Áslaug Thelma stefnir Orku náttúrunnar Sylvía Hall skrifar 29. júní 2019 18:16 Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur stefnt Orku náttúrunnar fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Þetta kemur fram í fréttum RÚV. Í september á síðasta ári var Áslaugu Thelmu sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúrunnar. Brottreksturinn vakti mikla athygli en Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum eftir að hún sakaði Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON, um óviðeigandi framkomu. Honum var síðar einnig sagt upp störfum.Sjá einnig: Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Skýrsla innri endurskoðunar og úttekt vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur mat uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæta. Orkuveita Reykjavíkur hafnar kröfum Áslaugar Thelmu. Í stefnunni hafi laun hennar verið borin saman við laun eins karlmanns innan fyrirtækisins en ekki aðra og sá munur hafi átt sér málefnalegar ástæður. Hún hafi jafnframt fengið skriflegar útskýringar á því.Leitt að standa enn í átökum Orka náttúrunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi stefnuna og fer þar yfir afstöðu fyrirtækisins í málinu. Þar er ásökunum Áslaugar Thelmu vísað á bug og hefur fyrirtækið falið lögmanni að taka til varna. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, sagðist hafa vonast til að niðurstöður óháðrar úttektar gæfu fullnægjandi skýringar um málið og það sé því leitt að standa enn í þessum átökum. Þau taki á alla hlutaðeigandi. Fyrirtækið segist vera í fremstu röð í að uppræta kynbundinn launamun og auka áhrif kvenna í stjórnun fyrirtækisins. Mismunandi kjör Áslaugar Thelmu og starfsmannsins sem hún bar sig saman við hafi átt sér málefnalegar ástæður. Orka náttúrunnar segir að rétt hafi verið staðið að samningi um ráðningarkjör í upphafi og laun hafi verið greidd óskert á samningsbundnum uppsagnarfresti. Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Segir OR hafa ráðið PR-menn til að skaða orðspor Áslaugar Thelmu Sigurður G. Guðjónsson hefur sent ON bréf þar sem hann fer fram á bætur fyrir hönd Áslaugar Thelmu. 21. desember 2018 13:24 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur stefnt Orku náttúrunnar fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Þetta kemur fram í fréttum RÚV. Í september á síðasta ári var Áslaugu Thelmu sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúrunnar. Brottreksturinn vakti mikla athygli en Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum eftir að hún sakaði Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON, um óviðeigandi framkomu. Honum var síðar einnig sagt upp störfum.Sjá einnig: Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Skýrsla innri endurskoðunar og úttekt vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur mat uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæta. Orkuveita Reykjavíkur hafnar kröfum Áslaugar Thelmu. Í stefnunni hafi laun hennar verið borin saman við laun eins karlmanns innan fyrirtækisins en ekki aðra og sá munur hafi átt sér málefnalegar ástæður. Hún hafi jafnframt fengið skriflegar útskýringar á því.Leitt að standa enn í átökum Orka náttúrunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi stefnuna og fer þar yfir afstöðu fyrirtækisins í málinu. Þar er ásökunum Áslaugar Thelmu vísað á bug og hefur fyrirtækið falið lögmanni að taka til varna. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, sagðist hafa vonast til að niðurstöður óháðrar úttektar gæfu fullnægjandi skýringar um málið og það sé því leitt að standa enn í þessum átökum. Þau taki á alla hlutaðeigandi. Fyrirtækið segist vera í fremstu röð í að uppræta kynbundinn launamun og auka áhrif kvenna í stjórnun fyrirtækisins. Mismunandi kjör Áslaugar Thelmu og starfsmannsins sem hún bar sig saman við hafi átt sér málefnalegar ástæður. Orka náttúrunnar segir að rétt hafi verið staðið að samningi um ráðningarkjör í upphafi og laun hafi verið greidd óskert á samningsbundnum uppsagnarfresti.
Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Segir OR hafa ráðið PR-menn til að skaða orðspor Áslaugar Thelmu Sigurður G. Guðjónsson hefur sent ON bréf þar sem hann fer fram á bætur fyrir hönd Áslaugar Thelmu. 21. desember 2018 13:24 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Segir OR hafa ráðið PR-menn til að skaða orðspor Áslaugar Thelmu Sigurður G. Guðjónsson hefur sent ON bréf þar sem hann fer fram á bætur fyrir hönd Áslaugar Thelmu. 21. desember 2018 13:24
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30
Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15