Þjálfari Tyrkja sagði sitt lið þreytt en þó betra en Ísland Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2019 21:16 Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, ásamt túlki (til hægri) á blaðamannafundinum í kjallara Laugardalsvallar í kvöld. Vísir/Kolbeinn Tumi Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, segir að langt ferðalag hafi haft sitt að segja í 2-1 tapinu í Laugardalnum í kvöld í undankeppni EM 2020. Hans menn hafi verið þreyttir og Íslendingar gengið á lagið. Gunes studdist við túlk sem þýddi svö þjálfarans yfir á ensku. Þjálfarinn vildi í fyrstu ekki ræða uppákomuna á Keflavíkurflugvelli en kom svo lítillega inn á hana í svörum sínum við spurningum tyrkneskra blaðamanna. „Við sögðum í byrjun að Ísland væri aðalandstæðingur okkar. Það hefði verið betra að tapa gegn Frökkum og vinna Ísland,“ sagði Gunes eftir að blaðamenn rifjuðu upp orð hans að allt frá þremur til sex stigum gæti verið viðunandi niðurstaða úr leikjunum tveimur. Hann talaði aðeins um „allt vesenið“ á leiðinni hingað til lands og þá stöðu að Ísland væri nú í bílstjórasætinu í baráttu þjóðanna um annað sætið í riðlinum. Þar gerðu þeir ráð fyrir að Frakkar myndu vinna riðilinn og gera enn. „Okkar klúður var að tapa seinni boltanum og ná ekki stutta veggspilinu,“ sagði Gunes um spil Tyrkja. „Við mættum þreyttir en vongóðir ef frá eru taldar fyrstu 30 mínúturnar þar sem við vorum taugaveiklaðir,“ sagði Gunes. Ísland væri hávaxið lið sem hefði nýtt sér hæðarmuninn og stress Tyrkja í föstum leikatriðum í fyrri hálfleik. Hans menn hefðu sýnt trú og reynt að bæta leik sinn en ekki dugað til. „Við erum betra lið,“ sagði Gunes sannfærður um gæði síns liðs sem á eftir að taka á móti Íslandi í seinni leiknum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Senol Gunes, landsliðsþjálfari Tyrkja, segir að langt ferðalag hafi haft sitt að segja í 2-1 tapinu í Laugardalnum í kvöld í undankeppni EM 2020. Hans menn hafi verið þreyttir og Íslendingar gengið á lagið. Gunes studdist við túlk sem þýddi svö þjálfarans yfir á ensku. Þjálfarinn vildi í fyrstu ekki ræða uppákomuna á Keflavíkurflugvelli en kom svo lítillega inn á hana í svörum sínum við spurningum tyrkneskra blaðamanna. „Við sögðum í byrjun að Ísland væri aðalandstæðingur okkar. Það hefði verið betra að tapa gegn Frökkum og vinna Ísland,“ sagði Gunes eftir að blaðamenn rifjuðu upp orð hans að allt frá þremur til sex stigum gæti verið viðunandi niðurstaða úr leikjunum tveimur. Hann talaði aðeins um „allt vesenið“ á leiðinni hingað til lands og þá stöðu að Ísland væri nú í bílstjórasætinu í baráttu þjóðanna um annað sætið í riðlinum. Þar gerðu þeir ráð fyrir að Frakkar myndu vinna riðilinn og gera enn. „Okkar klúður var að tapa seinni boltanum og ná ekki stutta veggspilinu,“ sagði Gunes um spil Tyrkja. „Við mættum þreyttir en vongóðir ef frá eru taldar fyrstu 30 mínúturnar þar sem við vorum taugaveiklaðir,“ sagði Gunes. Ísland væri hávaxið lið sem hefði nýtt sér hæðarmuninn og stress Tyrkja í föstum leikatriðum í fyrri hálfleik. Hans menn hefðu sýnt trú og reynt að bæta leik sinn en ekki dugað til. „Við erum betra lið,“ sagði Gunes sannfærður um gæði síns liðs sem á eftir að taka á móti Íslandi í seinni leiknum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira