Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2019 13:30 Jón Kaldal, sem er talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Mynd/Magnús Hlynur Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þau fyrrnefndu óska eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað en þau síðarnefndu eru hins vegar á því að frestun muni ekki bæta stöðuna. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi og verður henni haldið áfram í dag, samkvæmt dagskrá þingfundar. Gefið hefur verið út að mikill einhugur sé um málið í atvinnuveganefnd. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánFrumvarpið hefur verið umdeilt en síðast í gær sendu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, frá sér yfirlýsingu þar sem áréttað var að fyrirliggjandi frumvarp muni þrengja mjög að rekstrarskilyrðum fiskeldisfyrirtækja og hamla uppbyggingu í greininni. Óska samtökin eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað og mikilvægir þættir þess endurskoðaðir. Samtökin Icelandic Wildlife Fund, sem berjast gegn sjókvíaeldi, hafa einnig lagst gegn frumvarpinu, einkum á grundvelli umhverfissjónarmiða. Jón Kaldal talsmaður samtakanna segir einnig mikilvægt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar verði í höndum vísindamanna og ekki gert pólitískt. Jón tekur þó ekki í sama streng og SFS varðandi frestun á afgreiðslu frumvarpsins. Hann segist ekki viss um að frestun muni hafa nokkur áhrif á stöðuna í ljósi sterkrar stöðu forsvarsmanna fiskeldis hér á landi. „Það er ofboðslegur þrýstingur af hálfu fiskeldisins að ýmis mál verði liðkuð eldi í hag. Við þekkjum mjög vel kraftinn, eða allavega allavega þá miklu fjármuni að baki þessum „lobbýisma“. Og við höfum áhyggjur af því að ef málinu verði frestað þá muni sjónarmið eldisins verða enn sterkari.“ Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. 7. mars 2019 20:30 Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. 6. maí 2014 07:00 Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. 25. apríl 2019 21:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þau fyrrnefndu óska eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað en þau síðarnefndu eru hins vegar á því að frestun muni ekki bæta stöðuna. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi og verður henni haldið áfram í dag, samkvæmt dagskrá þingfundar. Gefið hefur verið út að mikill einhugur sé um málið í atvinnuveganefnd. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.Vísir/stefánFrumvarpið hefur verið umdeilt en síðast í gær sendu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, frá sér yfirlýsingu þar sem áréttað var að fyrirliggjandi frumvarp muni þrengja mjög að rekstrarskilyrðum fiskeldisfyrirtækja og hamla uppbyggingu í greininni. Óska samtökin eftir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað og mikilvægir þættir þess endurskoðaðir. Samtökin Icelandic Wildlife Fund, sem berjast gegn sjókvíaeldi, hafa einnig lagst gegn frumvarpinu, einkum á grundvelli umhverfissjónarmiða. Jón Kaldal talsmaður samtakanna segir einnig mikilvægt að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar verði í höndum vísindamanna og ekki gert pólitískt. Jón tekur þó ekki í sama streng og SFS varðandi frestun á afgreiðslu frumvarpsins. Hann segist ekki viss um að frestun muni hafa nokkur áhrif á stöðuna í ljósi sterkrar stöðu forsvarsmanna fiskeldis hér á landi. „Það er ofboðslegur þrýstingur af hálfu fiskeldisins að ýmis mál verði liðkuð eldi í hag. Við þekkjum mjög vel kraftinn, eða allavega allavega þá miklu fjármuni að baki þessum „lobbýisma“. Og við höfum áhyggjur af því að ef málinu verði frestað þá muni sjónarmið eldisins verða enn sterkari.“
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. 7. mars 2019 20:30 Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. 6. maí 2014 07:00 Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. 25. apríl 2019 21:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. 7. mars 2019 20:30
Telur lagabreytingu ógna lífríki og ímynd landsins Formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins segir fyrirhugaðar breytingar á lögum um fiskeldi skaða lífríkið og ímynd Íslands. Skattgreiðendur taki á sig hundraða milljarða króna ábyrgðir. Breytingarnar eiga að einfalda stjórnsýslu og eftirlit. 6. maí 2014 07:00
Áform um lokað sjókvíaeldi í Eyjafirði sögð í uppnámi Ráðamenn Akvafuture, sem undirbúið hafa laxeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði, óttast að sú vinna sé til einskis vegna fiskeldisfrumvarps sjávarútvegsráðherra. 25. apríl 2019 21:00