Totti hættur hjá Roma: „Þetta er eins og að deyja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 16:30 Totti og Danielle De Rossi. Þeir eru báðir farnir frá Roma. vísir/getty Francesco Totti, leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma, er hættur hjá félaginu sem hann hefur verið hjá í þrjá áratugi. Totti tók við stjórnendastöðu hjá Roma eftir að hann lagði skóna á hilluna vorið 2017. Totti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann gagnrýndi eigendur Roma harðlega og sagði að hann hafi ekki fengið að koma nálægt neinum ákvörðun sem voru teknar hjá félaginu. „Ég fékk aldrei tækifæri til að tjá mig. Þeir héldu mér á hliðarlínunni. Fyrsta árið mitt í starfi var það kannski skiljanlegt en í ár skildi ég hvað þeir vildu. Þeir héldu mér utan við allt,“ sagði Totti. Hann segir að sé erfitt að yfirgefa Roma, miklu erfiðara en þegar hann hætti að spila. „Þetta er miklu verra en að hætta að spila. Að yfirgefa Roma er eins og að deyja. Og það væri örugglega betri ef ég myndi deyja,“ sagði Totti. Hann segir að bandarískir eigendur Roma, sem keyptu félagið 2011, hafi unnið leynt og ljóst að því að losa sig við heimamennina, Rómverjana. „Síðan þeir keyptu félagið hafa þeir gert allt til að ýta okkur til hliðar,“ sagði Totti og bætti við að Roma væri hálf stjórnlaust, enda kæmi aðaleigandinn, James Pallotta, sjaldan til Rómar. „Þegar hann er ekki hérna gera allir það sem þeim sýnist.“ Brotthvarf Totti kemur mánuði eftir að önnur Roma-goðsögn Danielle De Rossi lék sinn síðasta leik fyrir félagið. Samningur hans var ekki endurnýjaður. Roma endaði í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Að því loknu var Paulo Fonseca ráðinn knattspyrnustjóri Roma. Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Einn af bestu sonum Roma lék kveðjuleik sinn fyrir félagið í gær. 27. maí 2019 10:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Francesco Totti, leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Roma, er hættur hjá félaginu sem hann hefur verið hjá í þrjá áratugi. Totti tók við stjórnendastöðu hjá Roma eftir að hann lagði skóna á hilluna vorið 2017. Totti hélt blaðamannafund í dag þar sem hann gagnrýndi eigendur Roma harðlega og sagði að hann hafi ekki fengið að koma nálægt neinum ákvörðun sem voru teknar hjá félaginu. „Ég fékk aldrei tækifæri til að tjá mig. Þeir héldu mér á hliðarlínunni. Fyrsta árið mitt í starfi var það kannski skiljanlegt en í ár skildi ég hvað þeir vildu. Þeir héldu mér utan við allt,“ sagði Totti. Hann segir að sé erfitt að yfirgefa Roma, miklu erfiðara en þegar hann hætti að spila. „Þetta er miklu verra en að hætta að spila. Að yfirgefa Roma er eins og að deyja. Og það væri örugglega betri ef ég myndi deyja,“ sagði Totti. Hann segir að bandarískir eigendur Roma, sem keyptu félagið 2011, hafi unnið leynt og ljóst að því að losa sig við heimamennina, Rómverjana. „Síðan þeir keyptu félagið hafa þeir gert allt til að ýta okkur til hliðar,“ sagði Totti og bætti við að Roma væri hálf stjórnlaust, enda kæmi aðaleigandinn, James Pallotta, sjaldan til Rómar. „Þegar hann er ekki hérna gera allir það sem þeim sýnist.“ Brotthvarf Totti kemur mánuði eftir að önnur Roma-goðsögn Danielle De Rossi lék sinn síðasta leik fyrir félagið. Samningur hans var ekki endurnýjaður. Roma endaði í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Að því loknu var Paulo Fonseca ráðinn knattspyrnustjóri Roma.
Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Einn af bestu sonum Roma lék kveðjuleik sinn fyrir félagið í gær. 27. maí 2019 10:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
De Rossi kvaddi Roma með mikilli viðhöfn Einn af bestu sonum Roma lék kveðjuleik sinn fyrir félagið í gær. 27. maí 2019 10:00