Telur að Ludvigsen hafi aðeins aðstoðað fórnarlömb sín til þess að sýna vald sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 12:44 Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald byggi yfir. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. Réttarhöldin í máli Ludvigsen hófust í gær en hann er sakaður um kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Var hann ákærður fyrir að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir.Ludvigsen neitar sök í málinu en í dag fékk verjandi hans tækifæri til þess að spyrja einn hælisleitandann spjörunum úr. Komið hefur fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að fá vinnu auk þess sem hann greiddi fyrir hann kostnað við að taka bílpróf. Verjandi hans lagði áherslu á þennan hluta málsins í dag en hælisleitandinn svaraði að annarlegar hvatir hafi búið að baki þessari „góðmennsku“. „Ég tel að hann hafi gert þetta vegna þess að hann fékk það sem hann vildi hjá mér og hann vildi sýna mér hversu mikil völd hann hefði, að hann gæti fengið hvað sem er í gegn,“ sagði hælisleitandinn. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í Noregi„Svein hringdi eitt símtal og reddaði mér vinnu“ Sagði hælisleitandinn að Ludvigsen hafði lagt áherslu á það við sig að hann ætti vini í lögreglunni og að hann þekkti Noregskonung. Það myndi því ekki vera vandamál fyrir sig að láta vísa manninum úr landi.„Aðrir hælisleitendur sóttu alls staðar um vinnu en fengu hvergi. Svein hringdi eitt símtal og reddaði mér vinnu,“ sagði hælisleitandinn sem er 25 ára gamall til marks um það hversu mikið vald Svein hafi haft. Hann hafi því ekki þorað annað en að hlýða honum í einu og öllu.Verjandi Ludvigsen spurði hælisleitandinn einnig út í það sem fram kom við yfirheyrslur við rannsókn málsins, meðal annars það að í að minnsta kosti eitt skipti hafi hann beðið Ludvigsen um að fara með sér í fjallakofa þar sem meint brot Ludvigsen eiga meðal annars að hafa verið framin.„Það er rétt, vegna þess að ég ætlaði mér að myrða hann. Ef að við myndum fara í kofann og hann myndi reyna að gera það sem hann gerði alltaf, ætlaði ég að drepa hann,“ sagði maðurinn.Réttarhöldin halda áfram næstu daga en á morgun mun Ludvigsen bera vitni. Fylgjast má með framvindu málsins íbeinni textalýsingu á vef NRK. Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Einn af hælisleitendunum sem Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegisráðherra Noregs, er sakaður um að hafa brotið á kynferðislega telur að hjálpsemi hans í þeirra garð hafi aðeins verið hans leið til þess að sýna hversu mikið vald byggi yfir. Hælisleitandinn segist á einum tímapunkti hafa haft í hyggju að myrða Ludvigsen vegna málsins. Réttarhöldin í máli Ludvigsen hófust í gær en hann er sakaður um kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Var hann ákærður fyrir að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir.Ludvigsen neitar sök í málinu en í dag fékk verjandi hans tækifæri til þess að spyrja einn hælisleitandann spjörunum úr. Komið hefur fram að Ludvigsen hafi hjálpað honum að fá vinnu auk þess sem hann greiddi fyrir hann kostnað við að taka bílpróf. Verjandi hans lagði áherslu á þennan hluta málsins í dag en hælisleitandinn svaraði að annarlegar hvatir hafi búið að baki þessari „góðmennsku“. „Ég tel að hann hafi gert þetta vegna þess að hann fékk það sem hann vildi hjá mér og hann vildi sýna mér hversu mikil völd hann hefði, að hann gæti fengið hvað sem er í gegn,“ sagði hælisleitandinn. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014.Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn.Mynd/Lögreglan í Noregi„Svein hringdi eitt símtal og reddaði mér vinnu“ Sagði hælisleitandinn að Ludvigsen hafði lagt áherslu á það við sig að hann ætti vini í lögreglunni og að hann þekkti Noregskonung. Það myndi því ekki vera vandamál fyrir sig að láta vísa manninum úr landi.„Aðrir hælisleitendur sóttu alls staðar um vinnu en fengu hvergi. Svein hringdi eitt símtal og reddaði mér vinnu,“ sagði hælisleitandinn sem er 25 ára gamall til marks um það hversu mikið vald Svein hafi haft. Hann hafi því ekki þorað annað en að hlýða honum í einu og öllu.Verjandi Ludvigsen spurði hælisleitandinn einnig út í það sem fram kom við yfirheyrslur við rannsókn málsins, meðal annars það að í að minnsta kosti eitt skipti hafi hann beðið Ludvigsen um að fara með sér í fjallakofa þar sem meint brot Ludvigsen eiga meðal annars að hafa verið framin.„Það er rétt, vegna þess að ég ætlaði mér að myrða hann. Ef að við myndum fara í kofann og hann myndi reyna að gera það sem hann gerði alltaf, ætlaði ég að drepa hann,“ sagði maðurinn.Réttarhöldin halda áfram næstu daga en á morgun mun Ludvigsen bera vitni. Fylgjast má með framvindu málsins íbeinni textalýsingu á vef NRK.
Noregur Tengdar fréttir Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45 Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi. 11. júní 2019 15:45
Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“