Ratleikur um list og orð Gunnþórunn Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2019 17:00 Ólöf hlakkar til að fylgjast með fjölskyldum leyfa ratleiknum að leiða sig um húsin á Kópavogshálsi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Mig hefur lengi dreymt um að geta boðið fjölskyldum upp á ókeypis ratleik um ýmislegt sem húsin hér á Kópavogshæðinni geyma, nú er hann orðinn að veruleika,“ segir Ólöf Breiðfjörð, verkefnastjóri í menningarhúsunum í Kópavogi. Hún kveðst hafa kynnst slíkum ratleik í Þjóðminjasafninu og víða á söfnum erlendis. „En ég hef hvergi rekist á ratleik sem fjallar um jafn fjölbreytt efni og okkar, listina í Gerðarsafni, bækur, ljóð, orð og stafi á bókasafninu og gersemar Náttúrufræðistofunnar. Við getum ekki alltaf notið listar í Salnum en göngum að arkitektúrnum vísum og rekaviðnum utan á honum. Svo vakir Kópavogskirkja yfir svæðinu og form hennar og umhverfi eru verðug rannsóknarefni.“ Ratleikurinn er prentaður á pappír. „Þetta er sex síðna bæklingur með verkefnum. Gerðarsafn er til dæmis með eina síðu þar sem þátttakandinn velur listaverk og teiknar það eins og hann lystir. Svo þarf að finna út hvernig það lítur út ef hann leggst á gólfið, og fleira slíkt. Í Náttúrufræðistofunni er verkefni sem felst í að teikna þrjár dýrategundir með tennur. En leikurinn snýst ekki bara að teikna og skrifa heldur að opna augun fyrir umhverfinu og það er ekkert svar réttara en annað. Allar spurningar eru þannig að þær halda gildi þó árin líði. Möguleikarnir eru svo margir.“Ólöf segir verkefnið hafa verið í gerjun frá því hún fór á námskeið fyrir þremur árum í Victoria & Albert Museum í New York. „Á ferðum mínum um söfn erlendis hef ég haft sérstakan áhuga á hvernig tekið er á móti fjölskyldum. Svo fengum við styrk úr Safnasjóði til að hrinda þessu í framkvæmd. Við erum með okkar sérfræðinga hér í húsunum og unnum allt í teymisvinnu en fengum líka hönnuð og teiknara. Unnie Arndrup teiknaði fyrir okkur og Arnar Freyr hjá StudioStudio hannaði. Svo prentum við leikinn á góðan pappír, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku og pólsku. Ég er stolt af útkomunni og að hún skuli vera á pappír en ekki í snjalltæki. Pappír virðist halda velli á söfnum um allan heim, enda jafnast fátt á við að hafa fallegan pappír milli handa og skrifa og teikna það sem manni sjálfum dettur í hug.“ Ratleikurinn verður kynntur laugardaginn 15. júní milli klukkan 13 og 15. Þá verður sérstök fjölskyldustund í Gerðarsafni, bókasafni, Náttúrufræðistofu og á útivistarsvæðinu. „Sérfræðingarnir verða á sveimi til að dýpka enn upplifun þátttakenda,“ heitir Ólöf. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Mig hefur lengi dreymt um að geta boðið fjölskyldum upp á ókeypis ratleik um ýmislegt sem húsin hér á Kópavogshæðinni geyma, nú er hann orðinn að veruleika,“ segir Ólöf Breiðfjörð, verkefnastjóri í menningarhúsunum í Kópavogi. Hún kveðst hafa kynnst slíkum ratleik í Þjóðminjasafninu og víða á söfnum erlendis. „En ég hef hvergi rekist á ratleik sem fjallar um jafn fjölbreytt efni og okkar, listina í Gerðarsafni, bækur, ljóð, orð og stafi á bókasafninu og gersemar Náttúrufræðistofunnar. Við getum ekki alltaf notið listar í Salnum en göngum að arkitektúrnum vísum og rekaviðnum utan á honum. Svo vakir Kópavogskirkja yfir svæðinu og form hennar og umhverfi eru verðug rannsóknarefni.“ Ratleikurinn er prentaður á pappír. „Þetta er sex síðna bæklingur með verkefnum. Gerðarsafn er til dæmis með eina síðu þar sem þátttakandinn velur listaverk og teiknar það eins og hann lystir. Svo þarf að finna út hvernig það lítur út ef hann leggst á gólfið, og fleira slíkt. Í Náttúrufræðistofunni er verkefni sem felst í að teikna þrjár dýrategundir með tennur. En leikurinn snýst ekki bara að teikna og skrifa heldur að opna augun fyrir umhverfinu og það er ekkert svar réttara en annað. Allar spurningar eru þannig að þær halda gildi þó árin líði. Möguleikarnir eru svo margir.“Ólöf segir verkefnið hafa verið í gerjun frá því hún fór á námskeið fyrir þremur árum í Victoria & Albert Museum í New York. „Á ferðum mínum um söfn erlendis hef ég haft sérstakan áhuga á hvernig tekið er á móti fjölskyldum. Svo fengum við styrk úr Safnasjóði til að hrinda þessu í framkvæmd. Við erum með okkar sérfræðinga hér í húsunum og unnum allt í teymisvinnu en fengum líka hönnuð og teiknara. Unnie Arndrup teiknaði fyrir okkur og Arnar Freyr hjá StudioStudio hannaði. Svo prentum við leikinn á góðan pappír, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku og pólsku. Ég er stolt af útkomunni og að hún skuli vera á pappír en ekki í snjalltæki. Pappír virðist halda velli á söfnum um allan heim, enda jafnast fátt á við að hafa fallegan pappír milli handa og skrifa og teikna það sem manni sjálfum dettur í hug.“ Ratleikurinn verður kynntur laugardaginn 15. júní milli klukkan 13 og 15. Þá verður sérstök fjölskyldustund í Gerðarsafni, bókasafni, Náttúrufræðistofu og á útivistarsvæðinu. „Sérfræðingarnir verða á sveimi til að dýpka enn upplifun þátttakenda,“ heitir Ólöf.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira