Daglegar ábendingar til MAST vegna illrar meðferðar dýra Sveinn Arnarsson skrifar 14. júní 2019 07:15 Gæta þarf að því að hross í vetrharhaga hafi næga beit og vatn. Ef jarðbönn verða þarf að gæta að því að hrossum sé gefið á gaddinn. Alls bárust 99 ábendingar til MAST um hross á síðasta ári. Fréttablaðið/GVA Til Matvælastofnunar (MAST) bárust 468 ábendingar í fyrra frá almenningi um illa meðferð á dýrum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu MAST sem kom út í vikunni. Frá árinu 2017 hafa á þriðja tug mála farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum og er rúmlega helmingur þeirra mál vegna gæludýra einstaklinga. Í ársskýrslu MAST er farið ítarlega yfir störf stofnunarinnar. Þar kemur fram að mikið hefur verið að gera þegar kemur að því að tryggja dýravelferð hér á landi. Almenningur hefur verið duglegur við að benda stofnuninni á illa meðferð á dýrum. „Ljóst er að eftir því sem dýrahaldið er minna sýnilegt almenningi, því færri ábendingar berast stofnuninni um viðkomandi dýrahald,“ segir í ársskýrslunni. „Frá árinu 2017 hafa yfir 20 mál farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum. Rúmlega helmingur af málum varðar gæludýr,“ segir í skýrslunni. Fram kemur einnig að langflestar tilkynningar almennings séu vegna hunda, eða 202 ábendingar alls af þeim 468 sem bárust stofnuninni. Ábendingar vegna illrar meðferðar á búfénaði voru 180, eða 38 prósent allra ábendinga. 62 prósent ábendinga voru um gæludýr. Alls fóru fram sjö vörslusviptingar á árinu og samtals voru eigendur sviptir 58 kindum, 20 hænum, fjórtán hestum og fjórum hundum. Meðal annars þurfti að fella sauðfé á Austurlandi og starfsemi hundaræktar á Suðvesturlandi var stöðvuð á grundvelli dýravelferðar. „Á árinu hafði stofnunin afskipti af fjölda tilvika vegna vanhirðu eða illrar meðferðar dýra og þurfti tíðum að grípa til þvingana, svo sem dagsekta en einnig vörslusviptinga sem er harðasta úrræðið sem stofnunin getur beitt,“ segir í skýrslu MAST. „Vörslusviptingar á árinu náðu til nær allra dýrategunda, sumar viðamiklar og fella þurfti sauðfé á Austurlandi.“ Dýr Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Til Matvælastofnunar (MAST) bárust 468 ábendingar í fyrra frá almenningi um illa meðferð á dýrum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu MAST sem kom út í vikunni. Frá árinu 2017 hafa á þriðja tug mála farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum og er rúmlega helmingur þeirra mál vegna gæludýra einstaklinga. Í ársskýrslu MAST er farið ítarlega yfir störf stofnunarinnar. Þar kemur fram að mikið hefur verið að gera þegar kemur að því að tryggja dýravelferð hér á landi. Almenningur hefur verið duglegur við að benda stofnuninni á illa meðferð á dýrum. „Ljóst er að eftir því sem dýrahaldið er minna sýnilegt almenningi, því færri ábendingar berast stofnuninni um viðkomandi dýrahald,“ segir í ársskýrslunni. „Frá árinu 2017 hafa yfir 20 mál farið í sektarferli vegna vanhirðu eða illrar meðferðar á dýrum. Rúmlega helmingur af málum varðar gæludýr,“ segir í skýrslunni. Fram kemur einnig að langflestar tilkynningar almennings séu vegna hunda, eða 202 ábendingar alls af þeim 468 sem bárust stofnuninni. Ábendingar vegna illrar meðferðar á búfénaði voru 180, eða 38 prósent allra ábendinga. 62 prósent ábendinga voru um gæludýr. Alls fóru fram sjö vörslusviptingar á árinu og samtals voru eigendur sviptir 58 kindum, 20 hænum, fjórtán hestum og fjórum hundum. Meðal annars þurfti að fella sauðfé á Austurlandi og starfsemi hundaræktar á Suðvesturlandi var stöðvuð á grundvelli dýravelferðar. „Á árinu hafði stofnunin afskipti af fjölda tilvika vegna vanhirðu eða illrar meðferðar dýra og þurfti tíðum að grípa til þvingana, svo sem dagsekta en einnig vörslusviptinga sem er harðasta úrræðið sem stofnunin getur beitt,“ segir í skýrslu MAST. „Vörslusviptingar á árinu náðu til nær allra dýrategunda, sumar viðamiklar og fella þurfti sauðfé á Austurlandi.“
Dýr Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira