„Gleðilegt að sjá þetta gerast“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2019 12:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, lagði í haust fram frumvarp til nýrra umferðarlaga sem samþykkt var á Alþingi í vikunni. vísir/vilhelm Samgönguráðherra segist himinlifandi yfir nýjum umferðarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í vikunni samþykkti Alþingi frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðalaga með öllum greiddum atkvæðum. Að sögn Sigurðar hefur heildarendurskoðun laganna tekið um tólf ár. „Já þetta var auðvitað mjög gleðilegt að fá þetta í gegnum þingið. Ekki síst í ljósi þess að heildarendurskoðun hefur tekið mjög langan tíma og það hefur verið reynt nokkrum sinnum áður að fara með þetta í gegnum þingið en mætt andstöðu. Núna var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þannig ég er auðvitað mjög glaður með það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í nýjum umferðarlögum er kveðið á um að leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnki, en það fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til umferðaröryggisætlunar fyrir árin 2002 til 2012. Samkvæmt greinargerð felst í breytingunni sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman. „Nefndin tekur undir mikilvægi þess og afgreiðslan er þannig að senda þau skilaboð. Markmiðið er skýrt en verklag lögreglunnar um að stöðva menn og láta þá ekki keyra lengra og skrá það í málaskrá héðan í frá held ég að sé ágætt skref af hálfu nefndarinnar og um það var víðtæk sátt,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Áfengi og tóbak Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Samgönguráðherra segist himinlifandi yfir nýjum umferðarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í vikunni samþykkti Alþingi frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðalaga með öllum greiddum atkvæðum. Að sögn Sigurðar hefur heildarendurskoðun laganna tekið um tólf ár. „Já þetta var auðvitað mjög gleðilegt að fá þetta í gegnum þingið. Ekki síst í ljósi þess að heildarendurskoðun hefur tekið mjög langan tíma og það hefur verið reynt nokkrum sinnum áður að fara með þetta í gegnum þingið en mætt andstöðu. Núna var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þannig ég er auðvitað mjög glaður með það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Í nýjum umferðarlögum er kveðið á um að leyfilegt magn vínanda í blóði ökumanns minnki, en það fer úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Í greinargerð með frumvarpinu segir að um grundvallarbreytingu sé að ræða á gildissviði banns við ölvunarakstri. Á lækkunin meðal annars rætur að rekja til umferðaröryggisætlunar fyrir árin 2002 til 2012. Samkvæmt greinargerð felst í breytingunni sú afdráttarlausa stefna yfirvalda að áfengi og akstur vélknúinna ökutækja fari ekki saman. „Nefndin tekur undir mikilvægi þess og afgreiðslan er þannig að senda þau skilaboð. Markmiðið er skýrt en verklag lögreglunnar um að stöðva menn og láta þá ekki keyra lengra og skrá það í málaskrá héðan í frá held ég að sé ágætt skref af hálfu nefndarinnar og um það var víðtæk sátt,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Áfengi og tóbak Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Ný umferðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti í gær frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, til nýrra umferðarlaga með öllum greiddum atkvæðum. 12. júní 2019 17:00