Birtir til Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifar 11. júní 2019 07:00 Brátt verða fjögur ár liðin frá því að stjórnvöld í Rússlandi settu innflutningsbann á íslenska matvöru út af þátttöku í afmörkuðum þvingunaraðgerðum vegna Úkraínudeilunnar og brota á alþjóðalögum sem skipta okkur miklu. Bannið hafði í för með sér mikinn samdrátt á útflutningi til Rússlands enda mun umfangsmeira en aðgerðirnar sem Ísland tekur þátt í. Stundum er sagt að þegar einar dyr lokist opnist aðrar. Þannig hafa ný markaðstækifæri opnast í Rússlandi, ekki síst vegna sívaxandi fjárfestinga Rússa í landbúnaði og sjávarútvegi – meðal annars vegna þess að lokað var fyrir innflutning á vestrænum matvælum! Það er ánægjulegt að tækifærin eru á sviði nýsköpunar og hátækni, atvinnuvega sem íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að byggja upp til framtíðar. Íslensk þekkingarfyrirtæki sem framleiða búnað fyrir matvælavinnslu og fiskveiðar hasla sér nú völl í Rússlandi. Nú þegar hafa nokkur gert eða eru við það að ganga frá milljarðasamningum um sölu á tækni og búnaði til nýrra skipa eða vinnslu í landi. Tækifæri eru líka á sviði landbúnaðar. Þótt íslensk mjólk komi reyndar hvergi nærri hófu íslenskir aðilar nýverið í gegnum samstarfssamning við rússnesk mjólkurbú skyrframleiðslu eftir íslenskri uppskrift. Til marks um gagnkvæman áhuga á viðskiptum þjóðanna má svo nefna að nýverið fóru annars vegar fram stofnfundur Rússnesks-íslensks viðskiptaráðs og hins vegar fundur Íslandsstofu með rússneskum og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Rússneskt flugfélag býður nú upp á beint flug á milli landanna yfir sumarmánuðina. Síðast en ekki síst skiptir miklu að þótt íslensk og rússnesk stjórnvöld greini á um ýmislegt fara samskiptin batnandi. Forsetar landanna hittust fyrr á árinu og í maí, þegar Ísland tók við formennsku í Norðurskautsráðinu, átti ég fund með utanríkisráðherra Rússlands, þar sem gott samstarf á vettvangi norðurslóða var undirstrikað. Í dag – á þjóðhátíðardegi Rússlands – er því gott að muna að þrátt fyrir allt eiga Rússland og Ísland langa sögu góðra samskipta á mörgum sviðum, ekki síst milliríkjaviðskipta. Að þessu sambandi vil ég áfram hlúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Brátt verða fjögur ár liðin frá því að stjórnvöld í Rússlandi settu innflutningsbann á íslenska matvöru út af þátttöku í afmörkuðum þvingunaraðgerðum vegna Úkraínudeilunnar og brota á alþjóðalögum sem skipta okkur miklu. Bannið hafði í för með sér mikinn samdrátt á útflutningi til Rússlands enda mun umfangsmeira en aðgerðirnar sem Ísland tekur þátt í. Stundum er sagt að þegar einar dyr lokist opnist aðrar. Þannig hafa ný markaðstækifæri opnast í Rússlandi, ekki síst vegna sívaxandi fjárfestinga Rússa í landbúnaði og sjávarútvegi – meðal annars vegna þess að lokað var fyrir innflutning á vestrænum matvælum! Það er ánægjulegt að tækifærin eru á sviði nýsköpunar og hátækni, atvinnuvega sem íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að byggja upp til framtíðar. Íslensk þekkingarfyrirtæki sem framleiða búnað fyrir matvælavinnslu og fiskveiðar hasla sér nú völl í Rússlandi. Nú þegar hafa nokkur gert eða eru við það að ganga frá milljarðasamningum um sölu á tækni og búnaði til nýrra skipa eða vinnslu í landi. Tækifæri eru líka á sviði landbúnaðar. Þótt íslensk mjólk komi reyndar hvergi nærri hófu íslenskir aðilar nýverið í gegnum samstarfssamning við rússnesk mjólkurbú skyrframleiðslu eftir íslenskri uppskrift. Til marks um gagnkvæman áhuga á viðskiptum þjóðanna má svo nefna að nýverið fóru annars vegar fram stofnfundur Rússnesks-íslensks viðskiptaráðs og hins vegar fundur Íslandsstofu með rússneskum og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Rússneskt flugfélag býður nú upp á beint flug á milli landanna yfir sumarmánuðina. Síðast en ekki síst skiptir miklu að þótt íslensk og rússnesk stjórnvöld greini á um ýmislegt fara samskiptin batnandi. Forsetar landanna hittust fyrr á árinu og í maí, þegar Ísland tók við formennsku í Norðurskautsráðinu, átti ég fund með utanríkisráðherra Rússlands, þar sem gott samstarf á vettvangi norðurslóða var undirstrikað. Í dag – á þjóðhátíðardegi Rússlands – er því gott að muna að þrátt fyrir allt eiga Rússland og Ísland langa sögu góðra samskipta á mörgum sviðum, ekki síst milliríkjaviðskipta. Að þessu sambandi vil ég áfram hlúa.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun