og 11. ágúst í sumar. View this post on InstagramI never thought I’d be writing these words, but I’m going to be supporting the incredible Ed Sheeran @teddysphotos in Iceland in August. This is a dream come true for me and I’m so excited! A post shared by Glowie (@itsglowie) on May 31, 2019 at 7:34am PDT
Tónlist Tengdar fréttir Glowie segist hafa verið uppnefnd fyrir að vera „of grönn“ Íslenska tónlistarkonan Glowie segir að hún hafi verið uppnefnd, bæði af börnum og kennurum, fyrir að vera of grönn. 25. janúar 2019 13:35 Ed Sheeran valdi Glowie til að hita upp Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, mun hita upp fyrir Ed Sheeran 10. og 11. ágúst á Laugardalsvellinum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 31. maí 2019 09:11 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Sjá meira
Glowie segist hafa verið uppnefnd fyrir að vera „of grönn“ Íslenska tónlistarkonan Glowie segir að hún hafi verið uppnefnd, bæði af börnum og kennurum, fyrir að vera of grönn. 25. janúar 2019 13:35
Ed Sheeran valdi Glowie til að hita upp Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, mun hita upp fyrir Ed Sheeran 10. og 11. ágúst á Laugardalsvellinum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 31. maí 2019 09:11
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög