Lagt til að ævintýrakonan Ída Jónasdóttir fái ríkisborgararétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2019 11:33 Reikna má með 32 nýjum íslenskum ríkisborgurum innan tíðar. vísir/vilhelm Allsherja- og menntamálanefnd hefur lagt til að 32 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarp til laga svo hljóðandi hefur verið lagt fyrir Alþingi. Má gera ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt. Meðal þeirra sem lagt er til að fái ríkisborgararétt er Ída Jónasdóttir Herman sem er á 94. aldursári. Ída fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni. Hún trúlofaðist honum eftir 48 klukkustunda kynni. Ída var til umfjöllunar í heimildarmynd Ölmu Ómarsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í ríkissjónvarpinu um páskana. Hún lætur aldurinn ekki stöðva sig í að láta drauma verða að veruleika. Í fyrrasumar fór hún í svifvængjaflug, ísklifur og renndi sér í zip-lining. „Ég er næstum hundrað ára. En frænka mín varð eldri en hundrað ára, þannig að ég á mörg ár framundan,“ sagði Ída. „Þannig að ég verð að skipuleggja alls konar skemmtilega hluti til að sjá og upplifa, vegna þess að kannski á ég tíu ár eftir ólifuð. Ef ekki, þá það, en ef ég á tíu ár eftir þá ætla ég ekki að sóa þeim.“ Þá er að finna fólk á listanum frá Argentínu, Bandaríkjunu, Kanada, Rússlandi og Brasilíu svo fátt eitt sé nefnt. Lagt er til að eftirfarandi fólki verði veittur ríkisborgararéttur: 1. Agnieszka Józefina Hudzik, f. 1984 í Póllandi. 2. Alexander Kolesnyk, f. 1981 í Úkraínu. 3. Anu Junburom, f. 1955 í Taílandi. 4. Birgir Hannes Rypkema, f. 1988 á Íslandi. 5. Claudia Dahan Pétursson, f. 1960 í Bandaríkjunum. 6. Cloé Lacasse, f. 1993 í Kanada. 7. Elena Nesterova, f. 1977 í Rússlandi. 8. Elias Gastao Cumaio, f. 1998 í Mósambík. 9. Ilhan Erkek, f. 1965 í Tyrklandi. 10. Irene Anne Stringer-Maas, f. 1957 í Bandaríkjunum. 11. Ivan Nesterov, f. 1977 í Rússlandi. 12. Ída Jónasdóttir Herman, f. 1925 á Íslandi. 13. Jesse John Van Hove, f. 1987 í Kanada. 14. John J. Frantz, f. 1930 í Bandaríkjunum. 15. Jón Arthur Ferrier, f. 1958 á Íslandi. 16. Julian Mariano Burgos, f. 1970 í Argentínu. 17. Lucimara Aparecida Da Silva, f. 1977 í Brasilíu. 18. Margrét Ann Thors, f. 1987 í Bandaríkjunum. 19. Marin Duangmadan, f. 1984 í Taílandi. 20. Maxim Leonidovich Petrov, f. 1979 í Rússlandi. 21. Michael David Kowalewski, f. 1965 í Bandaríkjunum. 22. Miodrag Stankovic, f. 1967 í Serbíu. 23. Olivia Marie Harper, f. 1988 í Bandaríkjunum. 24. Patricia Da Silva Araujo, f. 1984 í Brasilíu. 25. Patrycja Natalia Urbanska, f. 1995 í Póllandi. 26. Petur Sigfusson Williams, f. 1948 á Íslandi. 27. Rafaela M. Santos Gomes Teixeira, f. 1986 í Brasilíu. 28. Regina Vaiciuniené, f. 1975 í Litháen. 29. Regína Franziska Heincke, f. 1963 í Svíþjóð. 30. Sebastian Marcin Górka, f. 1976 í Póllandi. 31. Soukaina Nigrou, f. 1990 í Marokkó. 32. Tanit Amandine Karolys Rodriguez, f. 1988 í Ekvador. Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Allsherja- og menntamálanefnd hefur lagt til að 32 einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Frumvarp til laga svo hljóðandi hefur verið lagt fyrir Alþingi. Má gera ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt. Meðal þeirra sem lagt er til að fái ríkisborgararétt er Ída Jónasdóttir Herman sem er á 94. aldursári. Ída fékk fyrst íslenskra kvenna leyfi til að giftast bandarískum hermanni. Hún trúlofaðist honum eftir 48 klukkustunda kynni. Ída var til umfjöllunar í heimildarmynd Ölmu Ómarsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í ríkissjónvarpinu um páskana. Hún lætur aldurinn ekki stöðva sig í að láta drauma verða að veruleika. Í fyrrasumar fór hún í svifvængjaflug, ísklifur og renndi sér í zip-lining. „Ég er næstum hundrað ára. En frænka mín varð eldri en hundrað ára, þannig að ég á mörg ár framundan,“ sagði Ída. „Þannig að ég verð að skipuleggja alls konar skemmtilega hluti til að sjá og upplifa, vegna þess að kannski á ég tíu ár eftir ólifuð. Ef ekki, þá það, en ef ég á tíu ár eftir þá ætla ég ekki að sóa þeim.“ Þá er að finna fólk á listanum frá Argentínu, Bandaríkjunu, Kanada, Rússlandi og Brasilíu svo fátt eitt sé nefnt. Lagt er til að eftirfarandi fólki verði veittur ríkisborgararéttur: 1. Agnieszka Józefina Hudzik, f. 1984 í Póllandi. 2. Alexander Kolesnyk, f. 1981 í Úkraínu. 3. Anu Junburom, f. 1955 í Taílandi. 4. Birgir Hannes Rypkema, f. 1988 á Íslandi. 5. Claudia Dahan Pétursson, f. 1960 í Bandaríkjunum. 6. Cloé Lacasse, f. 1993 í Kanada. 7. Elena Nesterova, f. 1977 í Rússlandi. 8. Elias Gastao Cumaio, f. 1998 í Mósambík. 9. Ilhan Erkek, f. 1965 í Tyrklandi. 10. Irene Anne Stringer-Maas, f. 1957 í Bandaríkjunum. 11. Ivan Nesterov, f. 1977 í Rússlandi. 12. Ída Jónasdóttir Herman, f. 1925 á Íslandi. 13. Jesse John Van Hove, f. 1987 í Kanada. 14. John J. Frantz, f. 1930 í Bandaríkjunum. 15. Jón Arthur Ferrier, f. 1958 á Íslandi. 16. Julian Mariano Burgos, f. 1970 í Argentínu. 17. Lucimara Aparecida Da Silva, f. 1977 í Brasilíu. 18. Margrét Ann Thors, f. 1987 í Bandaríkjunum. 19. Marin Duangmadan, f. 1984 í Taílandi. 20. Maxim Leonidovich Petrov, f. 1979 í Rússlandi. 21. Michael David Kowalewski, f. 1965 í Bandaríkjunum. 22. Miodrag Stankovic, f. 1967 í Serbíu. 23. Olivia Marie Harper, f. 1988 í Bandaríkjunum. 24. Patricia Da Silva Araujo, f. 1984 í Brasilíu. 25. Patrycja Natalia Urbanska, f. 1995 í Póllandi. 26. Petur Sigfusson Williams, f. 1948 á Íslandi. 27. Rafaela M. Santos Gomes Teixeira, f. 1986 í Brasilíu. 28. Regina Vaiciuniené, f. 1975 í Litháen. 29. Regína Franziska Heincke, f. 1963 í Svíþjóð. 30. Sebastian Marcin Górka, f. 1976 í Póllandi. 31. Soukaina Nigrou, f. 1990 í Marokkó. 32. Tanit Amandine Karolys Rodriguez, f. 1988 í Ekvador.
Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira