Segir sveitarfélög þurfa að taka skýrt frumkvæði í þjónustu við fatlað fólk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2019 12:56 Ásmundur Einar segir sveitarfölug þurfi nýja hugsun og breytt vinnulag í málefnum fatlaðs fólks Fréttablaðið/Eyþór Í fréttum Stöðvar 2 í vikunni kom fram að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, fær ekki viðeigandi þjónustu hjá bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu segja hana ekki viðunandi. Þetta kom fram í úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sagði í fréttum okkar að hún væri ekki sammála að almenn óánægja væri með þjónustuna, úttektin væri ráðgefandi en ekki falleinkunn og vísaði gagnrýninni til félagsmálaráðherra sem þyrfti að skýra rammann utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, bendir á að sveitarfélögin ættu að þekkja hina nýju löggjöf. „Ég held það sé í fyrsta lagi mikilvægt að hafa það hugfast að ný lög sem samþykkt voru um bætta þjónustu við fatlað fólk höfðu verið lengi í vinnslu og sveitarfélögin komu að þeirri vinnu. Þau kveða á um breytta hugsun hjá sveitarfélögunum og frumkvæði sveitarfélaga þarf að verða meira.“ Ásmundur Einar segir mikilvægt að sveitarfélög komi af krafti inn í nýja löggjöf og fylgi henni eins og Alþingi samþykkti hana. Úttektin sé góð áminning en ekki áfellisdómur, þar sé hann sammála bæjarstjóra Hveragerðisbæjar. Hann hafi skilning á því að það taki tíma að innleiða breytta hugsun og ráðuneytið hafi leitast eftir góðu samstarfi við sveitarfélögin. „Það er samt sem áður mikilvægt að sveitarfélögin skynji það að það er breytt lagaumgjörð og þau þurfa að breyta sínu verklagi og sinni hugsun þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Jafnréttismál Tengdar fréttir Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 24. júní 2019 18:45 Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. 25. júní 2019 20:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í vikunni kom fram að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, fær ekki viðeigandi þjónustu hjá bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu segja hana ekki viðunandi. Þetta kom fram í úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sagði í fréttum okkar að hún væri ekki sammála að almenn óánægja væri með þjónustuna, úttektin væri ráðgefandi en ekki falleinkunn og vísaði gagnrýninni til félagsmálaráðherra sem þyrfti að skýra rammann utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, bendir á að sveitarfélögin ættu að þekkja hina nýju löggjöf. „Ég held það sé í fyrsta lagi mikilvægt að hafa það hugfast að ný lög sem samþykkt voru um bætta þjónustu við fatlað fólk höfðu verið lengi í vinnslu og sveitarfélögin komu að þeirri vinnu. Þau kveða á um breytta hugsun hjá sveitarfélögunum og frumkvæði sveitarfélaga þarf að verða meira.“ Ásmundur Einar segir mikilvægt að sveitarfélög komi af krafti inn í nýja löggjöf og fylgi henni eins og Alþingi samþykkti hana. Úttektin sé góð áminning en ekki áfellisdómur, þar sé hann sammála bæjarstjóra Hveragerðisbæjar. Hann hafi skilning á því að það taki tíma að innleiða breytta hugsun og ráðuneytið hafi leitast eftir góðu samstarfi við sveitarfélögin. „Það er samt sem áður mikilvægt að sveitarfélögin skynji það að það er breytt lagaumgjörð og þau þurfa að breyta sínu verklagi og sinni hugsun þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Jafnréttismál Tengdar fréttir Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 24. júní 2019 18:45 Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. 25. júní 2019 20:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 24. júní 2019 18:45
Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. 25. júní 2019 20:30