Totti hættur hjá Roma: „Þetta er eins og að deyja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 16:30 Totti og Danielle De Rossi. Þeir eru báðir farnir frá Roma. vísir/getty Francesco Totti, leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma, er hættur hjá félaginu sem hann hefur verið hjá í þrjá áratugi. Totti tók við stjórnendastöðu hjá Roma eftir að hann lagði skóna á hilluna vorið 2017. Totti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann gagnrýndi eigendur Roma harðlega og sagði að hann hafi ekki fengið að koma nálægt neinum ákvörðun sem voru teknar hjá félaginu. „Ég fékk aldrei tækifæri til að tjá mig. Þeir héldu mér á hliðarlínunni. Fyrsta árið mitt í starfi var það kannski skiljanlegt en í ár skildi ég hvað þeir vildu. Þeir héldu mér utan við allt,“ sagði Totti. Hann segir að sé erfitt að yfirgefa Roma, miklu erfiðara en þegar hann hætti að spila. „Þetta er miklu verra en að hætta að spila. Að yfirgefa Roma er eins og að deyja. Og það væri örugglega betri ef ég myndi deyja,“ sagði Totti. Hann segir að bandarískir eigendur Roma, sem keyptu félagið 2011, hafi unnið leynt og ljóst að því að losa sig við heimamennina, Rómverjana. „Síðan þeir keyptu félagið hafa þeir gert allt til að ýta okkur til hliðar,“ sagði Totti og bætti við að Roma væri hálf stjórnlaust, enda kæmi aðaleigandinn, James Pallotta, sjaldan til Rómar. „Þegar hann er ekki hérna gera allir það sem þeim sýnist.“ Brotthvarf Totti kemur mánuði eftir að önnur Roma-goðsögn Danielle De Rossi lék sinn síðasta leik fyrir félagið. Samningur hans var ekki endurnýjaður. Roma endaði í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Að því loknu var Paulo Fonseca ráðinn knattspyrnustjóri Roma. Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Einn af bestu sonum Roma lék kveðjuleik sinn fyrir félagið í gær. 27. maí 2019 10:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira
Francesco Totti, leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma, er hættur hjá félaginu sem hann hefur verið hjá í þrjá áratugi. Totti tók við stjórnendastöðu hjá Roma eftir að hann lagði skóna á hilluna vorið 2017. Totti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann gagnrýndi eigendur Roma harðlega og sagði að hann hafi ekki fengið að koma nálægt neinum ákvörðun sem voru teknar hjá félaginu. „Ég fékk aldrei tækifæri til að tjá mig. Þeir héldu mér á hliðarlínunni. Fyrsta árið mitt í starfi var það kannski skiljanlegt en í ár skildi ég hvað þeir vildu. Þeir héldu mér utan við allt,“ sagði Totti. Hann segir að sé erfitt að yfirgefa Roma, miklu erfiðara en þegar hann hætti að spila. „Þetta er miklu verra en að hætta að spila. Að yfirgefa Roma er eins og að deyja. Og það væri örugglega betri ef ég myndi deyja,“ sagði Totti. Hann segir að bandarískir eigendur Roma, sem keyptu félagið 2011, hafi unnið leynt og ljóst að því að losa sig við heimamennina, Rómverjana. „Síðan þeir keyptu félagið hafa þeir gert allt til að ýta okkur til hliðar,“ sagði Totti og bætti við að Roma væri hálf stjórnlaust, enda kæmi aðaleigandinn, James Pallotta, sjaldan til Rómar. „Þegar hann er ekki hérna gera allir það sem þeim sýnist.“ Brotthvarf Totti kemur mánuði eftir að önnur Roma-goðsögn Danielle De Rossi lék sinn síðasta leik fyrir félagið. Samningur hans var ekki endurnýjaður. Roma endaði í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Að því loknu var Paulo Fonseca ráðinn knattspyrnustjóri Roma.
Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Einn af bestu sonum Roma lék kveðjuleik sinn fyrir félagið í gær. 27. maí 2019 10:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira
De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Einn af bestu sonum Roma lék kveðjuleik sinn fyrir félagið í gær. 27. maí 2019 10:00