Þegar Rúnar Júlíusson hótaði að flytja burt úr Keflavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2019 13:00 Rúnar Júlíusson, einnig þekktur sem Rúnni Júl, var bassaleikari hljómsveitarinnar Hljóma. Hann var gallharður Keflvíkingur. Fréttablaðið/ Reykjanesbær fagnar í dag 25 ára afmæli og verður af því tilefni blásið til hátíðahalda í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri segir mikið standa til og minnist einnig hitamáls í kringum stofnun sveitarfélagsins á sínum tíma, þar sem tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heitinn kom við sögu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heldur sérstakan hátíðarfund í félagsheimilinu Stapa í Hljómahöll klukkan fimm í tilefni afmælisins en 25 ár eru nú liðin frá því að fyrsta bæjarstjórn nýs sameinaðs bæjarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna tók til starfa. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikið standa til í dag. „Við ætlum að fagna því eða halda upp á tímamótin með annars vegar hátíðarfundi í Stapa í Hljómahöll þar sem bæjarstjórnin mun afgreiða nokkur tímamótamál og síðan verður gestum og bæjarbúum boðið upp á kaffi að fundi loknum.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Mynd/Páll KetilssonHið nýja sameinaða bæjarfélag var lengi vel nafnlaust en Kjartan minnist þess að nafnamálið hafi verið mikið hitamál á sínum tíma. Nafnið Suðurnesjabær varð ofan á í íbúakosningu en var þó ekki samþykkt. Eftir mikinn darraðardans og deilur var svo kosið um nýtt nafn á sveitarfélagið samhliða alþingiskosningum árið 1995. Valkostirnir voru tveir og hlaut Reykjanesbær 55% atkvæða. Ekki voru þó allir á eitt sáttir. Þegar bæjarstjórn tók nafnamálið til afgreiðslu á fundi sínum þann 16. ágúst 1995 blésu íbúar til háværra mótmæla við fundarsal bæjarstjórnar. Tónlistarmaðurinn og Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, sem lést árið 2008, var einna háværastur í hópi andmælenda hins nýja nafns. „Hann tók djúpt í árinni og sagðist myndu flytja úr bænum ef nýja sveitarfélagið fengi ekki nafnið Keflavík. Og þetta varð mikið hitamál hérna og menn skiptust á skoðunum en eins og allir vita þá var niðurstaðan sú að sveitarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær og Rúnar flutti ekki. Hann hélt tryggð við gamla bæinn sinn og bjó hér alveg fram til dauðadags,“ segir Kjartan. „Þetta var mikið mál. Það voru margir sammála honum. […] en ég held að það séu allir búnir að jafna sig, eða svona langflestir, í dag.“ Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Reykjanesbær fagnar í dag 25 ára afmæli og verður af því tilefni blásið til hátíðahalda í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri segir mikið standa til og minnist einnig hitamáls í kringum stofnun sveitarfélagsins á sínum tíma, þar sem tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heitinn kom við sögu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heldur sérstakan hátíðarfund í félagsheimilinu Stapa í Hljómahöll klukkan fimm í tilefni afmælisins en 25 ár eru nú liðin frá því að fyrsta bæjarstjórn nýs sameinaðs bæjarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna tók til starfa. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikið standa til í dag. „Við ætlum að fagna því eða halda upp á tímamótin með annars vegar hátíðarfundi í Stapa í Hljómahöll þar sem bæjarstjórnin mun afgreiða nokkur tímamótamál og síðan verður gestum og bæjarbúum boðið upp á kaffi að fundi loknum.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Mynd/Páll KetilssonHið nýja sameinaða bæjarfélag var lengi vel nafnlaust en Kjartan minnist þess að nafnamálið hafi verið mikið hitamál á sínum tíma. Nafnið Suðurnesjabær varð ofan á í íbúakosningu en var þó ekki samþykkt. Eftir mikinn darraðardans og deilur var svo kosið um nýtt nafn á sveitarfélagið samhliða alþingiskosningum árið 1995. Valkostirnir voru tveir og hlaut Reykjanesbær 55% atkvæða. Ekki voru þó allir á eitt sáttir. Þegar bæjarstjórn tók nafnamálið til afgreiðslu á fundi sínum þann 16. ágúst 1995 blésu íbúar til háværra mótmæla við fundarsal bæjarstjórnar. Tónlistarmaðurinn og Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, sem lést árið 2008, var einna háværastur í hópi andmælenda hins nýja nafns. „Hann tók djúpt í árinni og sagðist myndu flytja úr bænum ef nýja sveitarfélagið fengi ekki nafnið Keflavík. Og þetta varð mikið hitamál hérna og menn skiptust á skoðunum en eins og allir vita þá var niðurstaðan sú að sveitarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær og Rúnar flutti ekki. Hann hélt tryggð við gamla bæinn sinn og bjó hér alveg fram til dauðadags,“ segir Kjartan. „Þetta var mikið mál. Það voru margir sammála honum. […] en ég held að það séu allir búnir að jafna sig, eða svona langflestir, í dag.“
Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira