Bað kviðdóm um að þyrma lífi barnsföður síns sem myrti börnin þeirra Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2019 08:24 Amber Kyzer í vitnastúkunni. YouTube Móðir fimm barna sem voru myrt af föður þeirra hefur beðið kviðdóm um að þyrma lífi hans. Móðirin heitir Amber Kyzer en hún sagði þetta í vitnastúku í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar haft eftir Kyzer að barnsfaðir hennar, Tim Jones Jr., hefði ekki sýnt börnum þeirra miskunn, en börnin þeirra hefðu engu að síður elskað hann. Tim Jones Jr. er 37 ára gamall en hann var sakfelldur í maí síðastliðnum fyrir að hafa myrt börnin fimm, á aldrinum eins til átta ára, á heimili sínu nærri Lexington í ágúst árið 2014. Kviðdómurinn veltir nú fyrir sér hvort taka eigi Jones af lífi eða dæma hann til ævilangrar fangelsisvistar. „Ég hef fengið að heyra hvað börnin mín gengu í gegnum og hvað þau þurftu að þola. Sem móðir gæti ég persónulega rifið andlitið af honum. Það er hins vegar móðureðlið sem segir mér að gera það,“ segir Kyzer. Hún sagðist hafa verið andvíg dauðarefsingu nánast allt sitt líf. Þrátt fyrir að hafa vonast eftir að réttarkerfið myndi taka fyrrverandi eiginmann sinn af lífi þá myndi hún að lokum kjósa að svo færi ekki. „Hann sýndi börnum mínum enga miskunn. En börnin mín elskuðu hann og ef ég á að tala fyrir hönd þeirra en ekki minnar, þá er það sem ég vil sagt hafa.“Tim Jones jr.Hún bætti þó við að hún myndi virða þá niðurstöðu sem kviðdómurinn kemst að. Það voru verjendur barnsföður hennar sem kölluðu hana til vitnis. Þau gengu í hjónaband sex vikum eftir að þau kynntust árið 2004, en þau höfðu starfað saman í skemmtigarði fyrir börn nærri Chicago. Hún sagði að eftir því sem tíminn leið hefði Jones sífellt orðið strangari og heimtað að konur ættu að hafa sig hægar. Þegar þau skildu eftir níu ára hjónaband veitti hún honum forræði yfir börnunum því hann þénaði um 80 þúsund dollara á ári sem tölvuverkfræðingur og átti þar að auki bíl. Hún fékk að hitta börnin á hverjum laugardegi á veitingastað. Daginn sem hann myrti börnin missti hann gjörsamlega stjórn á sér þegar hann sá sex ára gamlan son sinn Nahtahn leika sér með innstungu á heimilinu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Hann setti lík þeirra í bíl sinn og keyrði um í níu daga áður en hann skildi lík þeirra eftir í óbyggðum í Alabama. Hann var handtekinn við reglubundið umferðareftirlit í Mississippi eftir að lögreglumenn höfðu fundið nálykt í bílnum hans. Jones neitaði sök og hélt því fram að hann væri ekki sakhæfur sökum geðrænna vandamála. Verjendur hans telja að Jones hafi verið með ógreindan geðklofa. Töldu verjendur hans að Jones hefði misst tökin þegar konan hans fór frá honum fyrir táningspilt sem bjó í næsta húsi. Bandaríkin Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Móðir fimm barna sem voru myrt af föður þeirra hefur beðið kviðdóm um að þyrma lífi hans. Móðirin heitir Amber Kyzer en hún sagði þetta í vitnastúku í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar haft eftir Kyzer að barnsfaðir hennar, Tim Jones Jr., hefði ekki sýnt börnum þeirra miskunn, en börnin þeirra hefðu engu að síður elskað hann. Tim Jones Jr. er 37 ára gamall en hann var sakfelldur í maí síðastliðnum fyrir að hafa myrt börnin fimm, á aldrinum eins til átta ára, á heimili sínu nærri Lexington í ágúst árið 2014. Kviðdómurinn veltir nú fyrir sér hvort taka eigi Jones af lífi eða dæma hann til ævilangrar fangelsisvistar. „Ég hef fengið að heyra hvað börnin mín gengu í gegnum og hvað þau þurftu að þola. Sem móðir gæti ég persónulega rifið andlitið af honum. Það er hins vegar móðureðlið sem segir mér að gera það,“ segir Kyzer. Hún sagðist hafa verið andvíg dauðarefsingu nánast allt sitt líf. Þrátt fyrir að hafa vonast eftir að réttarkerfið myndi taka fyrrverandi eiginmann sinn af lífi þá myndi hún að lokum kjósa að svo færi ekki. „Hann sýndi börnum mínum enga miskunn. En börnin mín elskuðu hann og ef ég á að tala fyrir hönd þeirra en ekki minnar, þá er það sem ég vil sagt hafa.“Tim Jones jr.Hún bætti þó við að hún myndi virða þá niðurstöðu sem kviðdómurinn kemst að. Það voru verjendur barnsföður hennar sem kölluðu hana til vitnis. Þau gengu í hjónaband sex vikum eftir að þau kynntust árið 2004, en þau höfðu starfað saman í skemmtigarði fyrir börn nærri Chicago. Hún sagði að eftir því sem tíminn leið hefði Jones sífellt orðið strangari og heimtað að konur ættu að hafa sig hægar. Þegar þau skildu eftir níu ára hjónaband veitti hún honum forræði yfir börnunum því hann þénaði um 80 þúsund dollara á ári sem tölvuverkfræðingur og átti þar að auki bíl. Hún fékk að hitta börnin á hverjum laugardegi á veitingastað. Daginn sem hann myrti börnin missti hann gjörsamlega stjórn á sér þegar hann sá sex ára gamlan son sinn Nahtahn leika sér með innstungu á heimilinu. Hann myrti drenginn og ákvað að kyrkja systkini hans, Elaine eins árs, Gabríel tveggja ára, Elías sjö ára og Mera átta ára. Hann setti lík þeirra í bíl sinn og keyrði um í níu daga áður en hann skildi lík þeirra eftir í óbyggðum í Alabama. Hann var handtekinn við reglubundið umferðareftirlit í Mississippi eftir að lögreglumenn höfðu fundið nálykt í bílnum hans. Jones neitaði sök og hélt því fram að hann væri ekki sakhæfur sökum geðrænna vandamála. Verjendur hans telja að Jones hafi verið með ógreindan geðklofa. Töldu verjendur hans að Jones hefði misst tökin þegar konan hans fór frá honum fyrir táningspilt sem bjó í næsta húsi.
Bandaríkin Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira