Hjón létust í slysinu ásamt syni sínum Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. júní 2019 06:15 Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi. Vísir/JóiK Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítala eftir slysið. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu. Á fimmta tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna komu að aðgerðum á slysstað. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru einnig á vettvang og fluttu hin slösuðu til Reykjavíkur. Þá veitti viðbragðsteymi Rauða kross Íslands vitnum að atvikinu og öðrum á vettvangi sálrænan stuðning. Eitt vitni varð að brotlendingu vélarinnar rétt norðan við flugvöllinn í Múlakoti upp úr klukkan 20 en flugmaður vélarinnar hafði æft snertilendingar á flugvellinum skömmu fyrir slysið. Um æfingu er að ræða þar sem flugtaksbrun er hafið án þess að vélin sé stöðvuð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í vinstri væng vélarinnar og beita þurfti klippum til að komast að fólkinu sem var í vélinni. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi sem nýtur aðstoðar bæði rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við tókum við vettvangnum á sunnudagskvöldið og héldum áfram fram á nótt. Þá voru allir farnir nema við og við kláruðum vettvangsrannsókn snemma á mánudagsmorguninn. Svo fórum við bara í það að ganga frá flakinu. Fengum bíl til að koma því í skýli til okkar til frekari rannsóknar,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Fréttablaðið. Svo verði rætt við vitni. Búist er við að rannsókn taki einhverjar vikur. Um tveggja hreyfla fimm manna Piper PA-23 vél er að ræða. Hún er skráð í Georgíu í Bandaríkjunum. Framleiðsluár hennar er skráð 1957 en hún hefur samkvæmt skráningu verið endurnýjuð að mjög miklu leyti. Þessi sama vél lenti í ógöngum við flugvöllinn í Múlakoti fyrir rúmum áratug. Flugmaður vélarinnar var þá að æfa snertilendingar. Honum urðu á mistök sem leiddu til þess að flugvélin hafnaði á flugbrautinni með nef og skrúfu á undan. Ekki urðu slys á fólki. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítala eftir slysið. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu. Á fimmta tug slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningamanna komu að aðgerðum á slysstað. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru einnig á vettvang og fluttu hin slösuðu til Reykjavíkur. Þá veitti viðbragðsteymi Rauða kross Íslands vitnum að atvikinu og öðrum á vettvangi sálrænan stuðning. Eitt vitni varð að brotlendingu vélarinnar rétt norðan við flugvöllinn í Múlakoti upp úr klukkan 20 en flugmaður vélarinnar hafði æft snertilendingar á flugvellinum skömmu fyrir slysið. Um æfingu er að ræða þar sem flugtaksbrun er hafið án þess að vélin sé stöðvuð. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í vinstri væng vélarinnar og beita þurfti klippum til að komast að fólkinu sem var í vélinni. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi sem nýtur aðstoðar bæði rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við tókum við vettvangnum á sunnudagskvöldið og héldum áfram fram á nótt. Þá voru allir farnir nema við og við kláruðum vettvangsrannsókn snemma á mánudagsmorguninn. Svo fórum við bara í það að ganga frá flakinu. Fengum bíl til að koma því í skýli til okkar til frekari rannsóknar,“ segir Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við Fréttablaðið. Svo verði rætt við vitni. Búist er við að rannsókn taki einhverjar vikur. Um tveggja hreyfla fimm manna Piper PA-23 vél er að ræða. Hún er skráð í Georgíu í Bandaríkjunum. Framleiðsluár hennar er skráð 1957 en hún hefur samkvæmt skráningu verið endurnýjuð að mjög miklu leyti. Þessi sama vél lenti í ógöngum við flugvöllinn í Múlakoti fyrir rúmum áratug. Flugmaður vélarinnar var þá að æfa snertilendingar. Honum urðu á mistök sem leiddu til þess að flugvélin hafnaði á flugbrautinni með nef og skrúfu á undan. Ekki urðu slys á fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53 Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30 Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17
Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir Flugslys varð rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld. 9. júní 2019 21:53
Þurftu að beita klippum til að ná fólkinu út úr flakinu Rannsókn á því hvers vegna tveggja hreyfla flugvél með fimm manns innanborð skall til jarðar, skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gær, miðar áfram. Allir sem voru um borð voru Íslendingar. 10. júní 2019 18:30
Þrír létust í flugslysinu við Múlakot: Tveir eru alvarlega slasaðir Þrír létust þegar flugvél brotlenti skammt norðan við flugvöllinn í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi. Fimm voru í vélinni en tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. 10. júní 2019 03:39