Innlent

Vætusamir dagar fram undan

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Skýjað verður á öllu landinu í dag.
Skýjað verður á öllu landinu í dag. Veðurstofa Íslands
Eftir hlýja daga er farið að kólna víðs vegar um landið en hiti er á bilinu 5 til 15 stig í dag, hlýjast suðvestan lands og svalast á norðausturhorninu. 

Búast má við hvassviðri norðvestanlands, allt að 15 metrum á sekúndu en heldur hægari vindur annars staðar á landinu. 

Skýjað með köflum á öllu landinu en úrkomulítið. Það þykkar upp þegar líður á daginn og búast má við rigningu á sunnanverðu landinu. 

Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands segir landsmenn mega búast við norðlægum áttum í næstu viku og austan eða suðaustanátt syðst á þriðjudag og miðvikudag, henni fylgir rigning sem nær yfir mest allt landið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Norðlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s. Skúrir SA-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Léttir víða til á SV- og V-landi seinni partinn. Hiti frá 5 stigum nyrst upp í 15 stig SV-lands. 

Á þriðjudag:

Norðvestan 8-13 og dálítil rigning við NA-ströndina. Hægari annars staðar og bjartviðri S- og V-til á landinu, en þykknar upp með kvöldinu. Hiti 10 til 17 stig, en 5 til 10 NA-lands. 



Á miðvikudag:

Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA- og A-lands. Hiti 10 til 15 stig. 

Á fimmtudag:

Breytileg og síðar norðlæg átt. Víða rigning, en léttir til S-lands síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, mildast syðst. 

Á föstudag:

Norðlæg átt og stöku skúrir, hiti breytist lítið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×