Uppfært 18:00 Tveir eru alvarlega slasaðir og einn minna slasaður eftir árekstur tveggja bíla. Hinir slösuðu verða fluttir til Reykjavíkur, ýmist með þyrlu eða í sjúkrabíl.
Árekstur varð vestan við Hvolsvöll seinni partinn í dag, þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn. Veginum hefur af þeim sökum verið lokað.
Samkvæmt heimildum Vísis hafa að minnsta kosti tveir sjúkrabílar auk lögreglubíls verið sendir á staðinn.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Árekstur vestan við Hvolsvöll
Andri Eysteinsson skrifar
