Fyrr í dag sló Tíöna Ósk Whitworth Íslandsmetið á tímanum 11,57 í undanrásunum en Guðbjörg gerði betur og hljóp úrslitahlaupið á 11,56 sekúndum.
Guðbjörg kom sú fyrsta í mark en Tíana var sekúndubroti á eftir Guðbjörgu. Hún kom önnur í mark á sama tíma og í undanrásunum.
Stelpurnar hafa verið að hlaupa frábærlega úti í Þýskalandi en þær hafa hlaupið fjórum sinnum undir gamla Íslandsmetinu sem var 11,63 sekúndur.
Það met hafði staðið í fimmtán ár en myndband af hlaupinu má sjá hér að neðan.