Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. júní 2019 23:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri Vísir/Vilhelm Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. Facebook kynnti áform um nýja alþjóðlega rafmynt eða sýndarfé (e. virtual currency) hinn 18. júní síðastliðinn undir heitinu Libra. Facebook Libra verður hleypt af stokkunum í samtarfi við á þriðja tug fyrirtækja en þar má nefna VISA, Mastercard, Paypal og Uber. Með þessu vill Facebook auðvelda greiðslumiðlun þvert á landamæri án milliliða. Margir hafa efasemdir að Facebook sé rétta fyrirtækið til að innleiða breytingar af þessu tagi enda er orðspor Facebook nokkuð laskað eftir ýmis hneykslismál síðustu ára og sett hefur verið spurningamerki við hvort fyrirtækinu sé treystandi til að annast greiðslumiðlun. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í pistli sem birtist í fyrradag að Facebook sé á vafasömum slóðum með libra. Í versta falli gæti þetta leitt til þess að Facebook yrði einhvers konar heimsbanki sem sé ekki mjög spennandi tilhugsun í ljósi orðspors fyrirtækisins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að tækniþróunþróun sýndarfjár og rafeyris feli í sér bæði tækifæri og áhættu. „Nú er ekki víst að þetta hafi mjög mikil áhrif á peningamálin og stjórn peningamála. Ég er ekki sannfærður um að þetta veiki það mjög því þetta er í rauninni bara rafræn mynt sem er alltaf að lokum gerð upp í einhverri seðlabankamynt, dollar, evru og íslenskri krónu þegar fram í sækir,“ segir Már. Libra hefur fært kastljósið á þær öru tæknibreytingar sem hafa orðið á sviði fjártækni á síðustu misserum. Libra er sýndarfé eins og Bitcoin á meðan íslenska rafeyrisfyrirtækið Monerium, sem fékk nýverið starfsleyfi hjá FME sem rafeyrisfyrirtæki, gefur út rafeyri í öðrum myntum, eins og dollar og evru. Bæði libra og rafeyrir Monerium byggja á svokölluðum bálkakeðjum eða block-chain, þótt um sé að ræða eðlisólíka hluti.Hver er munurinn á sýndarfé og rafeyri? Sjá umfjöllun í myndskeiði. Gísli Kristjánsson, einn stofnenda Monerium, segir að áform Facebook um libra hafi í reynd verið jákvæð fyrir önnur fjártæknifyrirtæki. Hann segir að bálkakeðjutæknin muni valda sömu straumhvörfum í heiminum og internetið gerði á sínum tíma. „Það að Facebook sé að íhuga að gefa út þetta sýndarfé er gríðarleg viðurkenning á notkunarmöguleikum tækninnar. Það sem maður sér í þessu samhengi er að það sem internetið gerði var að gera hvaða einstaklingi sem er kleift að tengjast við hvaða annan einstakling sem er í heiminum. Það sem að bálkakeðjutæknin gerir er að hún leyfir sömu einstaklingum og fyrirtækjum að senda verðmæti sín á milli með jafn auðveldum hætti, svona eins og um tölvupóst væri að ræða,“ segir Gísli. Seðlabankinn Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. Facebook kynnti áform um nýja alþjóðlega rafmynt eða sýndarfé (e. virtual currency) hinn 18. júní síðastliðinn undir heitinu Libra. Facebook Libra verður hleypt af stokkunum í samtarfi við á þriðja tug fyrirtækja en þar má nefna VISA, Mastercard, Paypal og Uber. Með þessu vill Facebook auðvelda greiðslumiðlun þvert á landamæri án milliliða. Margir hafa efasemdir að Facebook sé rétta fyrirtækið til að innleiða breytingar af þessu tagi enda er orðspor Facebook nokkuð laskað eftir ýmis hneykslismál síðustu ára og sett hefur verið spurningamerki við hvort fyrirtækinu sé treystandi til að annast greiðslumiðlun. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í pistli sem birtist í fyrradag að Facebook sé á vafasömum slóðum með libra. Í versta falli gæti þetta leitt til þess að Facebook yrði einhvers konar heimsbanki sem sé ekki mjög spennandi tilhugsun í ljósi orðspors fyrirtækisins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að tækniþróunþróun sýndarfjár og rafeyris feli í sér bæði tækifæri og áhættu. „Nú er ekki víst að þetta hafi mjög mikil áhrif á peningamálin og stjórn peningamála. Ég er ekki sannfærður um að þetta veiki það mjög því þetta er í rauninni bara rafræn mynt sem er alltaf að lokum gerð upp í einhverri seðlabankamynt, dollar, evru og íslenskri krónu þegar fram í sækir,“ segir Már. Libra hefur fært kastljósið á þær öru tæknibreytingar sem hafa orðið á sviði fjártækni á síðustu misserum. Libra er sýndarfé eins og Bitcoin á meðan íslenska rafeyrisfyrirtækið Monerium, sem fékk nýverið starfsleyfi hjá FME sem rafeyrisfyrirtæki, gefur út rafeyri í öðrum myntum, eins og dollar og evru. Bæði libra og rafeyrir Monerium byggja á svokölluðum bálkakeðjum eða block-chain, þótt um sé að ræða eðlisólíka hluti.Hver er munurinn á sýndarfé og rafeyri? Sjá umfjöllun í myndskeiði. Gísli Kristjánsson, einn stofnenda Monerium, segir að áform Facebook um libra hafi í reynd verið jákvæð fyrir önnur fjártæknifyrirtæki. Hann segir að bálkakeðjutæknin muni valda sömu straumhvörfum í heiminum og internetið gerði á sínum tíma. „Það að Facebook sé að íhuga að gefa út þetta sýndarfé er gríðarleg viðurkenning á notkunarmöguleikum tækninnar. Það sem maður sér í þessu samhengi er að það sem internetið gerði var að gera hvaða einstaklingi sem er kleift að tengjast við hvaða annan einstakling sem er í heiminum. Það sem að bálkakeðjutæknin gerir er að hún leyfir sömu einstaklingum og fyrirtækjum að senda verðmæti sín á milli með jafn auðveldum hætti, svona eins og um tölvupóst væri að ræða,“ segir Gísli.
Seðlabankinn Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent