Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2019 15:45 Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn. Mynd/Lögreglan í Noregi Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi.Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum þremur hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Saksóknarinn Tor Børge Nordmo hóf réttarhöldin með því að fara yfir þau sönnunargögn sem liggja fyrir í málinu. Vísaði hann meðal annars til gagna sem sýna að Ludvigsen tók frá herbergi 611 á hóteli í Osló. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél í grennd við hótelið sýni svo Ludvigsen í fylgd eins þeirra þriggja hælisleitenda sem hann er sakaður um að hafa brotið á.Þá sagði Nordmo að ákæruvaldið myndi leiða fram fjölmörg vitni sem myndu segja hversu oft Ludvigsen hafi heimsótt miðstöð hælisleitenda í Troms, auk þess sem að minnsta kosti eitt fórnarlamba í málinu hefði óskað eftir því að dvelja hjá Ludvigsen í fjölmörg skipti. Þá bendi ýmis rafræn gögn til sektar ráðherrans fyrrverandi, auk annarra gagna.Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs.EPA/STIAN LYSBERG SOLUMSagði lögregluna vera sína bestu vini Eitt fórnarlambana grét í réttarsalnum er það sagði frá því hvernig Ludvigsen hafi brotið á sér. Þeir hafi hist þegar Ludvigsen heimsótti miðstöð hælisleitanda í Troms. Sagðist fórnarlambið hafa fundið fyrir miklum áhuga frá Ludvigsen sem síðar lét hann meðal annars fá síma. Nokkru síðar bauð Ludvigsen hælisleitandanum í bústaðaferð og þangað áttu þeir eftir að fara oft. Er Ludvigsen meðal annars sakaður um að hafa þvingað hælisleitendann til að hafa við sig samfarir í bústaðnum. „Ég hafði aldrei áður séð nakinn mann, ég hafði engan áhuga á þvi að gera eitthvað með öðrum manni. Það er dauðasynd samkvæmt mínum trúarbrögðum. Eftir hvert skipti sem ég hitti hann sagði ég að ég myndi aldrei hitta hann aftur. Þá sagði hann að hann myndi tryggja það að ég gæti aldrei búið í Noregi, ef ég segði einhverjum. Þannig að ég þorði ekki að gera neitt,“ sagði hælisleitandinn í réttarsalnum í dag. Þá hafi Ludvigsen lagt fyrir skýr fyrirmæli um að hælisleitandinn ætti að eyða öllum skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. „Hann athugaði þetta þegar við hittumst. Hann sagðist ekki vera hrædddur við lögregluna, þeir væru hans bestu vinir. Hann sagðist samt vera hræddur við eiginkonu sína.“ Dómsmálið heldur áfram á næstu dögun en Ludvigsen mun bera vitni á fimmtudaginn. Noregur Tengdar fréttir Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi.Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum þremur hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Saksóknarinn Tor Børge Nordmo hóf réttarhöldin með því að fara yfir þau sönnunargögn sem liggja fyrir í málinu. Vísaði hann meðal annars til gagna sem sýna að Ludvigsen tók frá herbergi 611 á hóteli í Osló. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél í grennd við hótelið sýni svo Ludvigsen í fylgd eins þeirra þriggja hælisleitenda sem hann er sakaður um að hafa brotið á.Þá sagði Nordmo að ákæruvaldið myndi leiða fram fjölmörg vitni sem myndu segja hversu oft Ludvigsen hafi heimsótt miðstöð hælisleitenda í Troms, auk þess sem að minnsta kosti eitt fórnarlamba í málinu hefði óskað eftir því að dvelja hjá Ludvigsen í fjölmörg skipti. Þá bendi ýmis rafræn gögn til sektar ráðherrans fyrrverandi, auk annarra gagna.Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs.EPA/STIAN LYSBERG SOLUMSagði lögregluna vera sína bestu vini Eitt fórnarlambana grét í réttarsalnum er það sagði frá því hvernig Ludvigsen hafi brotið á sér. Þeir hafi hist þegar Ludvigsen heimsótti miðstöð hælisleitanda í Troms. Sagðist fórnarlambið hafa fundið fyrir miklum áhuga frá Ludvigsen sem síðar lét hann meðal annars fá síma. Nokkru síðar bauð Ludvigsen hælisleitandanum í bústaðaferð og þangað áttu þeir eftir að fara oft. Er Ludvigsen meðal annars sakaður um að hafa þvingað hælisleitendann til að hafa við sig samfarir í bústaðnum. „Ég hafði aldrei áður séð nakinn mann, ég hafði engan áhuga á þvi að gera eitthvað með öðrum manni. Það er dauðasynd samkvæmt mínum trúarbrögðum. Eftir hvert skipti sem ég hitti hann sagði ég að ég myndi aldrei hitta hann aftur. Þá sagði hann að hann myndi tryggja það að ég gæti aldrei búið í Noregi, ef ég segði einhverjum. Þannig að ég þorði ekki að gera neitt,“ sagði hælisleitandinn í réttarsalnum í dag. Þá hafi Ludvigsen lagt fyrir skýr fyrirmæli um að hælisleitandinn ætti að eyða öllum skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. „Hann athugaði þetta þegar við hittumst. Hann sagðist ekki vera hrædddur við lögregluna, þeir væru hans bestu vinir. Hann sagðist samt vera hræddur við eiginkonu sína.“ Dómsmálið heldur áfram á næstu dögun en Ludvigsen mun bera vitni á fimmtudaginn.
Noregur Tengdar fréttir Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28