Dave Mustaine, gítarleikari og söngvari sveitarinnar, tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter í gær að hann væri kominn með krabbamein í hálsi.
Hann segist staðráðinn í því að vinna bug á meininu. Hann hafi áður þurft að kljást við erfiðleika. Mustaine segist vera í nánu samstarfi með læknum sínum. Saman hafi þeir teiknað upp meðferðaráætlun en læknar telja að 90% líkur séu á því að hann nái bata að meðferð lokinni.
„Ég er svo þakklátur teyminu mínu, læknunum, hljómsveitarfélögunum, þjálfurum og svo mörgum. Ég mun halda áfram að upplýsa um gang mála,“ sagði Mustaine.
I’ve been diagnosed with throat cancer. It’s clearly something to be respected and faced head on - but I’ve faced obstacles before. I’m working closely with my doctors, and we’ve mapped out a treatment plan which they feel has a 90% success rate... https://t.co/8FBQUmloSfpic.twitter.com/CPuu2UFPv1
— Dave Mustaine (@DaveMustaine) June 17, 2019