Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 14:20 Jon Stewart er ötull talsmaður þeirra sem glíma við heilbrigðisvandamál eftir 11. september 2001. Vísir/Getty Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Stewart kom fram fyrir þeirra hönd á nefndarfundi í gær þar sem ræða átti frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragsaðila. Sjóðurinn mun tæmast á næsta ári fái hann ekki fjárveitingu sem þingið þarf að samþykkja. Búist er við því að fulltrúadeildin muni samþykkja fjárveitinguna en óljóst er hvað öldungardeildin mun gera. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar. Stewart var ósáttur við að ekki skildu allir nefndarmenn mæta á fundinn, auk þess sem að hann er ósáttur við þann tíma sem tekur að samþykkja fjárveitina, sem valdi óvissu og kvíða á meðal þeirra sem reiða sig á heilbrigðisþjónustuna sem fjármagna þarf. Myndband af eldræðu Stewart hefur vakið mikla athygli og hafa milljónir manna horft á það þegar þetta er skrifað."Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 „Þeir brugðust við á innan við fimm sekúndum. Þeir unnu vinnuna sína, af hugrekki, auðmýkt og krafi. Átján árum síðar, þá þurfið þið að vinna vinnuna ykkar,“ kallaði Stewart sem var augljóslega mikið niðri fyrir, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum.Sagði Stewart að það væri óásættanlegt að menn og konur sem brugðist hafi við mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Bandaríkjanna þyrftu að standa í því að „betla“ peninga frá þinginu.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir Tvíburaturnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi látist af völdum veikinda sem tengja megi við störf í „Hrúgunni.“„Þið hafið kostað þessa menn það eina sem þeir hafa ekki efni á að greiða, tíma,“ sagði Stewart sem mætti til þings ásamt hópi lögreglu- og slökkviliðsmanna en sumir þeirra glíma við krabbamein sem rakið er til starfa í rústum turnanna. Bandaríkin Tengdar fréttir 11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45 Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. Stewart kom fram fyrir þeirra hönd á nefndarfundi í gær þar sem ræða átti frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragsaðila. Sjóðurinn mun tæmast á næsta ári fái hann ekki fjárveitingu sem þingið þarf að samþykkja. Búist er við því að fulltrúadeildin muni samþykkja fjárveitinguna en óljóst er hvað öldungardeildin mun gera. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar. Stewart var ósáttur við að ekki skildu allir nefndarmenn mæta á fundinn, auk þess sem að hann er ósáttur við þann tíma sem tekur að samþykkja fjárveitina, sem valdi óvissu og kvíða á meðal þeirra sem reiða sig á heilbrigðisþjónustuna sem fjármagna þarf. Myndband af eldræðu Stewart hefur vakið mikla athygli og hafa milljónir manna horft á það þegar þetta er skrifað."Your indifference cost these men and women their most valuable commodity: time." Jon Stewart receives a standing ovation from 9/11 first responders after slamming lawmakers for failing to fund programs providing healthcare to the first responders https://t.co/vSFOq11Wr5pic.twitter.com/BrAC3UfYMD — ABC News Politics (@ABCPolitics) June 11, 2019 „Þeir brugðust við á innan við fimm sekúndum. Þeir unnu vinnuna sína, af hugrekki, auðmýkt og krafi. Átján árum síðar, þá þurfið þið að vinna vinnuna ykkar,“ kallaði Stewart sem var augljóslega mikið niðri fyrir, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum.Sagði Stewart að það væri óásættanlegt að menn og konur sem brugðist hafi við mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Bandaríkjanna þyrftu að standa í því að „betla“ peninga frá þinginu.Fjölmargir buðu fram krafta sína til þess að hreinsa upp rústir Tvíburaturnanna en síðar hefur komið í ljós að í rústunum, sem gengu undir nafninu „The Pile“ eða „Hrúgan,“ mátti finna baneitraða blöndu asbests, blýs, glers, þungmálma, eitraða gastegunda í sambland við þotueldsneyti og líkamshluta. Talið er að fleiri en þúsund manns hafi látist af völdum veikinda sem tengja megi við störf í „Hrúgunni.“„Þið hafið kostað þessa menn það eina sem þeir hafa ekki efni á að greiða, tíma,“ sagði Stewart sem mætti til þings ásamt hópi lögreglu- og slökkviliðsmanna en sumir þeirra glíma við krabbamein sem rakið er til starfa í rústum turnanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir 11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45 Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
11. september 15 árum síðar: Þúsundir glíma við veikindi og tala látinna hækkar enn Óttast er að á næstu fimm árum muni fleiri hafa látist vegna veikinda sem rekja megi til atburðanna 11. september en í árásunum sjálfum. 11. september 2016 14:45
Lestarstöð opnar á ný eftir árásina á Tvíburaturnana Cortlandt Street lestarstöðin í New York var opnuð á ný í gær, en hún skemmdist í hryðjuverkunum þann 9. september 2001. 9. september 2018 16:49