Risastórar radísur og núvitund í vinsælum matjurtargörðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2019 22:00 Grænmeti sem selt er í verslunum á ekki roð í heimaræktað grænmeti að sögn forskrappa matjurtagarðaverkefnis Akureyrarbæjar. Um 250 einstaklingar rækta grænmeti af miklum móð rétt innan við Akureyri. Verkefnið er hugarfóstur garðyrkjumannsins Jóhanns Thorarensens og hófst fyrir tíu árum síðan. „Þetta ævintýri byrjaði allt með því að það var kreppa í þjóðfélaginu, peninganiðursveifla einhvers konar, og fólkinu vantaði bjargráð,“ segir Jóhann sem hlaut nýlega Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar fyrir starf sitt við matjurtagarðana.Jóhann Thorarensen, garðyrkjumaður.Vísir/Tryggvi PállHver og einn sem vill fá garð fær úthlutað skika og með fylgir fræðsla og forræktaðar plöntur. Garðarnir urðu strax mjög vinsælir. „Ég held að það sé þetta, að hollt og gott grænmeti, menn finna það að þetta er kannski betra en það sem er verið að selja. Menn eru að taka þetta upp fullþroskað og borða stuttu seinna en það sem þú kaupir í búðum er búið að liggja heldur lengur. Það á ekki við roð við þessa heimaræktuðu,“ segir Jóhann. Ef vill kemur á óvart hvaða grænmeti hefur slegið í gegn. „Ég tók eftir því að grænkálið var til dæmis ekki mjög vinsælt í upphafi, margir eiga ekki góðar minningar um það eða vissu ekki hvernig ætti að nota það en svo bara þessir uppskriftameistarar, þeir eru búnir að koma okkur niður á að þetta sé mjög gott í boostið eða morgunhressinguna frekar,“ segir Jóhann.Halla Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið með nánast frá upphafi.Vísir/Tryggvi PállOg þeir sem eru með garð eru flestir hæstánægðir með uppskeruna, þar á meðal Halla Bergþóra Halldórsdóttir sem leigt hefur skika nánast frá upphafi.Hvað gerirðu við grænmetið?Nú að að sjálfsögðu borðar fjölskyldan þetta og svo ég líka mjög gaman að því að gefa. Ég gef vinum og vandamönnum þegar ég er að taka upp á haustin því að það er takmarkað sem maður getur geymt og hvað er sælla en að gefa?Það er væntanlega gefandi að rækta sitt eigið grænmeti?„Það er það, maður upplifir bara núvitund þegar maður er hérna að róta í moldinni, það er alveg dásamlegt á góðum dögum.“ Akureyri Matur Umhverfismál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Grænmeti sem selt er í verslunum á ekki roð í heimaræktað grænmeti að sögn forskrappa matjurtagarðaverkefnis Akureyrarbæjar. Um 250 einstaklingar rækta grænmeti af miklum móð rétt innan við Akureyri. Verkefnið er hugarfóstur garðyrkjumannsins Jóhanns Thorarensens og hófst fyrir tíu árum síðan. „Þetta ævintýri byrjaði allt með því að það var kreppa í þjóðfélaginu, peninganiðursveifla einhvers konar, og fólkinu vantaði bjargráð,“ segir Jóhann sem hlaut nýlega Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar fyrir starf sitt við matjurtagarðana.Jóhann Thorarensen, garðyrkjumaður.Vísir/Tryggvi PállHver og einn sem vill fá garð fær úthlutað skika og með fylgir fræðsla og forræktaðar plöntur. Garðarnir urðu strax mjög vinsælir. „Ég held að það sé þetta, að hollt og gott grænmeti, menn finna það að þetta er kannski betra en það sem er verið að selja. Menn eru að taka þetta upp fullþroskað og borða stuttu seinna en það sem þú kaupir í búðum er búið að liggja heldur lengur. Það á ekki við roð við þessa heimaræktuðu,“ segir Jóhann. Ef vill kemur á óvart hvaða grænmeti hefur slegið í gegn. „Ég tók eftir því að grænkálið var til dæmis ekki mjög vinsælt í upphafi, margir eiga ekki góðar minningar um það eða vissu ekki hvernig ætti að nota það en svo bara þessir uppskriftameistarar, þeir eru búnir að koma okkur niður á að þetta sé mjög gott í boostið eða morgunhressinguna frekar,“ segir Jóhann.Halla Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið með nánast frá upphafi.Vísir/Tryggvi PállOg þeir sem eru með garð eru flestir hæstánægðir með uppskeruna, þar á meðal Halla Bergþóra Halldórsdóttir sem leigt hefur skika nánast frá upphafi.Hvað gerirðu við grænmetið?Nú að að sjálfsögðu borðar fjölskyldan þetta og svo ég líka mjög gaman að því að gefa. Ég gef vinum og vandamönnum þegar ég er að taka upp á haustin því að það er takmarkað sem maður getur geymt og hvað er sælla en að gefa?Það er væntanlega gefandi að rækta sitt eigið grænmeti?„Það er það, maður upplifir bara núvitund þegar maður er hérna að róta í moldinni, það er alveg dásamlegt á góðum dögum.“
Akureyri Matur Umhverfismál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði