Hæðarsvæði verður yfir landinu næstu daga og mun því fylgir hæglætisveður, víða léttskýjað og hlýtt í veðri, einkum inn til landsins, en sums staðar má gera ráð fyrir þokulofti við sjávarsíðuna með mun svalara lofti. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðufræðings á Veðurstofu Íslands.
Í nótt og á morgun má til dæmis gera ráð fyrir þokubökkum á Faxaflóa sem gætu ratað inn yfir Höfuðborgarsvæðið með hafgolunni. Búast má við að hiti fari yfir 20 gráður á morgun og á miðvikudag, hlýjast í innsveitum norðanlands á morgun, en sunnanlands á miðvikudag.
Í lok vikunnar eru mestar líkur á að við förum aftur í endurtekið efni, norðaustanátt með dálítilli vætu norðaustanlands, en björtu veðri suðvestanlands og heldur kólnandi veðri.
Búist við hita yfir 20 gráðum á morgun og miðvikudag
