Röng skilaboð Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. júní 2019 07:15 Það eru stjórnendur sem standa í vegi fyrir því að takast á við loftslagsvandann því þeir eru bundnir við gamla tíma, börnin eru það ekki,“ sagði Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, í helgarviðtali í Fréttablaðinu. Páll, sem verður 96 ára í sumar, hrósar ungu kynslóðinni sem meðal annars hefur staðið fyrir vikulegum loftslagsmótmælum til að krefja stjórnvöld um frekari aðgerðir. Landvernd tekur undir með þessum kröfum en á aðalfundi samtakanna í síðasta mánuði var samþykkt ályktun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmálin eru loksins að fá þá athygli sem þau eiga skilið og ljóst að umræðan mun ekki hverfa. Þessa þróun má líka sjá með greinilegum hætti í löndunum í kringum okkur. Þannig unnu Græningjar og samstarfsflokkar þeirra mikinn sigur í Evrópuþingskosningum í lok síðasta mánaðar. Grænir flokkar eru ekki lengur á jaðrinum í stjórnmálunum heldur áhrifamikið afl sem taka verður mark á. Umhverfismál og þá sérstaklega loftslagsmál voru líka áberandi í nýafstöðnum þingkosningum í Danmörku. Í könnun sem gerð var í aðdraganda kosninganna töldu raunar flestir að umhverfis- og loftslagsmál væru mikilvægasta málefnið, eða 22 prósent kjósenda. Tveir af þremur helstu stuðningsflokkum Jafnaðarmanna í rauðu blokkinni bættu miklu fylgi við sig í kosningunum. Þessir flokkar lögðu einmitt mjög mikla áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr stjórnarmyndunarviðræðunum en gera má ráð fyrir afar metnaðarfullum markmiðum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig hafa Jafnaðarmenn talað fyrir því að losunin verði 60 prósentum minni árið 2030 en hún var 1990. Samstarfsflokkarnir í rauðu blokkinni vilja ganga enn lengra og ná 70 prósenta minni losun. Til samanburðar hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig á grundvelli Parísarsamkomulagsins til að hafa minnkað losun um 40 prósent árið 2030 miðað við 1990. Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðastliðið haust þar sem meðal annars er stefnt að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Nú þegar samdráttur er í efnahagskerfinu og endurskoða þarf ríkisfjármálin er mikilvægt að stjórnvöld sýni þá framsýni að draga ekki úr fjárveitingum til málaflokksins. Fréttir hafa borist af því að meðal breytingatillagna við fjármálaáætlun næstu fimm ára sé niðurskurður til umhverfismála upp á 1.400 milljónir króna miðað við upphaflegar tillögur. Þótt það séu kannski ekki miklir fjármunir í stóra samhenginu myndi það senda röng skilaboð inn í framtíðina. Páll Bergþórsson hefur trú á því að ungu kynslóðinni takist að leysa vandann á heiðarlegan og snjallan hátt en mikilvægt sé að skipta um orkugjafa sem allra fyrst. Ef þeirri kynslóð sem nú er við stjórnvölinn tekst ekki að leysa loftslagsvandann verður hún að sjá til þess að það verði ekki of seint fyrir þá næstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru stjórnendur sem standa í vegi fyrir því að takast á við loftslagsvandann því þeir eru bundnir við gamla tíma, börnin eru það ekki,“ sagði Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, í helgarviðtali í Fréttablaðinu. Páll, sem verður 96 ára í sumar, hrósar ungu kynslóðinni sem meðal annars hefur staðið fyrir vikulegum loftslagsmótmælum til að krefja stjórnvöld um frekari aðgerðir. Landvernd tekur undir með þessum kröfum en á aðalfundi samtakanna í síðasta mánuði var samþykkt ályktun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmálin eru loksins að fá þá athygli sem þau eiga skilið og ljóst að umræðan mun ekki hverfa. Þessa þróun má líka sjá með greinilegum hætti í löndunum í kringum okkur. Þannig unnu Græningjar og samstarfsflokkar þeirra mikinn sigur í Evrópuþingskosningum í lok síðasta mánaðar. Grænir flokkar eru ekki lengur á jaðrinum í stjórnmálunum heldur áhrifamikið afl sem taka verður mark á. Umhverfismál og þá sérstaklega loftslagsmál voru líka áberandi í nýafstöðnum þingkosningum í Danmörku. Í könnun sem gerð var í aðdraganda kosninganna töldu raunar flestir að umhverfis- og loftslagsmál væru mikilvægasta málefnið, eða 22 prósent kjósenda. Tveir af þremur helstu stuðningsflokkum Jafnaðarmanna í rauðu blokkinni bættu miklu fylgi við sig í kosningunum. Þessir flokkar lögðu einmitt mjög mikla áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr stjórnarmyndunarviðræðunum en gera má ráð fyrir afar metnaðarfullum markmiðum þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig hafa Jafnaðarmenn talað fyrir því að losunin verði 60 prósentum minni árið 2030 en hún var 1990. Samstarfsflokkarnir í rauðu blokkinni vilja ganga enn lengra og ná 70 prósenta minni losun. Til samanburðar hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig á grundvelli Parísarsamkomulagsins til að hafa minnkað losun um 40 prósent árið 2030 miðað við 1990. Ríkisstjórnin setti fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðastliðið haust þar sem meðal annars er stefnt að kolefnishlutleysi landsins árið 2040. Nú þegar samdráttur er í efnahagskerfinu og endurskoða þarf ríkisfjármálin er mikilvægt að stjórnvöld sýni þá framsýni að draga ekki úr fjárveitingum til málaflokksins. Fréttir hafa borist af því að meðal breytingatillagna við fjármálaáætlun næstu fimm ára sé niðurskurður til umhverfismála upp á 1.400 milljónir króna miðað við upphaflegar tillögur. Þótt það séu kannski ekki miklir fjármunir í stóra samhenginu myndi það senda röng skilaboð inn í framtíðina. Páll Bergþórsson hefur trú á því að ungu kynslóðinni takist að leysa vandann á heiðarlegan og snjallan hátt en mikilvægt sé að skipta um orkugjafa sem allra fyrst. Ef þeirri kynslóð sem nú er við stjórnvölinn tekst ekki að leysa loftslagsvandann verður hún að sjá til þess að það verði ekki of seint fyrir þá næstu.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar