Bandarísk yfirvöld óskuðu eftir því að réttarbeiðni hér á landi yrði hraðað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2019 19:00 Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld að réttarfarsbeiðni um að fá íslenskan mann til skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vegna sakamálarannsóknar á Julian Assagne þar ytra, yrði hraðað sem kostur væri. Dómsmálaráðherra var að eigin sögn ekki upplýst um komu fulltrúa bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar hingað til lands þrátt fyrir að réttarfarsbeiðnin sé undirrituð fyrir hennar hönd. Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld, í lok febrúar, að íslensk yfirvöld myndu afla sér upplýsinga um afstöðu Sigurðar Inga Þórðarsonar, til þess hvort hann væri reiðubúinn að svara spurningum þarlendra yfirvalda í skýrslutöku hjá hérlendum lögregluyfirvöldum með réttarstöðu vitnis um meðferð sakamála, í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á Julian Assagne, stofnanda Wikileaks. Fréttastofan hefur beiðni dómsmálaráðuneytisins og réttarfarsbeiðni Ríkissaksóknara undir höndum og jafnframt beiðni embættisins til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi samþykkti að mæta til skýrslutöku þegar fulltrúar bandarískra yfirvalda komu hingað til lands og fór síðar út til frekari viðræðna. Vísir/Stöð 2 Í beiðninni um réttaraðstoð er þess óskað að lögregla afhenti ekki nein gögn að baki beiðninni og upplýsti ríkissaksóknara um afstöðu Sigurðar með tölvupósti. Þá er það undirstrikað að afgreiðslu beiðninnar verði hraðað auk þess sem gæta þurfi fyllsta trúnaðar við meðferð hennar. Beiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherra, sem hefur sagst ekki hafa haft vitneskju um málið en í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Þórdís; „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra lýst furðu sinni á málinu. Birgitta Jónsdóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að svo virtist sem erlend yfirvöld geti komið nær hindrunarlaust hingað til lands og tekið íslenska ríkisborgara til skýrslutöku með aðstoð íslenskra yfirvalda. Hún sagði það mjög alvarlegt mál. Fréttastofan leitaði eftir viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra í dag, án árangurs, en hún er stödd erlendis. Réttarfarsbeiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherraVísir/Stöð 2 WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld að réttarfarsbeiðni um að fá íslenskan mann til skýrslutöku hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vegna sakamálarannsóknar á Julian Assagne þar ytra, yrði hraðað sem kostur væri. Dómsmálaráðherra var að eigin sögn ekki upplýst um komu fulltrúa bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar hingað til lands þrátt fyrir að réttarfarsbeiðnin sé undirrituð fyrir hennar hönd. Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir því við íslensk stjórnvöld, í lok febrúar, að íslensk yfirvöld myndu afla sér upplýsinga um afstöðu Sigurðar Inga Þórðarsonar, til þess hvort hann væri reiðubúinn að svara spurningum þarlendra yfirvalda í skýrslutöku hjá hérlendum lögregluyfirvöldum með réttarstöðu vitnis um meðferð sakamála, í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, á Julian Assagne, stofnanda Wikileaks. Fréttastofan hefur beiðni dómsmálaráðuneytisins og réttarfarsbeiðni Ríkissaksóknara undir höndum og jafnframt beiðni embættisins til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi samþykkti að mæta til skýrslutöku þegar fulltrúar bandarískra yfirvalda komu hingað til lands og fór síðar út til frekari viðræðna. Vísir/Stöð 2 Í beiðninni um réttaraðstoð er þess óskað að lögregla afhenti ekki nein gögn að baki beiðninni og upplýsti ríkissaksóknara um afstöðu Sigurðar með tölvupósti. Þá er það undirstrikað að afgreiðslu beiðninnar verði hraðað auk þess sem gæta þurfi fyllsta trúnaðar við meðferð hennar. Beiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherra, sem hefur sagst ekki hafa haft vitneskju um málið en í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Þórdís; „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra lýst furðu sinni á málinu. Birgitta Jónsdóttir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að svo virtist sem erlend yfirvöld geti komið nær hindrunarlaust hingað til lands og tekið íslenska ríkisborgara til skýrslutöku með aðstoð íslenskra yfirvalda. Hún sagði það mjög alvarlegt mál. Fréttastofan leitaði eftir viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra í dag, án árangurs, en hún er stödd erlendis. Réttarfarsbeiðnin er undirrituð eftir umboði dómsmálaráðherraVísir/Stöð 2
WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30
Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07