Eftirtektarsamir nágrannar vöktu íbúa í brennandi húsi Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 29. júní 2019 09:14 Eldur kom upp í íbúðarhúsi að Stýrimannastíg í Vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Mikill viðbúnaður er á vettvangi og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Íbúum hússins varð ekki meint af þökk sé eftirtektarsömum nágrönnum sem náðu að vekja íbúana í tæka tíð. Þetta segir Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu sem ræddi við fréttamann á vettvangi. „Við fengum tilkynningu um eld í þessu húsi hérna við hliðina á okkur og við sendum reykkafara inn. Það var eldur í einu rými þarna. Það leit út fyrir að eldur væri kominn í þakið en við náðum að slökkva eldinn tiltölulega fljótt í þessu eina rými og nú erum við að reykræsta húsið og að ganga úr skugga um að enginn eldur sé enn til staðar,“ segir Ari Jóhannes. Húsið, sem stendur á horni Stýrimannastígs og Ránargötu er timburhús að hluta. „Já, fyrsta hæðin er steypt og svo er timburhús ofan á og það er alltaf hætta þegar timburhús eru annars vegar,“ segir Ari Jóhannes. „Nú erum við bara komnir í að reykræsta húsið og vonandi er þetta bara að klárast.“ Íbúar í hverfinu fylgjast með störfum slökkviliðsmanna úr görðum og gangstéttinni. Lögreglan hefur þó girt vettvanginn af.Fréttin var síðast uppfærð kl. 10:07Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Kolbeinn TumiMinnst tveir sjúkrabílar eru á vettvangi en talið er að enginn sé innandyra.Vísir/Kolbeinn TumiÍbúar í hverfinu fylgjast með störfum slökkviliðsmanna.Vísir/Kolbeinn TumiVísir/Kolbeinn TumiAllt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út.Vísir/Kolbeinn Tumi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Eldur kom upp í íbúðarhúsi að Stýrimannastíg í Vesturbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. Mikill viðbúnaður er á vettvangi og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Íbúum hússins varð ekki meint af þökk sé eftirtektarsömum nágrönnum sem náðu að vekja íbúana í tæka tíð. Þetta segir Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu sem ræddi við fréttamann á vettvangi. „Við fengum tilkynningu um eld í þessu húsi hérna við hliðina á okkur og við sendum reykkafara inn. Það var eldur í einu rými þarna. Það leit út fyrir að eldur væri kominn í þakið en við náðum að slökkva eldinn tiltölulega fljótt í þessu eina rými og nú erum við að reykræsta húsið og að ganga úr skugga um að enginn eldur sé enn til staðar,“ segir Ari Jóhannes. Húsið, sem stendur á horni Stýrimannastígs og Ránargötu er timburhús að hluta. „Já, fyrsta hæðin er steypt og svo er timburhús ofan á og það er alltaf hætta þegar timburhús eru annars vegar,“ segir Ari Jóhannes. „Nú erum við bara komnir í að reykræsta húsið og vonandi er þetta bara að klárast.“ Íbúar í hverfinu fylgjast með störfum slökkviliðsmanna úr görðum og gangstéttinni. Lögreglan hefur þó girt vettvanginn af.Fréttin var síðast uppfærð kl. 10:07Slökkviliðsmenn að störfum.Vísir/Kolbeinn TumiMinnst tveir sjúkrabílar eru á vettvangi en talið er að enginn sé innandyra.Vísir/Kolbeinn TumiÍbúar í hverfinu fylgjast með störfum slökkviliðsmanna.Vísir/Kolbeinn TumiVísir/Kolbeinn TumiAllt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út.Vísir/Kolbeinn Tumi
Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira